19. júní


19. júní - 19.06.2001, Page 63

19. júní - 19.06.2001, Page 63
Spes og Karítas kennir móðirin konum kristni og kæra eiginmenn þeirra hana fyrir keisaranum því að þær „vilja ekki koma til rekkna með oss né til borðs eða drykkjar og vilja eigi sjá oss.“ Það er þó ekki móðirin sem þarf að svara til saka heldur dætur hennar þrjár, ungar og hreinar meyjar. Þær eru „brattar í sínum lærdómi" og svo fagrar að keisarinn óttast „fegurð þeirra og brá honum svo við að hann mátti ekki mæla við þær.“ í Katrínar sögu undrast konungurinn „speki hennar og einna helst fegurð hennar, því að hún var harðla fríð." í fyrstu reyna harðstjórarnir að snúa meyjunum með blíðmælum og mútum, en síðan með hótunum. Þær hæða þá og hlæja að þeim, og kveða þá í kútinn með rökum sínum og visku. „Síðan er þú laukst munni upp, þá mælir þú ekki nema annað hvort fylgir heimska eða lygi,“ segir heilög Cecilía. ( Katrínar sögu bregður keisaranum mjög „er hann heyrði orð heilagrar meyjar, og í fyrstunni mátti hann engu orði svara." Mikil áhersla er lögð á mælsku meyjanna og orðfimi. Með málflutningi sínum verja þær ekki aðeins skírlífi sitt og hæða valdið heldur boða þær áheyrendum kristna trú með góðum árangri. Harðstjórarnir reyna því að þagga niður í þeim. í Katrínar sögu leiðir keisarinn hana fyrir fimmtíu spekinga „er þig munu sigra og í þögn koma." En allt kemur fyrir ekki og þegar orð þrýtur skipar hann pyndingar: „Eða hversu lengi skal ein lítil mær spotta oss?“ í Fídes, Spes og Karítas nennir harðstjórinn „ekki að standa f orðaþófi við konur" og lætur kasta meyjunum í myrkvastofu. „Lát af að mæla illt við mig," segir jarl við heilaga Agötu, og „lét berja hnefum f andlit hennar." Til skemmdar kyns þíns Til pyndinganna eru höfð „píslarfæri" og sérstakir „kvalarar", og eru þær settar upp sem sýning með fjölda áhorfenda. í Agnesar sögu lætur „dómarinn kynda eld mikinn í augliti lýðsins og kasta meyjunni í logann miðjan." I Margrétar sögu „komu margir menn að sjá hversu hún væri pínd.“ Pyndingarnar eru mjög kyn- ferðislegar. Þær hefjast á þvf að meyjarnar eru afklæddar og dregnar naktar í myrkvastofu eða portkvennahús, sem virðist oft vera eitt og hið sama. I Agnesar sögu gerir greifinn meynni tvo kosti, annaðhvort að blóta Gefjuni „með öðrum meyjum [...] eða þú munt seld með portkonum til saurlífisogtil skemmdár kyns þíns." Hann lætur hana síðan „færa úr fötum og leiða nakta til portkvenna- húss." Jafnt í myrkvastofunum, pyndingunum og portkvennahúsunum biðjast meyjarnar ákaft fyrir og ákalla guð sem vitrast þeim og veitir þeim styrk eða gerir á þeim kraftaverk. Þannig skýlir hann nekt heilagrar Agnesar með svo miklum hárvexti og svo miklu Ijósi „að enginn mátti sjá hana, og varð hver því blindari er þangað kom sem hann varforvitnari." Við þessi jarteikn á Ifkama meyjarinnar snúast menn til kristinnar trúar og gerðist „hórhús að bænarstað". ( Margrétar sögu lætur greifinn leiða meyna í myrkvastofu „og ætlaði að fyrirfara meydómi hennar". Hún biður til guðs að hann láti þar eigi „fyrirfarast fegurð meydóms mfns" og með aðstoð hans sigrast hún á drekanum sem þangað kemur til að „glata fegurð" hennar. Þannig er ekki gerður greinarmunur á skfrlífi meyjanna ogfegurð þeirra. í Lúsíu sögu selur jarlinn meyna „í hendur mönnum þeim, er fé tók á konum til saurlífis, og bað hana leiða til portkvennahúss og boða þangað mönnum til og kvað hana þar skyldu deyja." Fyrir kraftaverk guðs verður henni ekki bifað og menn spyrja: „Hvern veg má þess vera að ein mátt- Iftil mær megi eigi hrærð verða af þúsund manna?" Svo mjög særðu þeir hana 1 píslunum eru meyjarnar naktar. Sviðsetningin er mjög sjónræn með meyna og kvalarana í miðpunkti og píslarfærin sem leikmuni. Meyjarnar eru píndar á hinn fjölbreytilegasta hátt. Þær eru brenndar á báli eða glóðum, barðar með hnefum eða svipum, stegldar og hengdar upp á hárinu, settar í ker eða katla og kaf- færðar í vellandi olíu eða biki, velt um á glóandi grjóti, hold þeirra slitið með krókum. „Þá lét Qvíncíanus dreifa hvössu grjóti á glæður og velta þar guös mey á berri á grjótinu," segir í Agötu sögu. Þegar keisarinn í Fídes, Spes og Karítas tekur „að æðast af orðum" Spesar lætur hann „setja hana í eirnökkva og hella yfir hana biki vellandi." Eftir að hafa sigrað nauðgarann í myrkvastofunni er heilög Margrét barin með vöndum „svo að blóð féll um hana", brennd með log- bröndum og kaffærð með hendur og fætur bundnar. Eftir það skipar greifinn „að hana skyldi upp festa og síðan lét hann slíta hold hennar með járnkrókum. Og svo mjög særðu þeir hana að greifinn mátti eigi á sjá og dró upp skikkjuna fyrir augu sér." Hann getur ekki horft á eigin sýningu. Svipað á sér stað í Dórótheu sögu þar sem kvalararnir slá hana „með mörgum höggum stórum, bæði hennar signaða andlit og líkama, þar til er voru svo móðir að þeir þoldu eigi lengur fyrir mæði, og svo höfðu þeir slegið hennar andlit og líkama að enginn kenn- di hana fyrir sárum og blóðrás." Píslum meyjanna fylgja jarteiknir og kraftaverk, ýmist til að snúa áhorfendum til kristni eða til að refsa þeim. Það verða landskjálftar og veggir hrynja með miklum mannskaða og píslarfærin hrökkva úr höndum kvalaranna á þá sjálfa, en fyrst og fremst birtast kraftaverkin á nöktum lík- ömum meyjanna sem stíga heilar og fagrar úr píslunum. Þegar kvalararnir hafa látið af að sjóða heilaga Dórótheu „í einum katli stórum fullum af olíum [...] þá sté hún út af katlinum svo kát og glöð sem hún hefði setið í kaldri dögg, og svo var hennar líkami sem hún hefði veriö strokin með hið besta balsam." Og þegar þeir vildu „steypa höfði" heilagrar Spesar „niður í velluna þá sprakk í sundur þetta píslarfæri, en hitan og vellan hljóp á þá er hana kvöldu og brunnu þeir, en hún var heil." Á þeirri stundu sem heilög Margrét gengur alheil úr sínum píslum „snerust til trúar fimm þúsundir manna, og hvorki taliö konur né börn." En kraftaverk guðs eru ekki einleikin, þau kynda einnig undir pyndingarnar og gera þær æsilegri. ( Barböru sögu lætur jarlinn „guðs mey færa úr fötum og berja hana með sinvöndum og hrífa snörpum hárklæðum um hörund hennar." Hún er „lengi þjáð ( þessum kvölum" og „rann blóð um allan hennar líkama". Þegar hann kemst að því að drottinn hefur birst henni í myrkvastofunni, talið I hana kjark og grætt sár hennar „reiddist hann [...] og grenjaði sem hið óarga dýr og lét halda brennandi logum að síðum henni og Ijósta hamri í höfuð henni." Meö aflimun eru meyjamar sviptar kven- leika sínum, flestar eru þær háls- hoggnar, sem er karllegur dauödagi og lita má á sem geldingar- mynd, um leiö og sveröiö sem þær heggur er dæmigert reöurtákn hins karllega valds. Hér má sjá örlög heilagrar Lústu“ Þá lét hann skera af henni þrjóstin í pyndingunum er sífellt gengið nær líkama meyjanna og kvenleika, og að lokum er ráðist að brjóstum þeirra, kventákninu sjálfu, og eru þau ýmist skorin, brennd eða tætt burt. Að því búnu eru þær leiddar á höggstokkinn og hálshöggnar. Þegar búið er að berja „heilaga mey Dórótheu með svipum vægðarlaust, svo að blóð féll um bllan hennar líkama, og með járnkömbum [...] slíta hold af beinum hennar", lætur jarlinn „eftir þetta allt saman [...] taka stór blys logandi og brenna af henni brjóstin." Guð græðir hana og hún er dæmd til dauða. Á aftökustaðnum 61

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.