19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 26
hve kynferðisleg áreitni er alvarleg. Því til sönnunar segjast þær m.a. hafa fengið viðbrögð á borð viö: „...hann er þekktur fyrir þetta. Þetta er ekkert mál."! Þjálfari notfæri sér ekki stöðu sína Ingibjörg og Hanna segja að kynferðisleg áreitni geti birst f mismunandi formi og því hafi þær spurt þolendur kynferðislegrar áreitni að því hvers eðlis áreitnin hefði verið. I Ijós kom að þær sem sögðust hafa orðiö fyrir kynferðislegri áreitni höfðu flestar eða um 41,9% orðið fyrir líkamlegri áreitni. Næst á eftir líkamlegri áreitni var tilfinningaleg áreitni eða sálfræðileg en 16,8% þolenda sögðust hafa orðið fyrir slíkri áreitni. Með henni er átt við óæskilegar athugasemdir, svo sem stríðni, brandara um líkama viðkomandi, klæðaburð, einkalíf eða kynhneigð. Þá sögðust um 11,6% þolenda hafa fengið óæskilegar tillögur, til að mynda kröfur um kynferðislegi samneyti, um 9,3% þolenda kváðust hafa fengið óæskileg símtöl, sms-skilaboð, tölvupóst eða bréf með kynferðislegu ívafi, um 9,3% þolenda kváðust hafa verið níðurlægðar, til að mynda með því að gera lítið úr viökomandi sem hefði áhrif á afkastagetu þess hins sama í (þróttum, um 7% þolenda sögðust hafa orðiö að athlægi, þ.e. lítið hafi verið gert úr viðkomandi sem íþróttamanni vegna kynferðis og að lokum kváðust 4,6% hafa orðið fyrir annars konar kynferðislegri áreitni en hér hefur verið nefnd. Spurðar um þessar niðurstöður leggja þær Ingibjörg og Hanna áherslu á að hvers kyns áreitni sé alvarleg. „Öll áreitni er alvarleg og hana á ekki að líða í fþróttum fremur en annars staðar." Þær telja þó líkamlega áreitni og tillögur eða kröfur um kynferðislegt samneyti vera alvarlegasta form kynferðislegrar áreitni. „Þegar bornar eru saman niðurstöður rannsóknar okkar annars vegar og þeirrar norsku hins vegar má sjá að algengasta formið í Noregi er niðurlæging en hjá okkur líkamleg áreitni," segja þær í lokaverkefni sínu. Þær segja enn- fremur að það hafi komiö þeim á óvart hversu lágt hlutfall íþróttakvenna á íslan- di hefði orðið fyrir tilfinningalegri eða sálfræðilegri áreitni eða með öðrum orðum fyrir „niðurlægingu í íþrótt sinni," eins og þær orða það. „Hver hefur ekki heyrt setninguna: knattspyrna er ekki fyrir stelpur eða setningar í líkingu við hana?,“ spyrja þær og segja mögulegt íþróttakonur Ifti ekki á slíkar yfirlýsingar sem kyn- ferðislega áreitni heldur sem grín sem ekki þarf að taka alvarlega. Engu að síður er þetta kynferöisleg áreitni, fullyrða þær. Með því sé veriö að halda einhverju fram um getu íþróttaiðkenda á grundvelli kynferðis þeirra. Ingibjörg og Hanna spurðu íþróttakonurnar að því hvað þær teldu að hefði valdið hinni kynferðislegu áreitni. Flestir eða 35,5% þolendanna sögðust ekki vita ástæðu áreitninnar, um 22,6% töldu að gerandinn vildi hafa við þær kyn- ferðislegt samneyti, um 16,1% töldu að gerandinn væri hrifinn af viðkomandi, um 6,5% töldu að gerandinn vildi kynnast viðkomandi nánar, um 6,5% að gerandinn vildi sýna vald sitt, um 6,5% að gerandinn vildi gera lítið úr viðkomandi og að lokum töldu 6,5% aö aðrar ástæður en þessar lægju að baki áreitninni. „Þetta gekk yfir" Að lokum spurðu þær Ingibjörg og Hanna hvort hin kynferðislega áreitni hefði haft einhver áhrif á íþróttaiðkun þolenda. ( Ijós kom að í 66,7% tilvika hafði áreitnin ekki áhrif á íþróttaiðkunina. í einstaka tilfellum missti þolandinn þó áhuga á fþróttinni, skipti um lið eða hætti að æfa viökomandi íþróttagrein svo dæmi séu nefnd. Ingibjörg og Hanna segja það hafa komið á óvart hve sjaldgæft það hafi verið að áreitnin hafi haft einhverja eftirmála. Þær telja það vissulega gott en segja þó slæmt til þess að hugsa ef gerandinn hafi komist upp með verk- naðinn. „Þegar konur verða fyrir kyn- ferðislegri áreitni er mikilvægt að þær leiti sér aðstoðar, hvort sem þær þurfa að tala um atvikiö eða kæra viðkomandi geranda." Þær segja að í könnuninni hafi komið fram að margir þolendur hafi ekki talið ástæðu til að leita sér aðstoðar og týndu þeir til ýmsar ástæður. Ein skrifaði til dæmis: ,,[Ég] vildi ekki gera mikið úr þessu og áleit þetta...perraskap...maður forðast bara viðkomandi." Önnur skrifaði: „Mér fannst þetta bara ekki vera nein kynferðisleg áreit- ni, bara einhver svona stríðni eða eitthvað." Þá skrifaði hin þriðja: ,,[Ég] tók þessu með ró! Þetta gekk yfir." Og að lokum má vitna í hina fjórðu sem skrifaði: „Þetta var minni- háttar sem truflaði mig lítið sem ekkert." Það voru þó ýmsar íþróttakonur sem grein- du frá því að áreitnin hefði haft þó nokkur áhrif á þær. Ein þeirra skrifaði til dæmis: „Ég æfi ekki oftar undir hans stjórn." Og önnur skrifaöi: ..þessi þjálfari er þekktur b 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.