19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 71

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 71
Núverandi skipan jafnréttismáia áætlanir. Þetta ákvæði setur ákveðnar skyldur á herðar stjórn- valda og er það því f verkahring Jafnréttisstofu að vera leiðbeinandi í þessu verki." Segir Valgerður að Jafnréttisstofa sé m.a. að undirbúa námskeið í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Skref fyrir skref næsta haust en á því eiga fyrirtæki og stofnanir m.a. að fá ráðgjöf varðandi jafnréttisáætlanir fyrirtækja. Spurð um fæðingar- og foreldraorlofslögin segir Valgerður að hlutverk Jafnréttisstofu sé þar ekki síst að styrkja það jákvæða í lögunum en um leið að koma í veg fyrir erfiðleika sem þeim gæti fylgt. „Við höfum m.a. haldið málþing víða um land til að kynna fæðingar- og foreldraorlofslögin," segir hún en sem kunnugt er hafa lögin m.a. gefið karlmönnum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Valgerður segir að á málþingunum hafi m.a. komið saman fólk úr heilbrigðisgeiranum, fólk úr atvinnulífinu, fólk sem starfi að jafnréttismálum og síðast en ekki síst foreldrar. „Á þessum fundum er m.a. rætt um það hvað for- eldrarnir upplifa sem hindrun þegar þeir vilja skipta með sér verkum á heimilinu og ennfremur er rætt um það hvað heilsu- gæslan geti gert til að styðja foreldra í því að vinna saman." Aðspurð segir Valgerður að feður virðist margir hverjir nýta sér þennan sjálfstæða rétt til fæðingarorlofs og að algengast sé að þeir taki orlofsmánuðinn með móðurinni. Hún bendir hins vegar á að þeir feður sem hyggist taka sér lengra frí frá vinnu en lögin gera ráð fyrir njóti ekki almenns stuðnings í samfélag- inu. Þeir fái viðbrögð á borð við: er ekki allt í lagi? Að sögn Valgerðar var starfsemi Skrifstofu jafnréttismála að hluta bundin alþjóðlegum verkefnum í jafnréttismálum. Segir hún að hið sama muni eiga viö um Jafnréttisstofu. „Island hefur í æ ríkari mæli tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum jafnréttisá- ætlunun, enda vex alþjóðastarfið ört. Jafnréttisstofa heldur utan um slíkar áætlanir hér á landi. Sem dæmi má nefna ýmis norræn verkefni, en einnig áætlanir ESB í jafnréttismálum og Daphne áætlunina, sem á að stuðla að því að uppræta ofbeldi gagnvart konum og börnum. Karlar vakna til vitundar Valgerður segir að fólk hér heima og erlendis sé að verða sér æ meövitaöra um mikilvægi þess að kynin standi jafnt að vígi á öllum sviðum þjóðfélagsins. Þetta kemur m.a. fram í jafnréttis- áætlunum sem alþjóðastofnanir, fyrirtæki og ríkisstjórnir eru í auknum mæli farin að setja sér. „Ástæða þessarar þróunar er m.a. sú að æ fleiri konur eru farnar að vera við stjórnvölinn," útskýrir Valgerður en leggur áherslu á að breytt viðhorf karla skipti þarna líka máli. „Það sem hefur verið að gerast nú á allra slðustu árum er að karlar eru að vakna til vitundar um að sækja sinn rétt, til að sinna fjölskyldunni. Þannig eru karlar farnir að taka þátt í jafnréttisbaráttunni á sínum eigin forsendum. Valgerður bendir þó á að þótt margt hafi breyst til hins betra á undanförnum árum eins og til dæmis aukin þátttaka karla í fjöl- skyldumálum og aukin þátttaka kvenna í stjórnun samfélag- anna, sé ýmislegt að koma upp á yfirborðið sem ekki geti talist til jákvæðrar þróunar. „Ég er þarna m.a. að vísa til mansalsins, þrælasölu kvenna í kynlffsiðnaðinum - og hinnar taumlausu kynferðislegu kúgunar, sem er farin að gegnsýra okkar menn- ingarheim segir hún og heldur áfram. Sala kynlífs og annað kynbundið ofbeldi hefur reyndar lengi viðgengist í einhverjum mæli en aukningin á síðustu árum er ógnvekjandi. Það er þó óskandi að aukin umræða um þessi mál verði til þess að fólk vakni til vitundar og ákveði að þetta sé ástand sem það sættir sig ekki við." Hangir allt á sömu spýtunni Valgerður segist telja að kynbundið ofbeldi sé eitt alvarlegasta birtirigarform misréttis kynjanna í dag. „Kynbundið ofbeldi er m.a. það ofbeldi, líkamlegt og andlegt, sem sumar konur búa við af hendi þeirra sem þær elska; eiginmanns, kærasta eða sambýlismanns, bróður, föður eða stjúpa; en einnig það sem birtist á svokölluðum nektardansstöðum og t.d. á netinu," útskýrir Valgerður og bendir jafnframt á að undirrót alls þessa ofbeldis sé sú sama. „Þetta hangir allt á sömu spýtunni, það er eitthvað í okkar menningu sem segir að þetta sé allt í lagi. Það er einhver rödd sem segir að það sé í lagi að karlar selji konur, kaupi þær, nauðgi þeim og kúgi þær til hlýðni. Á meðan svo er komumst við hins vegar ekkert áfram á nokkru sviði jafn- réttisbaráttunnar. Við komumst ekki fetið fyrr en við verðum öll sammála þvf að þetta er ekki f lagi. Við berum þar öll jafna ábyrgð. Við verðum að æfa okkur að segja í kón þetta er ekki í lagi. Þetta er ekki virðingu okkar samboðið. Engin heilbrigð manneskja vill í raun beita ofbeldi, né vera beitt ofbeldi." Valgerður er þeirrar skoðunar að gagnkvæm virðing kynjanna verði ekki bara til að útrýma kynbundnu ofbeldi heldur einnig til að útrýma öðru kynbundnu óréttlæti, svo sem launamun kynjanna. „Allt misrétti byggir á misvirðingu, sem er forrituð í okkur og á rætur í flóknum félagslegum og tilfinningalegum þáttum. Við náum ekki að útrýma óréttlætinu fyrr en kynin læra að bera virðingu fyrir sjálfu sér og hvort öðru," segir hún og bætir við: „Því markmiði verður að reyna að ná, m.a. með aukinni þekkingaröflun og fræðslu. Við verðum að leyfa þeim röddum að hljótna sem tala af þekkingu en ekki fordómum. Og það hlýtur að vera meginverkefni Jafnréttisstofu að leitast við að „stjórna" kór þekkingarraddanna." • 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.