19. júní


19. júní - 19.06.2001, Page 25

19. júní - 19.06.2001, Page 25
mat einstaklingsins sem fyrir áreitninni verður sem ræður því hvaða hegðun telst æskileg og hver ekki. Það telst kynferðis- leg áreitni ef henni er haldið áfram þrátt fyrir að skýrt hafi komið fram að hún sé óæskileg. Það er fyrst og fremst það ein- kenni á hegðuninni að hún er óæskileg sem aðgreinir hana frá vinalegri hegðun, sem er velkomin og gagnkvæm. Daður, vinahót og vinsamleg stríðni getur talist til kynferðislegrar áreitni ef það er í óþökk þess sem fyrir verður. Það er ekki gagn- kvæmt- ekki á jafnréttisgrundvelli. „Hann er þekktur fyrir þetta" Sé farið nánar út I niðurstöður rannsóknar- innar sögðust 12,3% íþróttakvennanna hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og eru flestar þeirra á aldrinum 15 til 19 ára. „Þetta hlutfall er hátt enda ætti kynferðisleg áreitni ekki að eiga sér stað neins staðar; hvorki í íþróttum né annars staðar," segir Ingibjörg og Hanna bætir viö: „Ein kona sem verður fyrir áreitni er einni konu of mikið." Aldur þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir áreitni kom þeim Ingibjörgu og Hönnu reyndar nokkuð á óvart enda töldu þær að meiri líkur væri á því að eldri konur hefðu orðið fyrir áreitni þótt ekki væri nema vegna þess að þær væru reyndari og hefðu lifaö lengur. „Ástæða þessa kann að liggja í því að yngri konur eru ekki eins harðar af sér og þær eldri. Þær bíta því síður frá sér. Einnig getur verið að yngri konurnar séu ekki meðvitaðar um það hvað megi og hvaö megi ekki.“ I könnuninni var spurt um kynferði gerenda og kom í Ijós að flestar konurnar sem sögðust hafa orðið fyrir áreitni höfðu orðið fyrir áreitni af hendi karla eða 68,2%. Alls sögðust 13,6% hins vegar hafa orðið fyrir áreitni af hendi kvenna og 18,2% kváðust hafa orðið fyrir áreitni bæði af hendi karla og kvenna. Einnig voru þolendur spurðir um stöðu gerenda innan (þróttanna og kom í Ijós að langflestir þeirra eru þjálfarar eða 146,4% tilvika. Því næst eru gerendur íþrótta- menn eða í 25% tilvika, þar á eftir eru gerendur sem eru óskilgreindir eða í 10,7% tilvika, því næst eru gerendur aðilar utan íþróttanna eða í 7,1% tilvika, þá eru þeir stjórnarmenn í 3,6% tilvika, liðsstjórar í 3,6% tilvika og fararstjórar í 3,6% tilvika. Ingibjörg og Hanna segja það alvarlegt að þjálfarar skuli gerast sekir um kynferðislega áreitni. Ekki síst þar sem hlutverk þeirra er að leiðbeina iðkendum af bestu getu. „Þjálfarinn þarf að gera sér grein fyrir því hvert hans hlutverk er. Hann má ekki leyfa sér að misnota vald sitt á nokkurn hátt.....“ segja þær Ingibjörg og Hanna m.a. í lokaverkefni sfnu. Vísa þær svo í upplýsingabækling (Sí um íþróttir barna og unglinga þar sem segir-. „Þjálfarar eru fyrirmyndir barnanna í orði og verki. Allt sem þeir segja og gera felur í sér skilaboð til barnanna..." ( samtali við 19. júní segja þær Ingibjörg og Hanna að svo virðist sem þjálfarar sem gerist sekir um kynferðislega áreitni átti sig ekki á því hvar mörkin liggja. „Svo virðist sem þeir telji til dæmis leyfilegt að klípa í rassinn á íþróttakonu í hita leiksins," segir Ingibjörg og Hanna bætir við: „en auðvitað eiga þjálfarar að vera með það á hreinu hvenær þeir eru að ganga of langt í þessum efnum.“ Þær segja ennfremur að konur I íþróttum, margar hverjar, geri sér ekki grein fyrir því 23 lAj I lliu a <=l I I INlldd V tJJ IblUdJJNA^

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.