19. júní


19. júní - 19.06.2001, Side 10

19. júní - 19.06.2001, Side 10
Eftir Gunnar Hersvein heimspeking og blaðamann S J / I □ SLÆÐU DANS AUGLYSINGU I N N M Ef hún vildi dansa fyrir sig Sjö slæðu dansinn mætti hún biðja hann hvers sem hún óskaði sér. M.D. Mascetti Greina má endurkomu gálunnar í tveimur nýjum íslenskum auglýsingaherferöum. Tálkvendið var algeng sjón í auglýs- ingum á sjöunda áratugnum, en arfmynd hennar er Salóme sem þurfti að fella sjö slæður í dansi og opinbera nekt sína til að fá karlana til að gera eitthvað fyrir sig. Myndlestur, grein- ing og túlkun, á íslensku auglýsingunum sýnir að bak við svalt yfirborðið leynist gamaldags og úrelt hugsun um kynin. Hópur fagfólks skapar sérhverja auglýsingu; textagerðarmaður, útlitshönnuður, Ijósmyndari, myndlistarmaður, hugmyndasmiður - hópurinn íhugar, vegur og metur - hann hugsar, og hann hugsar skýrt því miklir peningar eru í húfi. Auglýsingin höfðar svo til ákveðins markhóps og hún þarf að komast yfir þrjá þröskulda; athygli, löngun/áhugi, hegðun. Hún þarf að ná athygli viðskipta- vinarins, vekja með honum löngun eða áhuga og fá hann til að gera eitthvað eins og að kaupa vöru eða foröast eitthvað. Mér finnst ósanngjarnt að saka auglýsingafólk og kaupendur þeirra um að hugsa ekki um merkingu auglýs- inganna og skilaboðin sem í þeim felast. Auglýsingaherferð stendur yfir ákveðið tímaskeið, viku eða mánuð, og þegar öflug fyrirtæki leggjast i herferð komast fáir hjá því að bera verkin augum. Veruleik- inn er bókstaflega veggfóðraður; auglýs- ingaskilti, strætó, strætóskýli, blöð, tímarit, sjónvarp, útvarp - og af þeim sökum finnst mér að það ætti undanbragðalaust að kenna auglýsingalestur strax í grunn- skólum og svo aftur í framhaldsskólum. Auglýsingar eru hluti borgarmyndarinnar, ásýndarinnar. Auglýsingar gegna svo veiga- miklu hlutverki i samfélaginu að frjálsir fjöl- miðlar, fjórða valdið, þrífast ekki án þeirra. Morgunblaðið kæmi ekki út, ekki DV, ekki Fréttablaöið, Stöð tvö væri ekki með útsendingar, ekki Skjár einn heldur - og af þessum sökum finnst mér að stunda ætti kraftmikla auglýsingagagnrýni í fjölmiðlum. Mér finnst jafnslæmt að sjá fordóma í verkum auglýsingagerðafólks eins og hjá blaðamönnum, eða er ábyrgð þeirra minni?" Auglýsingar eru ákveðin tegund af fréttum. Ný föt eru kynnt, ný tæki(færi), þær eru fréttir handa neytendum. 8

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.