19. júní


19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 24

19. júní - 19.06.2001, Blaðsíða 24
Kynferðisleg areitni í ÍÞRÓTTUM KDMIN UPP / A YFIRBDRÐIÐ Eftir Örnu Schram Rúmlega tólf prósent íslenskra íþróttakvenna hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og eru gerendur í flestum tilvikum karlkyns þjálfarar. Langalgengast er að að áreitnin sé líkamleg og á hún sér fremur stað í hópíþróttum en einstaklingsíþróttum. Þetta er meðal helstu niðurstaðna rannsóknar tveggja íþróttafræðinga þeirra Ingibjargar Hörpu Ólafsdóttur og Hönnu Bjargar Kjartansdóttur á kynferðislegri áreitni í íþróttum. Þær brautskráðust úr íþróttaskor Kennaraháskóla íslands í byrjun júnímánaðar og var rannsóknin lokaverkefni þeirra við skólann. Kristinn Reimarsson sviðsstjóri fræðslu- og útþreiðslusviðs íþrótta- og Ólympíusamþand íslands, sem hafði umsjón með verkefninu, segist hafa átt von á því að kyn- ferðisleg áreitni í íþróttum ætti sér stað hér á landi eins og annars staðar. Það hefði þó komið honum á óvart hversu hlutfallslega færri konur hefðu svarað því játandi að þær hefðu orðið fyrir tilfinningalegri eða sálfræðilegri áreitni á móti því hversu margar hefðu sagt að þær hefðu orðið fyrir líkamlegri áreitni. Rúna Jónsdóttir, starfskona Stígamóta, segir að útbreiðsla og alvarleiki kynferðislegrar áreitni hafi verið vanmetin hér á landi og fagnar allri umræðu um þessi mál. Hún segir að Stígamót hafi fengið inn á borð til sín alvarleg dæmi um kynferðislega áreitni í íþróttum á síðustu árum þar sem karlkyns- þjálfarar hafi áreitt bæði unglings- stúlkur og unglingsdrengi líkamlega. Að sögn Kristins er nú unnið að því innan ÍSÍ hvernig bregðast skuli við niðurstöðum rannsóknarinnar. „Kynferðisleg áreitni í íþróttum er komin upp á yfirboröið og er það vel. Það er kominn tími til að fólk átti sig á því að kynferðisleg áreitni á sér líka stað í íþrótt- um eins og annars staðar," segja þær Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir og Hanna Björg Kjartansdóttir íþróttafræðingar sem brautskráðust frá íþróttaskor Kenn- araháskóla (slands nú í vor. ( lokaverkefni sínu við skólann rannsökuðu þær kynferðislega áreitni í kvennaíþróttum á íslandi en það er fyrsta rannsókn sinnar tegundar hér á landi. Sambærilegar rannsóknir hafa á hinn bóginn verið gerðar í löndunum í kringum okkur. ( norskri rannsókn frá árinu 2000 kemur til dæmis fram að 51% afreksíþróttakvenna hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni, þar af fór 27% áreitninnar fram í kringum íþróttirnar sjálfar. „Við höfum sjálfar stundað íþróttir af kappi og höfum því bæði heyrt um og orðið vitni að kynferöislegri áreitni í íþróttum," segja þær Ingibjörg og Hanna þegar þær eru inntar eftir ástæð þess að þær völdu umrætt rannsóknarefni. „Okkur fannst því tímabært að draga áreitnina upp á yfirboröið." Þær Ingibjörg og Hanna töldu líklegra að konur yrðu frekar fyrir kynferðislegri áreitni en karlar og með hliðsjón af því ákváðu þær að rannsaka hvort kynferðisleg áreitni ætti sér stað innan kvennaíþrótta á (slandi. ( þeim tilgangi sendu þær spurningalista, með tíu spurningum, til 312 iþróttakvenna - fimmtán ára og eldri - sem valdar voru af handahófi úr þremur hópíþróttum; knatt- spyrnu, körfuknattleik og handknattleik og þremur einstaklingsíþróttum; fimleikum, badminton og sundi. Alls svöruðu 195 íþróttakonur spurninga- listanum eða 62,5% þeirra sem fengu listann sendan. „Við erum ánægðar með svörunina," segja þær Ingibjörg og Hanna en segjast þó hafa velt því fyrir sér hvers vegna 117 íþróttakonur hafi ekki séö ástæðu til að senda spurninga- listana til baka. „Fyrir því geta verið ýmsar ástæöur," segja þær. „Einhverjar kunna að hafa gleymt að senda svörin til baka en aðrar hafa kannski ekki talið það nauðsynlegt þar sem þær hafi ekki orðið fyrír kynferðislegri áreitni. En einnig getur verið aö konur sem hafi oröið fyrir kynferðislegri áreitni hafi ekki lagt í að svara könnuninni vegna þess að þær þori ekki að horfast í augu við áreitnina eða séu hræddar og vilji ekki Ijóstra upp um leyndarmálið." Ingibjörg og Hanna benda á að kynferðisleg áreitni hafi ekki veriö skilgreind á einn ákveöinn veg en sú skilgreining sem þær hafi stuðst við sé m.a. fengin frá fræöikonum sem hafi rannsakaö þessi mál sem og úr jafnréttislögum. Skilgreining þeirra er því svona: Megineinkenni kynferðislegrar áreitni er að hegðunin sem framkvæmd er gagnvart einstaklingi er talin óæskileg. Það er 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.