19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 70

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 70
Leyfum R D DD U M AÐ ÞEI M HLJDMA SEM TALA AF ÞEKKINGU E N EKKI FDRDDMUM Umfangsmiklar breytingar voru geröar á skipu- lagi jafnréttismála hér á landi er Alþingi sam- þykkti ný jafnréttislög vorið 2000, eða lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, en þau leystu af hólmi eldri jafnréttislög frá árinu 1991. Lögin öðluðust þegar gildi og um haustið tók Jafnréttisstofa formlega við starf- semi Skrifstofu jafnréttismála undir forystu Valgerðar H. Bjarnadóttur. í samtali við 19. júní skýrir Valgerður m.a. frá helstu verkefnum nýrrar Jafnréttisstofu. Valgerður H. Bjarnadóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu „Jafnréttisstofa er fyrst og fremst fagleg og stjórnsýsluleg stofn- un en ekki framkvæmdaraðili fyrir aðrar stofnanir, nefndir eða ráð," segir Valgerður Bjarnadóttir framkvæmdastýra Jafnréttis- stofu en sem kunnugt er tók stofan formlega til starfa á Akureyri síðasta haust. Stofan tók þá við helstu verkefnum Skrifstofu jafnréttismála samkvæmt nýsamþykktum jafnréttislögum en stjórnsýsluleg staða hennar er þó önnur. Þannig heyrir Jafnréttisstofa beint undir félagsmálaráðherra en Skrifstofa jafnréttismála heyrði hins vegar undir Jafnréttisráð sem skipað var af félagsmálaráðherra. Skrifstofa jafnréttismála vann því að málefnum Jafnréttisráðs auk þess sem hún sinnti verkefnum Kærunefndar jafnréttis- mála. „Með nýju lögunum er á hinn bóginn gerð tilraun til að skilja að starfsemi þessara þriggja aðila, þ.e. Jafnréttisráðs, Kærunefndar jafnréttismála og ráðgefandi skrifstofu um jafn- réttismál," útskýrir Valgerður og bendir á að nú starfi þessir þrfr aðilar sjálfstætt hver á sínu sviöi. Þá má geta þess að Karlanefnd Jafnréttisráðs var jafnframt lögð niður þegar hin nýju lög tóku gildi. Á Jafnréttisstofu starfa nú fimm manns en (framtíðinni segir Valgerður nauðsynlegt að starfsmönnum verði fjölgað til að stofan geti sinnt þeim verkefnum sem henni er ætlaö „Starfið felst ekki síst í því að safna og miðla upplýsingum um jafnréttis- mál. Við þurfum því að vera í góðum tengslum við alla þá sem starfa að verkefnum tengdum jafnréttismálum og miðla þeirri þekkingu áfram. Með aukinni áherslu á samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða á öllum sviðum samfélagsins, verður þetta samstarf æ viðameira. Sem dæmi má nefna að Jafnréttisstofa er í tengslum við sérstaka jafnréttisfulltrúa í öllum ráðuneytum og jafnréttisráðgjafa og nefndir sveitarfélaga. Jafnréttismálin eru hluti uppeldis-, mennta- og menningarmála, þ.á.m. fjölmiöl- unar, trúmáia og málefna útlendinga, atvinnumála, fjölskyldu- mála, efnahagsmála, stjórnmála, dómsmála, búsetumála og jafnvel samgöngu- og umhverfismála. Ráðgjöf er stór hluti starfsins, bæði til stjórnvalda, en ekki síður til fyrirtækja, félaga- samtaka og einstaklinga. Auk þess að sinna erindum sem stofunni berast, ber Jafnréttisstofu að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaganna, að auka virkni í jafnréttismálum, m.a. með aukinni aðild karla að jafnréttisstarfi og að koma ábendingum og tillögum um aðgeröir um jafnréttismál á fram- færi við yfirvöld." Þegar Valgerður er spurð um helstu verkefni Jafnréttisstofunnar um þessar mundir nefnir hún m.a. verkefni í kringum jafnrétt- isáætlanir fyrirtækja og eftirfylgni með nýju fæðingar- og forel- draorlofslögunum. „I nýju jafnréttislögunum er ákvæði um að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri skuli gera jafnréttis- 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.