19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 29

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 29
Unnið að siðareglum hjá ÍSÍ Kristinn Reimarsson, sviðsstjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs fbrótta- og Ólympíusambands íslands, segist aðspurður um niðurstöður umræddrar könnunar hafa átt von á því að kynferðisleg áreitni ætti sér stað í íþróttum hér á landi eins og annars staðar. Það sem kom honum þó á óvart var hver- su hlutfallslega færri konur hefðu svarað því játandi að þær hefðu orðið fyrir tilfinningalegri eða sál- fræðilegri áreitni á móti því hversu margar hefðu sagt að þær hefðu orðið fyrir líkamlegri áreitni. Þær Ingibjörg og Hanna hefðu stuðst við sambærilega skilgreiningu á kynferðislegri áreitni og notuð var í samskonar könnun í Noregi en þar hefði niðurstaðan verið á hinn veginn þ.e. fleiri höfðu orðið fyrir tilfinningalegri áreitni en líkamlegri. Þegar Kristinn er inntur eftir hugsanlegum skýringum á þessum ólíku niðurstöðum milli landanna segir hann: „Ein skýring getur verið sú að þátttakendur í könnuninni hafi litið svo á, þrátt fyrir skilgreininguna, að það t.d. að gera lítið úr kynferði þeirra með því að segja að „knattspyrna er ekki fyrir konur" sé einfaldlega ekki kynferðisleg áreitni." Kristinn segir að ÍSÍ hafi verið með ákveðnar siðareglur fyrir þjálfara í undirbúningi undanfarna mánuði til að koma til móts við einstök atvik sem upp hefðu komið í tengslum við þjálfara. Til að mynda því að þjál- fari hefði verið að selja börnum og unglingum fæðubótarefni og sjálfur hagnast á því í svokallaðri pýramídasölu, og sömuleiðis notkun barna- og unglingaþjálfara á tóbaki og áfengi f tengslum við íþróttaiðkanir. „Við höfum þvf verið að vinna að siðareglum fyrir þjálfara óháð umræddri rannsókn en munum líklega taka niðurstöður hennar inn í þá vinnu,“ segir Kristinn ennfremur þegar hann er spurður að því hvernig ÍSÍ muni bregðast við niðurstöðum könnunarinnar. Kristinn segir einnig að f þeirri vinnu verði litið til tillagna Ingibjargar og Hönnu að siðareglum fyrir þjál- fara. Aðspurður segir hann að engin formleg kvörtun eða upplýsingar hafi komið inn á borð ÍSÍ um kynferðislega áreitni í fþróttum á þeim tveimur árum sem hann hafi starfað hjá sambandinu. Kristinn bendir á að ekki komi fram í rannsókninni hvar hin kynferðislega áreitni hafi átti sér stað og því sé ekki vitað hvort hún tengist íþróttaæfingunum sjálfum eða hvort hún tengist ferðalögum, partíum eða öðrum stöðum sem tengjast félagslegu hlið íþróttastarfsins. Hann telur þó aðspurður ekki útilokað að þessi þáttur verði rannsakaður sérstaklega, þ.e. það verði kannað frekar hvar áreitnin eigi sér stað. „Þessi rannsókn um kynferðislega áreitni var unnin að okkar frumkvæði, þar sem (þróttaskor Kennaraháskólans hafði leitað til okkar um hugmyndir að ritgerðarefni fyrir 3. árs nemendur. Við vorum þá nýbúin að fá til okkar upplýsingar um niðurstöður norsku rannsóknar- innar og fannst áhugavert að þetta yrði kannað hér á landi. Við munum því væntanlega fara betur ofan í saumana á þvf hvar áreitnin eigi sér stað.“ Kristinn tekur þó fram að þegar þetta er skrifað hafi engar ákvarðanir verið teknar innan ÍSl um hvernig brugðist skuli við rannsókninni enda hafi hún ekki verið formlega kynnt á vettvangi sam- bandsins. 2 □ h h q: n z h L Q '< \L L tr C Q L L 2 >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.