19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 21
til konur nýttu sér þau ákvæði til fulls. Frá því Auöur Auðuns lauk lagaprófi fyrst kvenna, 1935, liðu tæpir þrír áratugir þar til ég lauk námi og þá var ég einungis sú fimmta í röðinni. Þá var liðin hálf öld frá því lögin voru sett. Þetta hefði auövitað átt að gerast miklu hraðar," segir hún. „En þótt ég segist hafa átt fáa sálufélaga, var það alls ekki vegna þess að strákarnir hefðu verið eitthvað vondir við mig. Þvert á móti. Það var frekar að þeir væru feimnir, enda ekkert skrýtið þar sem þeir voru ekki vanir að umgangast stúlkur í náminu. Þannig var einfald- lega tíðarandinn. Það kom stór efasvipur á alla í kringum mig þegar ég tilkynnti eftir stúdentspróf að ég hygðist nema lög - flestir sögðu aö ég gæti svo sem prófað, en enginn hafði trú á að ég myndí nokkru sinni klára. „Þú átt ábyggi- lega eftir að gifta þig og eignast börn og svona..." hugsaði fólk með sér og hristi höfuðið. Nú er þetta sem betur fer mikið breytt, bæði hér og um heim allan. Um helmingur nema við lagadeild Háskóla fslands í dag eru konur og ungir kven- lögfræðingar eru færir í allan sjó, að mínu mati." Hún bendir á að konum fari nú ört fjölgandi í röðum héraðsdómslögmanna og hæstaréttarlögmanna, en sjálf var hún önnur konan til þess að Ijúka prófi hæstaréttarlögmanns, sex árum eftir lagaprófið. Af því verður ekki annað ráðið en að hún hafi sjálf verið fær í flestan sjó við útskrift úr lagadeild háskólans - þó var það ekki alls kostar eins og hún rifjar upp. „Það var þannig þegar ég var í lagadeildinni að kennurunum fannst óþægilegt að tala um vissa hluti þegar stúlka var í stofunni. Til að mynda kynferðisbrot, nauðgun. Einn stundakennarinn í refsirétti sleppti til dæmis alveg að fara yfir þann kafla í námsefninu því það var svo vandræðalegt að tala um full- framningu brots og fleira þegar kona var í hópnum. Ég man reyndar að bekkjar- bræður mlnir voru mjög ánægðir með þetta enda gátu þeir verið vissir um að þetta efni kæmi aldrei á munnlegu prófi. En þetta kom mér hins vegar í koll þegar ég fór að flytja prófmál I héraði, því fyrsta prófmálið sem ég fékk var að vera verjandi manns sem ákærður var fyrir nauðgun. Og ég hreint og beint skildi varla hvað um var að vera - orðræöan I kringum þetta var svo framandi. Þetta var í sakadómi og allir full- trúar þar vitanlega mættir til þess að sjá hvernig ég sneri mig út úr þessu. En þetta bjargaðist nú allt, ekki síst vegna þess að ég hafði í tæka tíð leitað í smiðju bónda míns eftir skýringum á öllum þeim hug- tökum lögregluskýrslunnar sem ég ekki þekkti." „Er lögmaðurinn við?" Eiginmaður Guðrúnar er Örn Clausen, hæstaréttarlögmaður, og á tímabili ráku þau saman lögmannsstofu á Barónsstíg. „Þegar ég var nýbyrjuð, fann ég vissulega fyrir ákveðnu viðmóti sem mótaðist af því að ég var kona. „Jæja, góða, má ég tala við lögmanninn," sagði kannski fólk sem kom 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.