19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 50

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 50
Jakkaföt dg bindi hafa mikið AÐ SEGJA Þingsályktunartiliaga um stofnun nefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum var samþykkt á vorþingi Alþingis áriö 1998. Þ>á um haustið tók nefndin til starfa undir forystu Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns en í henni áttu auk hennar sæti fulltrúar allra þingflokka, fulltrúi Skrifstofu jafnréttismála, síðar Jafnréttisstofu og fulltrúi Kvenréttindafélags íslands. Eitt fyrsta verkefni nefndarinnar var að vinna að auknum hlut kvenna á Alþingi fyrir alþingiskosningarnar 1999. Taldi nefndín sig eiga nokkurn þátt í því að hlutur kvenna varð í fyrsta sinn um 35% á Alþingi að loknum þeim kosningum. Síðan þá hefur nefndin m.a. staðið að ýmsum námskeiðum fyrir stjórnmálakonur sem kenna þeim að hafa samskipti við fjölmiðla og nýlega kom út upplýsingaþæklingur í sama tilgangi um konur og fjöl- miðla. Eftir að Siv tók við ráðherradómi í umhverfisráðuneytinu tók Hildur Helga Gísladóttir við formennsku í nefndinni. í stuttu spjalli við Örnu Schram segir Hildur Helga frá því að nefndin sé þega farin að skipuleggja aðgerðir til að hvetja konur til frekari þátttöku á bæjar- og sveitarstjórnarstiginu. Af hverju þarf að auka hlut kvenna á bæjar- og sveitarstjórnarstiginu? „Þar er hlutur kvenna víða mjög rýr og í sumum sveitarstjórnum alls enginn. Konur eru um það bil helmingur þjóðarinnar og fullu lýðræði er ekki náð fyrr en það hlutfall endurspeglast á vettvangi stjórnmálanna." Hlutur kvenna í sveitarstjórnum hér á landi er um 29%. Hversu hátt setjið þið markið fyrir næstu bæjar- og sveitarstjórnarkosningar? „Við höfum ekki beinlínis talað um að hlutfall kynjanna þurfi að vera nákvæm- lega jafnt en teljum viðunandi ef hlutur annars kynsins verði ekki undir 40%." Hvernig hefur nefndinni og hennar störfum almennt verið tekið hér á landi? „Yfirleitt vel. Þó verð ég að segja að mér finnst jafnréttisbaráttan heldur hafa verið á undanhaldi hjá ungu fólki að undanförnu. Ungu fólki, þ.e. fólki innan við þrítugt, finnst oft sem það þurfi ekki á slíkri baráttu að halda. Það telur að ungar stúlkur hafi alveg sömu tækifæri og ungir strákar. En það er ekki alveg rétt. Því miður. Ég finn sérstaklega fyrir þvf á sveitarstjórnarstiginu þar sem ég hef star- fað. Þar er ekki eins mikið mark tekið á ungum konum og ungum körlum. Jakkaföt og bindi hafa bara enn ofboöslega mikið að segja. Og það eru ekki bara karlarnir sem taka minna mark á konum. Þetta á llka við um konur." j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.