19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 23

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 23
til. Hugarfarsbreytingu þyrfti, en mér finnst ég samt ekki hafa fundið fyrir henni að marki fyrr en á allra síðustu árum. Samt er liðinn aldarfjórðungurfrá setningu laganna. Við getum tekið launamuninn sem dæmi. Ég skil ekki hvers vegna hann hefur ekki enn verið afnuminn, en hann var meðal þess sem við héldum að yrði auðveldast að breyta. Fullt jafnrétti byggist ekki síst á því að konur verði fjárhagslega sjálfstæðar, en meðan laun þeirra eru lægri gengur það auðvitað treglega." Hún segir jafnréttislögin vera í sifelldri endurskoðun og aðlögunin hafi vonandi áhrif á virkni þeirra. „Auðvitað hefur margt breyst til batnaðar. Einnig má nefna að fólk er orðið mun meðvitaðra og óhræddara um að sækja rétt sinn. Þetta á bæði við um karla og konur. Og innan lögfræðinnar hefur meira að segja myndast nýtt svið, kvennaréttur, sem ekki var til þegar ég byrjaði í Háskólanum, en hefur reyndar verið við lýði í útlöndum um ára- bil. Það er margt spennandi að gerast og satt að segja öfunda ég unga laganema í dag. Nú er Ifka mun auðveldara en áður að fá námslán og halda utan í framhaldsnám. Nemendur nýta sér það í ríkum mæli, sem er vel, þar sem straumar erlendis frá hljóta að flýta fyrir breytingum hér heima." Kynjakvóti er engin töfralausn Guðrún hefur sem fyrr greinir varðað leið kvenna með ýmsum hætti á starfsferlinum og því liggur beint við að spyrja hvort hún líti á sig sem brautryðjanda. Hún tekur sér langan um- hugsunarfrest. „Ég veit það ekki. Það hlýtur að vera metnaður hvers manns að ná eins langt og hann getur og að vera fyrsta konan í sæti hæstaréttardómara er óneitanlega ákveðið brautryðjandastarf. Það hefði samt sem áður átt að gerast miklu fyrr, ég fer ekki ofan af því. Annars er þetta bara mín vinna og ég hef ekki fundið sérstaklega fyrir því að vera í sérstöðu." Þegar spurt er hvort fyrirmyndir komi raunverulega að gagni í réttindabaráttu kvenna, kinkar hún kolli. „Jú, fordæmi hafa að mínu mati visst gildi, í það minnsta í sumum tilfellum. Ég er til dæmis sannfærð um að seta Vigdísar Finnbogadóttur á forsetastóli hafði gildi fyrir bæði stúlkur og pilta. En það þarf meira til. Það þarf hugarfarsbreytingu og það þarf fordæmi frá degi til dags inni á heimilunum og í skólum. Barnabækur þar sem Stína situr og saumar og Jói smíðar, eru lítið en augljóst dæmi,“ segir hún og ítrekar að hafa þurfi fyrir börnum sem fjölbreyttastar fyrirmyndir kynja í ólíkum störfum q>g stöðum. „Auk þess má nefna ýmsar starfsgreinar þar sem enn hallar á annað kynið. Eins og við höfum talað um, hefur hlutfallið ( lagadeild breyst frá því að vera 100/0 í að vera 50/50, þótt það hafi tekið sinn tíma. Af öðrum sviðum get ég nefnt leikskóla- og grunnskólakennara, þar hallar verulega á þótt það sé á annan veg. Enn er mikill kynjamunur í verkfræðideild og þá getum við líka alveg eins nefnt sjómennskuna. En gleymum því samt ekki að fólk hefur mismunandi áhugamál og mér finnst fráleitt að pína konur á sjóinn ef þær langar ekki til þess. Jafn rangt er að pína karla til starfa á leikskólum eða sjúkrahúsum - þeir verða að hafa á því áhuga." Hún kveðst ekki vera mikiö fyrir kynjakvóta, en segist þó skilja þá sem telja það einu leiðina. „Ég hef talið vænlegra að fá breytingar í gegn með hugarfarsbreytingu - jafnvel þótt það taki lengri tíma." Tvö kvenvitni gegn einum karli Á kvennafundinum fræga á Lækjartorgi haustið 1975 var Guðrún kynnir og segir ógleyman- legt að hafa fengið að standa þar í hringiðu atburðanna. Margt telur hún hafa áunnist á áratugunum sem síðan eru liðnir, í stóru og smáu. „Menntun kvenna hefur batnað og þær eru líka duglegar við að miðla þekkingu sinni. Þegar málþing eða ráðstefnur eru auglýstar í blöðum, renni ég alltaf yfir nöfn frummælenda til þess að sjá hversu margir þeirra eru konur. Þetta geri ég alveg ósjálfrátt, af gömlum vana," segir Guðrún og brosir. „Og ég tek eftir því að þeim hefur fjölgað. Þær eru líka óhræddari við að koma í viðtöl í fjölmiðlum, þær skrifa meira í blöðin og eru í stuttu máli orönar meira áberandi - í góðri merkingu." Jafnréttiskrafan á þó enn langt i land með að verða viðurkennd á heimsvisu og í Ijósi þess mega islenskar konur að sögn vel við una. Guðrún hefur setið í stjórn Alþjóðasambands kvendómara sem kemur saman þriðja hvert ár og beitir sér fyrir rétti og virðingu kvenna. „Við höfum unniö mikið gegn ofbeldi á heimilum og gegn hvers konar þrælkun kvenna. Sambandið var ekki síst stofnað til þess að styðja við bakið á kvendómurum í þeim löndum þar sem framlag kvenna er ekki metið að verðleikum. í ýmsum Asíulöndum er ástandið til dæmis þannig, þegar kemur að réttarhöldum, að vitnisburður karla vegur tvöfalt meira en vitnisburður kvenna. Þess vegna þarf ævinlega tvö kvenvitni á móti einum karli. Kvendómurum ( slíkum löndum höfum við sent fræðsluefni, haldið fyrir þær fyrirlestra og gert sitthvað fleira til þess að upplýsa þær og hvetja til dáða. Það ber vonandi ávöxt, því upplýsing er forsenda títtnefndrar hugarfarsbreytingar sem allar góðar breytingar og umbætur spretta af." •
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.