19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 45

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 45
hún fer ekki og að heimilisofbeldið sé einkamál. Hún segir að þau gildi sem konum séu innrætt allt frá fæðingu s.s. hógværð, undirgefni.sjálfsafneitun, hlýðni o.s.frv. stuðli að því að þær ílengist með ofbeldisfullum maka. Hún telur að krafan um að eignast eiginmann og fjölskyldu ýti ekki síöur undir það. Goðsagnir um konur í slíkum aðstæðum beina athyglinni að konunni sem ein- staklingi en ekki að því rótgróna gildismati um hefðbundin hlutverk kynjanna sem ofbeldið nærist á. Útfrá því efni sem ég skoöaöi tókst mér aö átta mig á því hversvegna bæði réttlætis- og siðferðiskennd minni var misboðíð í lok október sl. og skilja á minn hátt hvernig og hvar misréttið leynist. Lögin byggja á þeim misskilningi eða óskhyggju að jafnrétti sé náð og því er ekkert sérákvæði sem nær yfir heimilisofbeldi. Það er eðlismunur á því að vera kona sem býr við kúgum og stöðuga ógn um andlegt eða líkamlegt ofbeldi frá degi til dags eða að vera karl sem ráðist er á úti á götu tilviljunarkennt. Félags- menningar, og fjárhagslegur mismunur kynjanna eru meðal þeirra þátta sem staðsetja konur lægra í metorðastiga samfélagsins í samfélaginu almennt. Mér finnst það kaldhæöið að sjálf lögin sem tryggja eiga konum og körlum jafnan rétt stuðli af mismunun þeirra í raunveruleikanum. í réttarkerfinu er lögunum svo beitt í heimilisofbeldismálum en tekið tillit til friðhelgi heimilisins á sama tíma. Sum ákvæðanna sem eiga við refsilækkanir eða niðurfellingu eru að mínu mati ónothæfar í heimilisofbeldismálum í Ijósi valdamuns kynjanna, mismunandi líkamsstyrks og þeirra flóknu tilfinninga- tengla sem ríkja á milli þolanda og geranda. Þó eru þau góð og gild við aðrar aðstæður. Þau atriði sem tiltekin voru sem refsilækkanir hér að framan, höfuðáverki, afbrýðisemi, hár aldur, aðstæður, að hafa ekki áður gerst sekur um ofbeldisverknað og játning finnast mér einkennilegar í Ijósi mismunandi reynsluheims kynjanna sem mótaður er af samfélaginu. Mér þætti athyglisvert að vita hvort þessar refsilækkanir gætu verið teknar til greina í ofbeldi utan heimila. Ég get ekki betur séð en ofbeldi gagnvart núverandi eða fyrrverandi eigin-/sambýliskonu sé réttlætanlegra undir vissum kringumstæðum. Þyngd refsinga finnast mér að engu leyti endurspegla alvarleika glæpsins, né vera í samræmi við refsidóma í annarskonar málum t.d. fjármálasvikum. Refsidómarnir í heimilisofbeldismálum hér að ofan gefa mér það ekki á til- finninguna að réttarkerfið fordæmi slikt hátterni. Lögreglan vinnur útfrá lagarammanum en tekur sérstaklega tillit til þess að heimilisofbeldismál séu erfiö og vandasöm úrlausnar og fá þau því ólíka og lík- lega mýkri meðferð hjá lögreglu. Hún telur heimilisofbeldi einkamál fjölskyld- unnar en hefur heimild til að skerast f leikinn ef barn eða dýr er í hættu. Mér sýnist fórnarkostnaður friðhelgi heímilisins vera býsna hár ef ofbeldi innan þess líðst og þegar það er afgreitt sem einkamál heimilisins. Konan þarf sjálf að kæra og má draga til baka hvenær sem er á ferlinu. Þetta sýnir skilningsleysi á eðli kúgunarsambands í Ijósi valdamuns. Viðhorf hennar til þessa ofbeldis virðist þó vera að breytast til batnaðar. Heimilisofbeldi virðist landlægt í öllum löndum heims þ.a.l. var það skilgreint sem mannréttindabrot fyrir um 8 árum siðan. Sum þjóðlönd virðast hafa tekið yfirlýsinguna alvarlega sbr. vinnureglubreytingar hjá Lundúnarlögreglunni og breytti lagaramminn í Austurríki og meðtekið hugmyndina um „zero tollerance" eða að ekkert form ofbeldi sé viðunandi. Samfélagiö virðíst klofið í afstöðu sinni til heimilisofbeldis og bæði fordæmir það og réttlætir í senn í formi goðsagna. Iðulega er sjónarhorni beintað konunni sem lætur bjóða sér kúgun og ofbeldi en litið er framhjá þeim þáttum sam- félagsins sem eiga sök að máli. Ef ofbeldi er skoðað í Ijósi valdamuns kynjanna litur það allt öðruvísi við og hjálpar til við að skilja ástand kvenna og einnig karl- anna. Svörin við hinum lífsseigu goðsögnum sem Guðrún Karlsdóttir taldi upp hér að framan er að konur sem eru beittar ofbeldi á heimilum eiga fátt sameiginlegt fyrir utan það að vera mótaðar af hugmyndum karllægs samfélags, 14 % íslenskra kvenna hafa einhverntímann á ævinni verið beittar ofbeldi af hálfu fyrrverandi eða núverandi maka, það þykir mér síður en svo fátítt, mér finnst þriðja goðsögnin ekki svaraverð, ég get ímyndaö mér að sjálfeyðingarhvöt geti verið fylgifiskur kúgunar og ofbeldis en ekki orsök þess, í samhengi við þær kvenlegu dyggðir sem konum er innrætt er auðveldara að skilja af hverju konur ílengjast í sambandi við ofbeldismenn og að lokum þá er heimilisofbeldi ekki einkamál heldur mannréttindabrot. Eftir skoðun á heimilisofbeldi í víðu samhengi skil ég ástæðurnar sem liggja að baki vægs fangelsisdóms í frétt Morgunblaðsins 19. októ- ber sl., ástæðuna fyrir því að lögreglan ætlaði að láta sér nægja að „ná tali af" árásarmanninum og ástæður þess að konur sem ég þekki samþykkja að því er virðist kúgun og ofbeldi í ástarsamböndum sínum. Það þýðir samt ekki það að réttlætis- og siðferðiskennd minni sé ekki ennþá misboðið. Ég tel nauðsynlegt að heimilisofbeldi sé skoðað í samhengi við raun- verulega stöðu kynjanna í samfélaginu og sem mannréttindabrot til að réttlæti geti verið þjónað á öllum vígstöðvum. Ég bind vonir mínar við að aðgerðir líkt og hjá lögreglunnar í Lundúnum og í lagabreytingum í Austurriki munu reynast for- dæmi sem aðrar þjóðir þ.á.m. ísland munu fylgja í framtíðinni. Heimildir Skýrsla dómsmálaráðherra um meöferö heimilisofbeldismála í dóms- kerfinu. (1997-98) http://www.althingi.is/altext/122/s/1384 Skýrsla dómsmálaráöherra um forvarnir gegn heimilisofbeldi, hjálpar- úrræði fyrir þolendur og meðferöarúrræöi fyrir gerendur. (1997-98) http://www.althingi.is/altext/122/s/1382 Skýrsla dómsmálaráöherra um meðferö heimilisofbeldismála hjá lögreglu. (1997-98) http://www.althingi.is/altext/s/1383 Morgunblaðiö (2000 19. október). Afleiöingar vinnuslyss taldar til málsbóta. Morgunblaöið (2000 21.október). Braut Bein í andliti konu sinnar Brynhildur Flóvens (munnlega heimild, nóvember 2000) Barbara Björnsdóttir (1999). Heimilisofbeldi. Óbirt kandidatsritgerð:Háskóli Islands, Lagadeild. Guðrún Karlsdóttir (2000). Sannleikurinn gerir okkur frjáls: heimilis- ofbeldi gegn konum. Óbirt lokaritgerö: Háskóli Islands, Guðfræðideild. Gurdin, Julie E. (1996). Motherhood, Patriarchy and the Nation: Domestic Violence in lceland. I Images of Contemporary lceland: every day lives and global contexts, Gísli Pálsson og Paul Durrenberger (ritstj.). lowa city: University of lowa Press. Samtök um Kvennaathvarf (1999). Ársskýrsla. Reykjavík: Kvennaathvarf. Ríkislögreglustjórinn (2000). Árskýrsla Ríkislögreglustjórans: http://www.logreglan.is/police.nsf/pages/skyrslur 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.