19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 17

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 17
Sigríður Jónsdóttir bóndi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum komst í kastljós fjölmiðlanna í vetur er hún stóð fremst í flokki við stofnun Búkollu, félags til verndar íslenska kúa- kyninu. 19. júní tók hús á Sigríði í vor og fræddist m.a. um störf hennar í þágu bænda. Var hún ein fárra kvenna sem sat búnaðarþing bænda í vetur. Sigríður Jónsdóttir bóndi býr i Gýgjarhólskoti í Biskupstungum ásamt Sævari manni sínum og þremur börnum. Þau stunda félagsbúskap með Eiríki bróður Siggu og hans konu. Auk þess búa foreldrar þeirra systkina á bænum svo þarna er sannkallað fjölskyldubú. Fyrir vikið er fjölmennt og líflegt á hlaðinu þegar blaðamann ber að garði. Barnahópurinn ærslast með hundum og köttum úti í vorblíðunni. Við Sigga setjumst að eldhússpjalli á hlýlegu heimili hennar og Sævars. Talið berst að æskuárunum í Gýgjarhólskoti þar sem hún er fædd og upp alin. En hvers vegna sneri hún aftur á heimaslóöir? Ætlaði hún alltaf að verða bóndi? „Nei, ekkert endilega. En þegar ég var sex ára þá sagði ég að ég ætlaði að verða búfræðikandidat eins og Gísli í Kjarnholtum og að ég ætlaöi að verða bóndi og eignast mann. Þessi áform gleymdust í mörg ár og ég var mikið að velta því fyrir mér að fara i Bókmenntafræði í Háskólanum. En það voru betri aðstæður fyrir einstæða móður á Hvanneyri en i Reykjavík svo ég fór þangað." Sigga útskrifaðist með BS gráðu í landbúnaðarfræðum frá Hvanneyri árið 1991. Hún var orðin búfræðikandídat og komin með unnusta úr Ölfusinu upp á arminn með sömu menntun og hún sjálf. „Er hægt að hugsa sér betra mannsefni en menntaðan og myndarlegan sveitapilt" spyr Sigga með glampa í augunum. Þau Sævar héldu saman út í lífið með búvísindi í farteskinu. „Þá áttaði ég mig á að æskudraumurinn var meira og minna oröinn að veruleika," segir Sigga og brosir að lífsins glettum. En ekki urðu þau skötuhjú strax bændur. Að loknu námi fluttust þau að Hrauntúni í Hraungerðishreppi og Sigga starfaði sem land- búnaðarráðunautur á skrifstofu á Selfossi f fimm ár. „Ég kveið því óneitanlega að koma sem kona inn í þessa rótgrónu karlastétt ráðunautanna. Ég hélt að gömlu karlarnir tækju mér sem einhverjum stelpu- kjána en þvert á móti þá tóku þeir mér opnum örmum. Þeir voru búnir að vera giftir í þrjátíu ár og áttu dætur sem höfðu sýnt þeim hvað þær gátu. Fyrir vikið báru þeir miklu meiri virðingu fyrir mér en strákarnir sem voru á mínum aldri i bændastéttinni." Vorið 1996 flytjast Sigga og Sævar svo að Gýgjarhólskoti og hefja búskap. „Þá gekk ég með þriðja barniö mitt og sá fram á að vera með tvö smábörn næstu árin og ég vildi helst ekki vinna úti frá þeim. Mér fannst aftur á móti ekki spennandi að vera ein heima allan daginn með börnin á meðan maðurinn minn væri í vinnunni. Sævar var á milli vita í vinnu á þessum tíma þannig að við slógum til og fluttumst í sveitina. Helltum okkur út í búskapinn." Þokast hægt Búskapurinn í Gýgjarhólskoti er með hefðbundnu sniði, þau eru með kýr og kindur. Sigga segir þau fjögur sem sjái um kúabúskapinn á bænum skipta með sér verkum og hún fari t.d alltaf í fjósið á kvöldin. Við ræðum um stöðu kvenkyns bænda og hvort hagur þeirra fari batnandi í sveitastjórnum og bændasamtökum. „Því miður hafa þessi mál þokast hægt. Ég hélt að þetta myndi breytast meira með aukinni menntun kvenna. Mér hefur fundist allt of lítið gerast á þessu sviði f landbúnaðinum. Þar er karlaveldið enn við lýði. En það eru ýmsar skýringar á þessu. Hér hjá okkur í Biskupstungum og f nágrannasveitunum þar sem mannlífið er blómlegt þá gerist það ótrúlega að þær konur sem eru í búskap koma kannski enn síður út f félagsþátttökuna vegna þess að þær eru í öðrum störfum. Búin eru oft það lítil að þau veita ekki fulla vinnu fyrir tvær manneskjur. Karlinn er þá oft heimavinnandi á búinu en konan í öðrum störfum. Manneskja sem er með heimili, búskap og er í annari vinnu, hún hefur engan tíma eða krafta aflögu til að sinna félagsmálum. Þetta hefur gert það að verkum að þó hér í sveit sé mikið af ungum og efnilegum konum í búskap, þá erum við allt of fáar sem erum í félagsstörfum." Sigga hefur ekki legið á liði sínu fyrir hönd bænda. I fyrravorfékk hún kjörsem búnað- arþingsfulltrúi fyrir Suðurland en slíkt þing er haldið árlega og þangað koma fulltrúar af landinu öllu. „Við vorum þrjár konur sem buðum okkur fram á 12 manna lista hér á Suðurlandi. Tvær okkar komust inn ásamt tveimur körlum og þykir nokkuð gott. Við vorum átta konur sem sátum á bún- aðarþingi af 48 fulltrúum, sem er auðvitað allt of lítið en framförin var þó mikil því hingað til hafa aldrei verið fleiri en þrjár konur á þinginu. Svo það er sem betur fer eitthvað að gerast í þessum málum. Og það er mjög ánægulegt að nýlega var kona kjörin formaður Búnaðarsambands Eyja- fjarðar en hún er fyrsta konan á landinu sem gegnir því starfi. En þegar ofar dregur í stiganum þá fækkar konunum jafnt og þétt. Við sjáum það á stjórn bændasam- takanna, en þar eru aðeins tvær konur af sjö stjórnarmönnum. Áður hefur aðeins ein kona setið í samtökunum." Sigga segir það ömurlegt að árið 2001 halli svo á hlut kvenna í bændaforystunni. Hún hefði viljað sjá þessa þróun miklu fyrr. „Kvennafrídagurinn var jú fyrir 25 árum og ég upplifði þann dag 10 ára gömul og ég bjóst við því að veröldin færi að veltast öðruvísi fyrir konur eftir það. Konur í svei- tum stóðu þar við sín störf en ég veit að þær fylgdust allar með af hjarta þó þær kæmust ekki á Austurvöll. En þegar ég horfi til baka finnst mér við enn vera aftarlega á merinni. Sigga segir að þó sér finnist lítið hafa þokast þá beri að þakka fyrir það sem hefur áunnist og það sé frábært að stelpur geti í dag menntað sig eins mikið og þeim sýnist og ekkert standi í vegi fyrir þeim. „Eins var það mjög ánægjulegt fyrir mig að finna hversu gata mín var greið þegar ég vildi komast á búnaðarþing. Þeir sem voru með mér á listanum til kosninganna tóku mér opnum örmum og ég fann ekki fyrir að ég ætti minni möguleika þó ég væri kona. Þannig að hugarfarið er sem betur fer eitt- hvað að breytast. En þetta snýst auðvitað líka um að gefa sig í hlutina og okkur veitir sannarlega ekki af fleiri konum í baráttuhóp bænda." „Missti töskuna" Sigga er órög við að standa uppi í hárinu á körlum ef á þarf að halda og frægt er orðið þegar hún „missti handtöskuna sína f höfuð- ið á manni á bændafundi" eftir harða rimmu. „Þegar menn veitast að heiðri kvenna þá 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.