19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 51

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 51
Sumir telja að það sé erfiðara að fá konur en karla til að gegna ábyrgðarstörfum í stjórnmálum. Ert þú sammála því? „Já, ég hugsa að það sé rétt. Konur hugsa sig meira um en karlar og velta því frekar fyrir sér en þeir hvort þær geti sinnt viðkom- andi starfi og hvort þær vilji láta gagnrýna sig fyrir það." En er ekki bara gott að konur hugsi sig meira um og taki ekki að sér störf nema þær viti að þær valdi þeim? „Jú, en stundum er bara spurning um að taka af skarið og hoppa út í djúpu laugina. Það er eins og karlarnir séu kjarkaðri í þeim efnum en konur." Stjórnskipuð nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum: Kristín Halldórsdóttir Ragnhildur Guðmundsdóttir Hildur Heiga Gístadóttir Hótmfríður Sveinsdóttir Margrét Sverrisdóttir Una María Óskarsdóttir Vaigeröur H. Bjarnadóttir Arnbjörg Sveinsdóttir Ég vil þó ekki líta á þetta starf sem baráttu milli kynjanna heldur miklu frekar sem samstarf kynjanna. Hvað myndir þú segja við konu sem er hikandi við að taka að sér ábyrgðarstöðu á vett- vangi stjórnmálanna? „Ég myndi reyna að benda henni á kosti þess að konur taki þátt í stjórnmálum til jafns við karla. Með því væri verið að tryggja að sjónarmið beggja kynjanna kæmist að. Eins myndi ég segja henni að hún væri alveg jafn góður kostur og karlar og aðrar konur sem þátt taka í stjórnmálum.“ En telur þú það rétt sem sumir halda fram að stjórnmálakonur verði fyrir meiri gagnrýni en karlar í stjórnmálum? „Já konur verða tvímælalaust fyrir meiri gagnrýni en karlar. Og sú gagnrýni sem oft er af öðrum toga kemur ekki síður frá öðrum konum. Til dæmis er konum oft velt upp úr mis- tökum slnum en á móti er körlum fyrirgefið um leið, jafnvel þótt þeir hafi verið að segja eitthvað bull...“ Hvað segir þú um þá gagnrýni, sem stundum hefur borið á, að með nefndinni sé ríkis- sjóður að fjármagna starf sem miðar að því að boia körlum burt úr pólitíkinni? „Með því að auka hlut kvenna minnkar náttúrulega hlutur karla. En hér má þó benda á að hlutur karla í sveitarstjórnum og á þingi er ekki í samræmi við hlutföll kynjanna í þjóðfélaginu. Starf nefndarinnar miðar því að því að rétta af hlutfall annars kynsins þannig að það endurspegli hlut þess ( þjóðfélaginu. Ég vil þó ekki líta á þetta starf sem baráttu milli kynjanna heldur miklu frekar sem samstarf kynjanna. Það hlýtur að vera hagur beggja að hlutföll kynjanna í stjórnmálum endurspegli samsetningu samfélagsins." Telur þú að eitthvað hafi breyst á undanförum árum með aukinni þátttöku kvenna á vettvangi stjórnmálanna? „Já mér finnst margt hafa breyst til hins betra. Með tilkomu kvenna er jú unniðá breiðari grundvelli en áður. Þær koma inn með ný sjónarmiö sem síður var tekið tillit til áöur. Þetta kemur til að mynda fram í aukinni áherslu stjórnmálamanna á hin svokölluðu mjúku mál, svo sem heilsugæslu og umönnun barna. En auk þess hafa konur komið inn með aðra sýn á hin svokölluðu hörðu mál. Umræöan um þau mál hefur breyst eins og til dæmis umræðan um iðnaðar- og umhverfismál." Áætlað er að nefndin starfi fram að næstu alþingiskosningum. Verður eitthvað framhald af starfi nefndarinnar eftir þær kosningar? „Það verður spennandi að sjá að þeim tíma loknum hvernig hlutföllin verða í stjórn- málaþátttöku kynjanna. Enn er þó langt í land sérstaklega ef litið er til sveitarstjórnar- stigsins. Þar verður væntanlega þörf á áframhaldandi starfi til að auka hlut kvenna." 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.