19. júní


19. júní - 19.06.2001, Page 32

19. júní - 19.06.2001, Page 32
Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur alþingiskonu Stelpur í r FDKUS I í Þú ert frábær, falleg, klár og skemmtileg. Eins og þú ert! Hvenær sagðir þú siðast eitthvað þessu líkt við litla stelpu, lesandi góður? Hversu oft skyldu stelpur fá skilaboð á borð við þessi frá samfélaginu; foreldrum, fjölskyldunni, kennurum og íþróttaþjálfurum, svo einhverjir séu nefndir? Ég er hrædd um að það gerist ekki nógu oft. A.m.k. velti ég því fyrir mér þegar ég heyri sjö ára gamlar telpur hafa áhyggjur af útlitinu. Höfum við kannski gleymt að brýna fyrir þeim að PoppTíví gefur ekki rétta mynd af útliti þorra kvenna á jörðinni? Það er gömul saga og ný að kvenlíkaminn eins og hann birtist á síðum tímarita, dagblaða, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu er víðs fjarri veruleikanum. Samt berjast milljónir kvenna um allan heim allt sitt líf við ímyndardraugana. Orrustan sú kostar blóð, svita og tár, og ómældar fjárhæðir. Hún getur líka verið banvæn. Þess vegna skiptir það svo miklu máli að litlar stelpur séu ekki ofurseldar skrumskældri kvenímynd, sem á ekkert skylt víð raunveruleikann. Það gerist varla nema að þeim sé innrætt trúin á sjálfar sig eins og þær eru í öllum sínum fjölbreytileika. Þá fyrst eiga þær raunhæfan möguleika á að snúa ímyndardrauginn niður í glímunni við eigin líkama, útlit og velliðan. Gríðarlegur samfélagslegur þrýstingur er á að steypa allar konur í sama mót. I þjóðfélagi þar sem slík viðhorf ríkja eru fegrunaraðgerðir ekki taldar tiltökumál. Ekki flóknara mál en að fara til tannlæknis, að því er virðist. Konur á öllum aldri eru tilbúnar til þess að reiða fram 170 þúsund krónur og leggjast undir hnífinn og láta troða sílikon-púðum í brjóstin á sér. Þegar umræðan um brjóstastækkunaraðgerðir hér á landi komst í hámæli síðastliðinn vetur rak mig í rogastans. I einfeldni minni hélt ég að fólk færi ekki sjálfviljugt í svæfingu og skurðaðgerð. Ef maður slyppi við það að leggjast inn á sjúkrahús á lífsleiðinni væri það hraustleikamerki og í sjálfu sér eftirsóknarvert. Upplýsingar um fjölda brjóstastækkunaraðgerða hér á landi er sláandi. Reyndar er það einnig umhugsunarvert að tæman- di upplýsingar um fjölda slfkra aðgeröa liggja ekki fyrir hjá landlæknisembættinu. Um er að ræða 200-250 aðgerðir á ári. Það gerir um það bil eina aðgerð á dag hvern virkan dag ársins. Og 90% þeirra eru gerðar f fegrunarskyni. Gerðar á færibandi, að því er virðist, án þess að nokkrum manni í lækna- stétt detti í hug að grennslast nánar fyrir um ástæður þeirra. Hvað segir þessi mikli fjöldi brjóstastækkana okkur í raun og veru um andlega líðan íslenskra kvenna? Ber þessi fjöldi vott um jákvæða og heilbrigða sýn kvenna á líkama sinn? Ber hann vott um gott sjálfstraust og sterk bein til að standast kröfurnar sem til okkar eru gerðar úr öllum áttum? Dæmi hver fyrir sig. Fullorðnu fólki verður auðvitað ekki sagt hvernig það á að lifa lífi sínu og konur geta látið gera á sér alls kyns aðgerðir ef þær svo kjósa. Öðru máli gegnir um börn og unglinga. Það er undir okkur, sem eldri erum, komið hvort íslenskar stelpur alast upp í þeirri fullvissu að þær séu í lagi, flottar og fínar, eins og þær eru. Það er undir okkur komið að stelpur hafi aörar fyrirmyndir fyrir augunum en þær sem ráða lögum og lofum í heimi auglýsinga, kvikmynda og popptónlistar. Það er undir okkur komið að ungar konur hafi forsendur til þess að hafna kvenímynd sem á sér enga stoð í veruleikanum. i a i { ( I k 30

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.