19. júní


19. júní - 19.06.2001, Side 44

19. júní - 19.06.2001, Side 44
Barbara Björnsdóttir dregur fram marga áhugaveröa fleti og túlkanir, í ritgerð sinni, á því hvernig ákvörðun refsingar er háttað í heimilisofbeldismálum. Hún nefnir þætti sem gefa heimild til refsilækkana eða jafnvel niðurfellingar svo sem það sem kallað er „samþykki" en með því er átt við að þolandi leggi sig sjálfviljugur í hættu, að líkamsárásin hafi átt sér stað í áflogum eða að sá sem ráðist er á mun hafa átt upptökin með ertingu. Aðeins 2% kæra! Samkvæmt ársskýrslu Samtaka um kvennaathvarf árið 1999 leituðu þangað 298 konur, þar af 117 þeirra til dvalar en 181 í viðtöl. Á árinu dvöldu einnig 80 börn I athvarfinu. Aðeins 2% kvennanna kærðu ofbeldið til lögreglunnar. Samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra árið 1999 voru 608 einstaklingar kærðir fyrir líkamsárás og - meiðingar af þeim voru 92.4% karlar og 7.6% konur. Árið 1997 voru 525 mál flokkuð sem heimilisófriður í dagbók lögreglunnar, þar af voru 162 skráð á málaskrá lögreglunnar. Eins og gefur að skilja er erfitt að lesa úr þessum tölum raunverulega tíðni heimilisofbeldis þar sem stór hópur kvenna leitar sér aldrei hjálpar. Umfangsmikil rannsókn á ástæðum, afleiðingum og umfangi heimilisofbeldis gegn konum og börnum var gerð á vegum dómsmálaráðuneytisins árið 1997. Þar kom fram að tæplega 350 konur höfðu verið beittar ofbeldi sl. 12 mánuði af hálfu núverandi/fyrrverandi eigin/sambýlismanni en 750 konur sögðust hafa þurft að líða það oftar en einu sinni og er það talið benda til þess að þær búi viö ofbeldi. Niðurstöður sýndu að engir aðgreinanlegir samfélagshópar kvenna verða frekar fyrir ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi maka. Rannsóknin þótti benda til að heimilisofbeldi væri hér alvarlegt vandamál líkt og annarsstaðar í veröldinni. Heimilisofbeldi er mannréttindabrot Á alþjóöaþingi kvenna gegn ofbeldi sem haldið var á Spáni í nóvember s.l. lýsir talskona ástand- inu í heiminum og segir að á 9. hverri sekúndu sé kona barin af maka sínum í Bandaríkjunum, á hverju ári séu 6000 stelpur umskornar, 5000 kvenna myrtar vegna heimamunda á Indlandi og 15000 kvenna nauögað á einu ári í stríði í Rwanda. Heimilisofbeldi var fyrst skilgreint sem mannréttindabrot á alþjóðavettvangi á mannrétt- indaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 1993. Á ráðstefnunni voru ríkisstjórnir hvattar til að grípa til aðgeröa til að reyna að sporna við ofbeldi gegn konum og tekið fram að ekki megi réttlæta of- beldiö með vísan til siða, menningar og trúar. Á jafnréttisráðstefnu Evrópuráðsins í Róm, sama ár, var tekið í sama streng og gefin út yfirlýsing um aðgerðir til að draga úr heimilisofbeldi í Evrópu. i fyrrnefndri skýrslu um aögerðaráætlun Evrópuráðsins árið 1997 er stefnt að því sem kallast „zero tollerance" en það felur í sér að ekkert form ofbeldis sé viðunandi. i fyrrgreindri skýrslu dómsmálaráðherra til Alþingis kemur fram hvernig þessu markmiöi var hrint í framkvæmd hjá lögreglu Lundúnarborgar. Hún tók upp breytt vinnulag og ítarlegar starfsreglur og lagði í þeim tilgangi áherslu á eftirfarandi atriði: Meginskylda lyti að því að vernda brotaþola og börn gegn frekari árásum, heimilisofbeldismál skyldu hljóta sömu meðferð og önnur ofbeldisbrot, áhersla skyldi lögð á heimildir til handtöku, ekki skyldi lengur reynt að sætta árásarmann og brotaþola og eftirlit með því hvernig stefnu stjórnvalda væri fylgt eftir í framkvæmd skyldi vera stöðugt. Sýnt þykir að þessi yfirlýsta stefna hefur breytt viðhorfum lögreglumanna til heimilisofbeldis og þeir litu slík mál alvarlegri augum í kjölfarið. Á alþjóðaþinginu á Spáni sagði Rosa Logar, félagsráðgjafi frá Austurríki, hvernig lögum var breytt í Austurríki í kjölfar þess að heimilisofbeldi var skilgreint sem mannréttindabrot. Lagabreyt- ingin fólst í því að lögreglan fékk heimild að fjarlægja ofbeldismanninn af heim- ili og honum bannað að nálgast það í a.m.k. 10 daga með kost á framlengingu skyldi fórnarlambið kjósa þess. Á tveimur árum hefur þessu veriö beitt í 5000 tilvika. Þegar karl er fjarlægður af heimilinu hefst umfangmikill ferill þar sem haft er samband við konuna innan 24 tíma af miðstöð í grenndinni. Meginmarkmið hennar er að veita konunni styrk og aðstoð og að stuðla að samvinnu lögreglu, dómstóla, saksóknaraembættinu, kvennaathvarfa og annarra sem að þessum málum snúa. Ofbeldismanni er einnig boðið uppá ýmis úrræði til að bæta hegöun sína. Goðsagan um heimilisofbeldi Julie E. Gurdin mannræðingur segir, í bók sinni Motherhood, Patriarchy and the Nation: Domestic Violence in lceland frá árinu 1996, að konur séu fórnarlömb bæði heimilisofbeldis og þess hvernig meðferð heimilisofbeldið er háttað í laga- og réttarkerfinu. Hún telur að karllægni samfélagsins (sexism) sé orsök heimilisofbeldis og jafnframt ástæða þess að ekki sé litið á það alvarlegri augum líkt en raun ber vitni, hvorki hjá yfirvöldum né í samfélaginu í heild. Julie telur það nauðsynlegt að skoða heimilisofbeldi útfrá raunverulegri stöðu kynjanna í samfélaginu. í BA ritgerð sinni í guðfræði, frá árinu 2000, gerir Guðrún Karlsdóttir goðsögum um konur sem beittar eru ofbeldinu góð skil. Hún telur þær aftra konum að leita sér hjálpar og draga um leið athyglina frá ofbeldismanninum og glæpnum. Hún bendir á að sjálft orðið „heimilisofbeldi" á íslensku líkt og í öðrum tungumálum feli kyn gerandans. Goðsagnirnar eru til að mynda þær að ákveðnar manngeröir kvenna séu líklegri til að vera beittar ofbeldinu, margir teiji að heimilisofbeldi séu fátíð, stundum eigi konan það skilið að vera barin, að hún sé haldin sjálfseyðingarhvöt, að ástandið geti varla verið svo slæmt fyrst 42 i

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.