19. júní


19. júní - 19.06.2001, Side 34

19. júní - 19.06.2001, Side 34
Fdrdómar femínista Bréf til blaðsins Ég er femínisti. Ég er fertug kona í áhrifastöðu. Mér finnst mikið skorta á jafnrétti kynjanna og hef unnið ötullega að bættum hag kvenna. Ég er með sílíkonbrjóst. Eftir að ég átti börnin varð ég mjög óánægð með brjóstin á mér. Þau höfðu alltaf verið falleg þótt ekki væru þau stór. Nú voru þau flöt og þunn. Ég fór til lýtalæk- nis um þrítugt og lýsti óánægju minni. Hann sagði mér að þetta væru viðbrigði eftir að hafa verið með þrýstin brjóst full af mjólk og ég myndi venjast þessu. Ég vandist því hins vegar ekki og næstum áratug síðar mætti ég aftur og óskaði eftir að fá sílíkonpúða í brjóstin. Það eru liðin tvö ár og ég hef aldrei séð eftir þessu. Mér finnst vaxtarlag mitt fallegra, ég samsvara mér betur og mér líður mjög vel. Mér finnst kynlífið ennþá ánægjulegra - það var gott fyrir - og ég vil ítreka það að eiginmaður minn latti mig en hvatti ekki til að fara í þessa aðgerð. Ég ákvað það alveg sjálf og hann hafði áhyggjur af þessu meðan á því stóð. Enginn tók eftir breytingu á mér, en ég naut hennar sjálf. Ég nota b-skálar og brjóstin eru alveg eölileg viðkomu og útlits. Ég skrifa þennan pistil ekki undir nafni, bæði vegna þess að þetta er ennþá feimnismál og umfram allt einkamál mitt og þeirra hundruða (ef ekki þúsunda) íslenskra kvenna sem þegar hafa farið í svona aðgerð. Önnur ástæða fyrir því að ég skrifa ekki undir nafni er að stallsystur mínar, sérstaklega þær sem telja sig femínista, fordæma fegrunaraðgerðir harkalega. Þær fullyrða að konur séu með þeím að láta undan staðlaðri fegurðarímynd. Það er rétt, en konur og karlar láta sífellt stjórnast af fegurðarímynd sem í daglegu tali kallast tíska. En hvar draga femínistarnir mörkin? Ég sé ekki betur en þessar konur séu flestar ef ekki allar með strípur eða litaö hár (oftar þó rautt en Ijóst ef þær eru hörku kvenréttindakonur), í tískufötum og málaðar (framan. Einu sinni, fyrir ekki svo ýkja löngu, voru konur fordæmdar ef þær lituðu á sér hárið, jafnvel kallaðar mellur. Nú lita allar konur á sér hárið ef þeim sýnist svo - sem betur fer. Og mér er spurn: „Mega" kvenréttinda- konur kannski ekki nota hrukkukrem? Skyldu ; þær „mega" nota aðskotahluti eins og linsur I stað gleraugna? „Mega" þær láta fjarlægja æðahnúta með aðgerð? Hvaða stöðluðu ímynd þarf maður að uppfylla til að vera ekta femínisti í augum annarra femínista? Eitt get ég bent á varðandi það: Maður má alls ekki játa að hafa skemmt sér á Hellisbúanum. Ég skemmti mér vel og skellihló mestallan tímann og miðað við fjölda sýninga virðist mér flestir (slendingar hafa gert hið sama. En ég hef heyrt fjölmargar kvenréttinda- konur lýsa því yfir, meira að segja I fjölmiðlum, að þær hafi alls ekki getað skemmt sér á því stykki af því það hafi verið svo niðurlægjandi fyrir konur - ímynd kvenhlutverksins ( því verki sé úrelt og stöðluð. Hvað með ímynd karlhlut- verksins í Hellisbúanum? Þetta var grín! En sönnum femínistum stökk ekki bros. Mér finnst viðhorf femínistanna til Hellisbúans sambæri- legt öllu uppeldiskjaftæðinu um að Tommi og Jenni séu svo ofbeldishneigðir að börn megi ekki að horfa á þá. Sumir taka sig svo óskap- lega alvarlega. Femínistar, það er ekki nýtt að konur vilji hafa falleg brjóst. Brjóstin hafa ávallt skipt konur máli. Hvernig var tískan á Viktoríutímanum þegar brjóstunum var nánast ýtt upp úr kjólu- num? Við getum ekki bara kennt körlum um að hafa upphafið brjóst sem kyntákn. Við höfum sjálfar gert það frá ómunatíð og það er eðlis- lægt. Það sem er nýtt núna er tækni sem gerir öllum konum kleift að hafa falleg brjóst og njóta þess sjálfar. Það eru verstu fordómarnir að halda sjálfan sigfordómalausan. Við skulum því ekki fordæma aörar konur nema líta fyrst í eigin barm...

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.