19. júní


19. júní - 19.06.2001, Side 33

19. júní - 19.06.2001, Side 33
Hefur ekkert BREYST Á 1 □□ ÁRUM? Eftir Elínborgu Sturludóttur B.A. í heimspeki og nema í guðfræði við Háskóla íslands Síðastliðið sumar las ég smásögu í kvennablaðinu Framsókn sem gefið var út á Seyðisfirði um þarsíðustu aldamót. Sagan fjallar um ástir og örlög ungrar bláfátækrar stúlku, sem var svo heppin að vera gullfalleg. Ungur efnaður menntamaður var trúlofaður henni, en nokkru fyrir brúðkaup þeirra veikist stúlkan af bólu og verður svo grátt leikin af sjúkdómnum að öll hennar fyrri fegurð hverfur. Stúlkan skrifar unnustanum og leggur til að þau slíti trúlofuninni, vegna þess að: „Það er eigi manninum nóg að kona hans sje hans trúasti ráðunautur og bezta aðstoð i lífinu", sagði hún „hún verður einnig að vera mesta skartið á heimilinul... Það nægir honum eigi að hún sje góð og hrein sem gull, hún verður líka að hafa gullsins Ijóma og fegurð! Guð er ekki aðeins upphaf lifsins heldur líka fegurðarinnar." Ég varð bálvond þegar ég las þessa sögu. Bæði vegna þess að siðferðilegur boðskapur sögunnar er sá að ágæti stúlkunnar sé fólgið í því að hún fórni hjónabandinu vegna þverrandi fegurðar sinnar, og þess að engin spurningamerki eru sett við það óréttlæti að fegurö kvenna sé eini möguleikinn til að frelsast frá fátækt. Þessi saga gróf um sig í huga mínum og rifjaðist upp fyrir mér í vetur þegar ég sá mynd af berbrjósta „gullfallegri" stúlku í pinkulitlum nærbuxum í þýsku sjónvarpsauglýsingablaði. Með þessari „fallegu" blómarós á myndinni var ungur og „myndar- legur" karlmaður. Munurinn á ungu konunni og karlmanninum var sá að hún var ekki í neinu nema brókum, en karlmaðurinn var í jakkafötum, hvítri skyrtu og með bindi. Það var verið að auglýsa spurningaþátt í sjónvarpinu þar sem hægt er að freista gæfunnar og verða milljónamæringur ef þátttakendum tekst vel upp. Karlmaðurinn átti augljóslega að hafa komist í álnir við að svara öllum spurningum þáttarins rétt. Stúlkunni voru lögð þau orð í munn, að „þarna væri hún á réttum stað", sem sagt í faðmi hins efnaða manns. Mannkostir hans voru fólgnir f efnum hans, kvenkostir hennar í kynþokkanum. Þegar ég sá þessa auglýsingu rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds og enn á ný fékk ég staðfestingu þess hvað jafnréttisbaráttan er skammt á veg komin. Myndin sem var birt af kynjunum í auglýsingunni var sú að konan var nakin og minnimáttar en karlmaðurinn klár, traustvekjandi og í öllum fötunum. Kvenlíkaminn hefur óralengi verið hlutgerður á marga vegu og þvl fer fjarri að úr þessu hafi dregið síöustu ár þrátt fyrir jafn- réttisbaráttu, aukna menntun og aukið fjárhagslegt sjálfstæði kvenna á Vesturlöndum. Kvenleg fegurð er skilgreind út frá hugmynd okkar um kvenlíkamann og hvernig hann „eigi" að vera. Það er staðreynd sem ekki þarf að fjölyrða um að hugmyndin um hinn „fullkomna" líkama er stjórnað af duttlungum tískunnar og gróðasjónarmiðum markaðshyggjun- nar. Þetta eru áhrifavaldar sem ég tel að konur eigi ekki að sætta sig við að beygja sig undir. Ofuráhersla á líkama konun- nar hefur til dæmis birst í því markmiði að halda sér grönnum og spengilegum og í toppformi sama hvað leggja þarf á sig. í þessu kapphlaupi við að halda sér grönnum og sætum hefur heilbrigði kvenna og jákvæðri afstöðu til eigin líkama algerlega verið gefið upp á bátinn með þeim afleiðingum að margar konur þjást af átröskunum sem eru svo alvarlegar að þær geta dregið þær til dauða. Gleggst birtist hin hlutgerða afstaða til kvenlíkamans í brjóstastækkunum og fitusogi sem fleiri og fleiri íslenskar konur velja að gangast undir, til að uppfylla algerlega þá fegurðarkröfu sem samfélagið gerir til þeirra. Tll að réttlæta svokallaðar .„fegrunaraðgerðir" hefur verið gripið til þeirrar rök- semdar að þessar aðgerðir auki sjálfsöryggi kvenna og þannig er látið í veðri vaka að aðgerðirnar séu á forsendum kvenna. En hver kom því inn í huga kvenna að brjóstin á þeim væru ekki nógu falleg og lærin á þeim of stór? Að gefnu tilefni var þetta gert að umræðuefni í Veru í vetur og þar var bent á þá ógn sem heilsu kvenna stafar af brjóstastækkunum. Það er sýnt að þeirri kvenfmynd sem haldið er á lofti í íslen- sku samfélagi um þessar mundir skaðar sjálfsmynd kvenna. Þessi kvenímynd gerir lítiö úr konum, rýrir virðinguna fyrir kven- líkamanum og viðheldur stöðluðum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Það er á ábyrgð okkar, sem erum fullorðin, að ala börnin okkar, stráka og stelpur, upp við að virða hvert annað, sama hvernig við lítum út. Nauðsynlegt skilyrði fyrír heilbrigðu samfélagi, sem tekst að virkja og nýta hæfileika og krafta þegnanna á sem uppbyggilegastan hátt, er að allir þegnar sam- félagsins fái að njóta sín. Konur fá ekki að blómstra sem sterkar, sjálfstæðar og heilbrigðar manneskjur á meðan litið er jafn neikvæðum augum á líkama þeirra og raun ber vitni og „fegurð" þeirra er gerð að skilyrði fyrir velgengni og því að mark sé á þeim tekið. Ef við tökum ekki saman höndum um að snúa þessari öfugþróun við, munum við standa í sömu sporum á þessari öld og 1897 þegar fegurðin var eini möguleiki kvenna til að frelsast frá fátækt og það með því að giftast til fjár! 31

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.