19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 10
Eftir Gunnar Hersvein heimspeking og blaðamann S J / I □ SLÆÐU DANS AUGLYSINGU I N N M Ef hún vildi dansa fyrir sig Sjö slæðu dansinn mætti hún biðja hann hvers sem hún óskaði sér. M.D. Mascetti Greina má endurkomu gálunnar í tveimur nýjum íslenskum auglýsingaherferöum. Tálkvendið var algeng sjón í auglýs- ingum á sjöunda áratugnum, en arfmynd hennar er Salóme sem þurfti að fella sjö slæður í dansi og opinbera nekt sína til að fá karlana til að gera eitthvað fyrir sig. Myndlestur, grein- ing og túlkun, á íslensku auglýsingunum sýnir að bak við svalt yfirborðið leynist gamaldags og úrelt hugsun um kynin. Hópur fagfólks skapar sérhverja auglýsingu; textagerðarmaður, útlitshönnuður, Ijósmyndari, myndlistarmaður, hugmyndasmiður - hópurinn íhugar, vegur og metur - hann hugsar, og hann hugsar skýrt því miklir peningar eru í húfi. Auglýsingin höfðar svo til ákveðins markhóps og hún þarf að komast yfir þrjá þröskulda; athygli, löngun/áhugi, hegðun. Hún þarf að ná athygli viðskipta- vinarins, vekja með honum löngun eða áhuga og fá hann til að gera eitthvað eins og að kaupa vöru eða foröast eitthvað. Mér finnst ósanngjarnt að saka auglýsingafólk og kaupendur þeirra um að hugsa ekki um merkingu auglýs- inganna og skilaboðin sem í þeim felast. Auglýsingaherferð stendur yfir ákveðið tímaskeið, viku eða mánuð, og þegar öflug fyrirtæki leggjast i herferð komast fáir hjá því að bera verkin augum. Veruleik- inn er bókstaflega veggfóðraður; auglýs- ingaskilti, strætó, strætóskýli, blöð, tímarit, sjónvarp, útvarp - og af þeim sökum finnst mér að það ætti undanbragðalaust að kenna auglýsingalestur strax í grunn- skólum og svo aftur í framhaldsskólum. Auglýsingar eru hluti borgarmyndarinnar, ásýndarinnar. Auglýsingar gegna svo veiga- miklu hlutverki i samfélaginu að frjálsir fjöl- miðlar, fjórða valdið, þrífast ekki án þeirra. Morgunblaðið kæmi ekki út, ekki DV, ekki Fréttablaöið, Stöð tvö væri ekki með útsendingar, ekki Skjár einn heldur - og af þessum sökum finnst mér að stunda ætti kraftmikla auglýsingagagnrýni í fjölmiðlum. Mér finnst jafnslæmt að sjá fordóma í verkum auglýsingagerðafólks eins og hjá blaðamönnum, eða er ábyrgð þeirra minni?" Auglýsingar eru ákveðin tegund af fréttum. Ný föt eru kynnt, ný tæki(færi), þær eru fréttir handa neytendum. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.