19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 48

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 48
Ólöf: Já, við lentum í því að stofan brann í ársbyrjun 1998. Við vorum með mörg, stór og mjög áhugaverð verkefni í gangi en bruninn setti starfsemina gjör- samlega úr skorðum. Þetta kostaði mikla og langa baráttu. Við vorum tölvulaus, húsnæðislaus og án allra okkar hluta vikum saman. Við fluttum milli fundarsala hjá velviljuðum fyrirtækjum fjórum sinnum á fimm vikum. Við vorum fulltryggð en í augum tryggingarfélagsins vorum við trúlega ómerkilegur kvendútlvinnu- staður sem hvorki þurfti tæki né húsnæði. Án tölva vinnur engin auglýsinga- stofa, ekki heldur þótt henni sé stjórnað af konum. Þetta er eins og atvinnubíl- stjóri hefði engan bíl til að vinna á, það er einfaldlega ekki hægt. Við þurftum að berjast fyrir hverju tæki og hverri krónu. í það heila tók þetta rúmlega tvö ár. Ragnheiður: Það er hins vegar ótrúlegt að hugsa til þess að við skyldum ekki missa einn einasta starfsmann á meðan þessi ósköp gengu yfir. Erfiðleikarnir þjöppuðu bara mannskapnum saman og allir virtust ákveðnir f að standa erfiðleikana af sér. Það var líkt og fólk hefði ekki tíma til að meta áfallið sem það hafði orðiö fyrir. Áhrifin komu fyrst í Ijós ári síðar. Ólöf: Það er í raun kraftaverk hvað þetta gekk miðað við þau frumstæðu skilyrði sem við þurftum að vinna við. Hvarflaði það aldrel að ykkur að loka fyrirtækinu á þessum tímapunkti og fara að vinna aftur hjá öðrum aðilum? Ragnheiður: Nei, í raun ekki. Við vorum allan tímann harðákveðnar í að láta ekki deigan síga þótt þetta hafi vissulega sett stórt strik í reikninginn. Ólöf: Þótt ástandið tæki vissulega kraft frá okkur vorum við sammála um læra af þessari reynslu og standa enn sterkari á eftir. Þegar upp er staðið hefur það tekist. Mikilsvert er að við héldum meirihluta viðskiptavinanna sem sýnir að þeir misstu aldrei trúna á okkur. _________________________________________________________________________________________________________________________________________________ Hvernig hafa menn tekið því að stofan sé með konur í forystu? Ólöf: Við erum tvær konur og einn karl sem eigum stofuna núna. Þar að auki höfum við nú styrkt jafnvægiö í forystunni með því að ráða karlframkvæmda- stjóra á viðskiptasviðið. Kynin eru ólík, með ólíkar aðferðir og áherslur. Ég tel æskilegt að vinnustaður af þessu tagi sé blandaður með tilliti til kyns, aldurs, reynslu og þekkingar og reyndar fleira. Ég tel að þannig séum við vænlegri til árangurs og þjónum betur fjölbreyttum markmiðum viðskiptavina. Ragnheiður: Samt sem áður er enn talað um stelpurnar á Hér og Nú þótt hér starfi auðvitað líka karlar og stundum hafi þeir verið í meirihluta. Hafið þið fundið fyrir því að konur í stjórnunarstöðum leiti mikið til ykkar? Ólöf: Flestir viðskiptavina okkar eru karlmenn. Ætli það sé ekki í samræmi við þversniöiö í atvinnulifinu. Karlar í stjórnunarstööum eru auðvitað miklu fleiri en konur. Hefur Hér og Nú komið eitthvað nálægt jafnréttismálum? Ólöf: Já, við höfum alltaf verið tilbúin til að Ijá jafnréttisbaráttunni krafta okkar. Þekktasta verkefni okkar í þeim efnum er trúlega herferðin um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þverpólitísk nefnd skipuð af félagsmálaráðherra fékk okkur til liðs við sig. Það var verulega ögrandi verkefni og gaman að takast á við. Með litlu fjármagni var okkur ætlað að ná stórum árangri. Það var vissulega mikið í húfi eins og oft í okkar vinnu. Víð lögðum mikla vinnu í verkið, auðvitað langt umfram það sem hægt var að 46 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.