19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 20
Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur 77 ÞETTA ER ALLT I ATTINA íí Hún varð fyrst kvenna hæstaréttardómari á íslandi og fyrst kvenna forseti Hæstaréttar. Hún var fyrsti formaður Jafnréttisráðs og kynnir á hinum sögufræga útifundi á Lækjartorgi 1975 þegar konur lögðu niður vinnu. Þetta eru óvenju margir toppar á ferli einnar konu, en Guðrún Erlendsdóttir hefur þó ekki fyrir sið að hreykja sér. Hér lítur hún yfir farinn veg með 19. júní. Dyrnar að húsi Hæstaréttar líta út eins og veggur. Enginn hurðarhúnn. Þær opnast sjálfkrafa og fyrir innan þær er allt nýtt og hátíðlegt fyrir gest sem ekki hefur áður átt þangað erindi. Gangarnir í húsinu eru ekki beint langir, en eftir því sem lengra er komið inn eykst tilfinningin fyrir þvi að aldrei verði hægt að rata út aftur. Þetta er ókunnugt hús. Og þó. Þegar komið er inn á skrifstofu Guðrúnar Erlendsdóttur verður umhverfið allt í einu notalegt. Vegvillur hætta líka að vera áhyggj'uefni, því að heimsókn lokinni fylgir Guðrún til dyra. Eins og íslensk húsfreyja. Á leiðinni áttar gesturinn sig á því að húsið er fallegra en það sýndist. Hæstaréttardómari með varalit Nú eru liðin slétt fimmtán ár frá því Guðrún Erlendsdóttir var skiþuð dómari í Hæstarétti Islands, fyrst kvenna. Það var 1. júlt 1986 en áður hafði hún verið settur dómari við réttinn um níu mánaða skeiö á árunum 1982 - 3. Hún hefur nú lengstan starfsaldur hæstaréttardómara og varð auk þess elst að lífaldri eftir að Hjörtur Torfason lét af starfi í vetur. Sæti hans tók Ingibjörg Benediktsdóttir, sem þar með er önnur konan til þess að taka sæti i réttinum sem starfræktur hefur verið siðan 1920. „Við þekkjumst frá fyrri tíð, við Ingibjörg, og það er afskaplega gott að fá hana hingað," segir Guðrún brosandi og sest bakvið skrif- borð sitt. „í fyrstu fannst mér veran í Hæstarétti dálítið einmanaleg, ef ég á að segja eins og er. Svipað og í lagadeildinni á sínum tíma þar sem ég fór hálf- partinn með veggjum í aðalbyggingu Háskólans, enda iðulega eina stúlkan í tímum. Mér fannst ég oft eiga fáa sálufélaga í náminu. Þegar ég gerðist síðar kennari við lagadeildina, man ég hvað ég öfundaöi stelpurnar af félagsskapnum sem þær höfðu hvor af annarri - þá voru þær orönar svo miklu fleiri." Guðrún segist þó ekki hafa veriö lengi utangátta í húsakynnum Hæstaréttar þar sem starfsfélagarnir tóku henni vel. „í réttinum er mjög góður andi og mér finnst þetta allt hafa gengiö vel. Reyndar er mjög mikilvægt að gott traust ríki milli dómaranna, því Hæstiréttur vinnur eins og einn maður. Við sitjum á sameigin- legum fundum dagana langa og til þess að innsigla liðsheildina heilsumst við með handabandi á hverjum morgni. Þetta er alls staðar venja hjá hæstaréttar- dómurum og staðfestir að við látum allan hugsanlegan ágreining gærdagsins lönd og leið og mætum nýjum vinnudegi með opnum huga.“ Kvendómarinn fyrsti er fyrir löngu fallinn inn í hópinn, en Guðrún rifjar upp þegar hún gekk í fyrsta sinn í dómssal með starfsbræörum sínum í réttinum, samkvæmt gild- andi reglum. „Forseti réttarins gengur ævinlega fremstur og yngsti dómarinn aftast. En þar sem við stöndum öll þarna í röð þyrmir allt í einu yfir mig og mér finnst ég nauösynlega þurfa að varalita mig. „Bíðiði aðeins," kalla ég og dreg upp varalitinn. Þá sneru allir dómararnir sér við og horfðu í forundran, því þetta var eitthvaö sem aldrei hafði gerst. Að hæstaréttardómari skyldi þurfa að mála á sér varirnar!" Hún hlær að þessari minningu og bætir við að töfin hafi aðeins orðið óveruleg. Hlaupið yfir kaflann um kynferðisbrot Guðrún gegnir á þessu starfsári embætti varaforseta Hæstaréttar, og mun því sam- kvæmt venju taka við embætti forseta næst. „Það er að segja ef þeir kjósa mig, dómar- arnir," segir hún kankvíslega. Verður það þá í annað sinn sem hún gegnir starfi for- seta Hæstaréttar, en í fyrra sinnið braut skipan hennar blaö í sögu réttarins. Árið var 1991 og aldrei áður hafði kona verið kjörin forseti Hæstaréttar íslands. Tímabilið var að auki merkilegt í kvennasögulegu Ijósi, því á sama tíma var Vigdís Finnbogadóttir forseti lýðveldisins. „Það var einmitt eitt af mínum ánægjulegustu verkefnum, að fá að setja Vigdísi Finnbogadóttur í embætti forseta árið 1992, en þá var hún að hefja sitt þriðja tímabil í starfi. Salóme Þorkelsdóttir var þá forseti Alþingis, þannig að þetta var söguleg stund," segir Guðrún. Enn fjölgaði konum í lykilstöðum árið 1994 þegar Ingibjörg Sólrún Gisladóttir var kjörin borgarstjóri í Reykjavík. Þessi skipan mála vakti á sinum tíma talsverða athygli heimspressunnar og birtust margar greinar um hlut kvenna í stjórn landsmála á íslandi. „Já, sá eini sem ekki var kona í hópi æðstu ráðamanna þessi ár, varforsætisráðherrann," segir Guðrún og kveðst vel muna eftir þeirri athygli sem þetta valdamynstur vakti erlendis. En það er ekki bara með setu sinni í Hæstarétti sem Guðrún hefur tekiö þátt í að hnika til kynjahlutföllum. Þegar hún hóf nám við lagadeild árið 1956 var hún önnur tveggja kvenna og var eina konan í útskriftarhópnum árið 1961 - þá fimmta konan frá upphafi til þess að Ijúka lagaprófi frá Háskóla fslands. „Lögin um jafnan rétt karla og kvenna til náms voru sett árið 1911 en þrátt fyrir það leið mannsaldur þar 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.