19. júní


19. júní - 19.06.2001, Síða 62

19. júní - 19.06.2001, Síða 62
Eftir Heigu Kress prófessor í bókmenntafræði TlL LDFS □ G DÝRÐAR ALMÁTTU GU M GUÐI Um tungumál, líkama, pyndingar og dauða í sögum af heilögum meyjum „I Agötu sögu lætur jarlinn spjóti leggja I brjóst meyjarinnar, og helgaði guð sér hana brúði og píslavott. Hér er Agata síðan laus úr prísundinni og tilbúin að hverfa á vit hins góða samfélags, nýs feðraveldis á himnum. “ „Dauði fagurrar konu er án efa skáldlegasta yrkisefni í heimi," er haft eftir Edgar Allan Poe, einum frægasta hryllingssagnahöfundi heimsbókmenntanna.(*D Þetta er einnig vinsælt yrkisefni í heilagra meyja sögum, latneskum sögum frá miðöldum sem fjalla um píslarvættisdauða heilagra meyja á fyrstu öldum kristn- innar og til eru í íslenskum þýðingum frá 14. öld. Þessar sögur eru Agötu saga, f Agnesar saga, Barböru saga, Cecilíu saga, Dórótheu saga, Lúsíu k Æl ' saga. Margrétar saga og sagan af Fídes, Spes og Karítas.(*2) Það mmj/ sem einkennir þær samanborið við sögur af karlkyns píslarvottum ‘flffl I er að þær hverfast um kynferði og líkama. Heilagar meyjar eru ungar, ■'! fagrar og um fram allt hreinar meyjar, og þær deyja fyrir skírlífi sitt ekki síður en guðdóminn, brúðir Krists og píslarvottar í senn.(*3) Hversu lengi skal ein lítil mær spotta oss? Sögurnar eru mjög leikrænar, atburðir eru settir á svið með réttarhöldum, myrkvastofum og pyndingum á víxl. Þær hefjast á því að meyjunum er stefnt fyrir dómara vegna þess að þær hafna likamlegu samneyti við karlmenn og neita að blóta goð. Þær eru ungar, kristnar, lærðar, skírlífar og ákaflega fagrar. 111 að mynda er heilög Dóróthea „svo fögur og fríð sköpuð af guði að engan fann hennar líka, hvorki mey né konu." Dómararnir, sem eru keisarar, kóngar, greifar eða jarlar, eru heiðnir, grimmir og saurlífir harðstjórar sem líta meyjarnar girndaraugum og vilja fá þær fyrir eiginkonu eða frillu, þ.e. afmeyja þær í orösins fyllstu merkingu. En þæreiga sérannan biðil, brúðgumann á himnum, sem þær unna af öllu hjarta og lýsa í erótísku myndmáli. „Minn líkami er samtengdur hans líkama, og eigum við bæði brúðhvílu saman, [...] af hans munni tók ég hunang og hans blóði eru roðnar kinnar mfnar og ég er haldin af hans faðmlagi," segir heilög Agnes. Goðin vilja þær ekki blóta vegna þess að þau eru líkneski, gerð úr „grjóti eða málmi eða tré" fyrir fugla að dríta á og köng- urvofur að vefa á vefi sína, eins og heilög Cecilía kemst að orði. Hér fer saman kristin trú og höfnun kynlífs (a.m.k. með jarðneskum karlmönnum).(*4) ( Fídes, 60

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.