19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 38

19. júní - 19.06.2001, Qupperneq 38
á því hvernig karlar upplifa það að starfa innan þessarar kvennagreinar. Fyrir sjö árum skrifaði Dagur Benediktsson B.S. ritgerð í hjúkrunarfræði sem fjallaði um hagi karlmanna í hjúkrun á íslandi og viðhorf þeirra til starfsins. Fróðleg niðurstaða var að þeir karlar sem þarna voru starfandi voru almennt ánægðir með starfið og umkvörtunarefnin voru sárasvipuð og umkvörtunarefni þeirra kvenna sem starfa á þessum vettvangi. Þó skáru þeir sig frá hvað það varðar að rúmur þriðjungur taldi að því fylgdi andlegt álag að vera karlmaður í kvennastétt. Flelmingur svarenda taldi sig líka hafa orðið vara við fordóma í starfi sínu, sem tengdist kynferði þeirra. Þeir voru til dæmis „grunaðir" um að vera samkyn- hneigðir. Karlmaður í umönnun getur varla haft kynferðislegar tilhneigingar til kvenna, hvernig svo sem menn fá það dæmi til að ganga upp. Þeir upplifðu líka að eiga að vera að störfum frekar sem staðalmynd karls heldur en sem menntaðir hjúkrunarfræðingar. Þeir áttu að vera þessir „sterku," þeir sem lyftu þvi sem var þungt, sneru þungum sjúklingum og þess háttar. Buröarkarlar frekar en hjúkrunarfræðingar. Það rifjast upp umkvartanir kvenna sem með langt og mikið nám að baki uppgötvuðu að þegar þær komu inn á hefðbundinn karlavinnustað áttu þær að taka að sér húsmóðurhlutverkið, hita kaffi, sjá um bakkelsið og slíkt. Að auki áttu þær náttúrlega að vera fríðar og föngulegar, „augnayndi" frekar en samstarfsmenn. Ef einhver þessara karla sem unnu sem hjúkrunarfræðingur var valinn til ábyrgöar vöknuðu strax grunsemdir hjá öðrum um að þar réði kynferði frekar en hæfileikar og dugnaður. Undir slikar grunsemdir hefur líka markvisst og meðvitað verið ýtt frá mörgum hliðum með tali um að karlar í kvennastörfum ættu svo auðvelt með að ná stjórn- unarstöðunum og endursköpuðu samfélagslega stöðu kynjanna. Þegar þetta var sérstaklega athugað varðandi leikskóla- kennara í Noregi kom í Ijós að vissulega voru hlutfalls- lega fleiri karlar í stjórnunarstöðum en fjöldi þeirra meðal leikskólakennara gaf tilefni til. Þegar hins vegar var tekið tillit til starfshlutfalls, hvort menn voru í hlutastörfum eða fullu starfi, þá hvarf þessi munur. 36 Enn rifjast það upp að hafa heyrt „orðróm" um konur, sem náðu langt í karlagreinum, að þar hafi nú daður við yfirmenn engu spillt. Ef ekki var gengið enn lengra og gefið í skyn að þær hefðu nú ekki látið staðar numið við daðrið. Kynferði virðist svo ríkjandi þáttur í hugsun um einstaklinga að mjög fljótlega er gripið til þess ef þarf að skýra einhvern þátt í persónu- leikanum eða einhver atriði í tilveru viðkom- andi, svo sem starfsframa eða skort á honum. Fjölskylduábyrgðin Sú samfélagslega mismunun sem hefur þó sennilega verið algengust í lífi karla snýr að möguleikum þeirra til fjölskyldulífs. Eins og nefnt var í upphafi hefur lengi ríkt það viðhorf að körlum beri fyrst og síðast að sjá um efnis- lega framfærslu fjölskyldunnar en konan sér um umhyggju- og tilfinningaþáttinn. Oft hefur þetta verið nefnt forréttindi karla og má ef til vill til sanns vegar færa, þó ég efist nú æ oftar um það. Þegar konur héldu út á vínnumarkaðinn á sjöunda og áttunda áratug tuttugustu aldar- innar breyttist þetta atriði í reynd lítið. Konurnar voru í láglaunastörfum, framfærsluskyldan var enn karlanna og konurnar voru heima með litlum börnum, fóru heim þegar börnin voru veik, unnu hlutastörf oggerðu aðrar ráðstafanir til að halda áfram sínu umönnunarhlutverki innan veggja heimilisins. Karlar sem vildu axla ríkari hluta umhygg- junnar og skapa traustari tilfinningasamband við börnin voru gerðir hlægilegir og urðu fyrir beinum ofsóknum. Ekki eru nema nokkur ár Hugmyndaríkar konur... ... athugið! O BRAUTARGENGI ímpra L Landsbanki Islands Impra - þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja heldur námskeióió Brautargengi fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin atvinnurekstur. Markmið námskeiösins er að þátttakendur: • skrifi viðskiptaáætlun • kynnist grundvallaratriðum stofnunar fyrirtækis • öðlist hagnýta þekkingu á þeim þáttum sem koma að fyrirtækjarekstri, s.s. stefnumótun, markaösmálum, fjármálum og stjórnun. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum, verkefnatímum og persónulegri handleiðslu. Tímabil: 15. vikur (einn eftirmiðdagur i viku) Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Impru, löntæknistofnun, í símum 570 7268/570 7100 eða innritun@iti.is. Takmarkaðurfjöldi. Þátttakendur á Brautargengi eru styrktir af eftirfarandi sveitarfélögum: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.