Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 03.12.2010, Qupperneq 4
4 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUMÁL „Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lög- regla hefur lagt áherslu á í barátt- unni gegn innbrotum. Geir Jón kveður ábendingar fólks hafa leitt til þess að innbrots- þjófar hafi verið teknir, sumir hverjir við iðju sína og þýfi hafi náðst. Hann segir borgara sýna mikla árvekni þegar grunsamleg- ar mannaferðir og athæfi séu ann- ars vegar. Það sem af er árinu hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 987 ábendingar um grun- samlegar mannaferðir. „Ég get nefnt sem dæmi um fólk sem tók myndir út um glugg- ann heima hjá sér og fylgdist með tveimur einstaklingum sem fóru út úr bíl og brutust inn í hús. Þegar þeir voru búnir að athafna sig drifu þeir sig á brott. Fólkið kom myndunum og upplýsingum til okkar og málið var auðleyst. Í öðru tilviki benti bílnúmer á bíræfna innbrotsþjófa um miðjan dag í íbúðarhverfi. Fólk tók eftir því að verið var að bera muni út úr nágrannahúsi, en vissi ekki til þess að neinn væri að flytja. Það tók niður númerið á bílnum og kom því til lögreglu. Þegar farið var að athuga málið reyndist núm- erið vera á sendibíl sem var á ferð- inni með mikið af þýfi úr íbúðar- húsinu.“ Þá segir Geir Jón almenn- ing hafa miðlað lýsingum á fólki sem hægt hafi verið að tengja við ákveðin atvik. Það hafi auðveldað eftirfylgni mála þar sem fyrir hafi legið sterkur vitnisburður um að viðkomandi hafi verið á þeim stað þar sem brotist hafði verið inn. „Það eru vísbendingar af þessu tagi sem lögreglan er að kalla eftir, því þær geta auðveldað úrlausn mála,“ undirstrikar Geir Jón. „Þetta upplýsingastreymi frá fólki til lögreglu er alltaf að auk- ast. Við viljum fá allar ábendingar sem kunna að vera fyrir hendi og vinnum síðan úr þeim. Við sjáum að almenningur getur hjálpað okkur mjög mikið og höfum bent á það.“ Geir Jón segir að lögreglan greini frá þeim góða árangri sem nágrannavarslan hefur þegar skil- að. Fólk sé því upplýst um að varsl- an beri árangur og umræðan smiti út frá sér, þannig að sífellt fleiri borgarar séu á varðbergi. jss@frettabladid.is INNBROTSÞJÓFAR Ábendingum borgara til lögreglu vegna grunsamlegra manna- ferða hefur fjölgað verulega og þær hafa borið góðan árangur. Lögregla metur nágrannavörslu mikils. Þúsund hafa látið vita um grunsamlegar mannaferðir Nágrannavarsla hefur leitt til þess að lögregla hefur gómað innbrotsþjófa, nánast á staðnum, og fundið þýfi. Það sem af er árinu hafa lögreglu borist 987 ábendingar frá almenningi um grunsamlegt athæfi. Tilkynningar til lög- reglu um grunsamlegar mannaferðir Fjöldi tilkynninga til lögreglu höfuð- borgarsvæðisins 2007 2008 2009 829 903 1248 Samanburður milli árshluta 1. jan-2. des. 2007 767 1. jan-2. des. 2008 801 1. jan-2. des. 2009 1143 1. jan-2. des. 2010 987 Heimild: LRH Fréttablaðið birti laufabrauðsuppskrift Hjördísar Stefánsdóttur hússtjórn- arkennara í gær, en tekið skal fram að steikingaraðferðin kemur ekki frá henni. Hjördís segir að best sé að steikja laufabrauð úr léttri fitu, sér- stakri steikingarfitu eða djúpsteiking- arfitu, en ekki tólg eins og kom fram í blaðinu í gær. Þá tekur Hjördís fram að ekki skuli notast við dagblöð þegar fitan er síuð af kökunum, heldur einungis eldhúspappír. ÁRÉTTING VIÐSKIPTI „Við eigum ekki í við- ræðum um aðkomu að MP banka,“ segir Finnbogi Jóns- son, fram- kvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. MP banki tapaði 1,9 milljörðum króna á fyrri hluta árs. Unnið hefur verið að því að auka eigið fé bankans í samráði við Fjár- málaeftirlitið (FME). Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 á mánudag að rætt hafi verið við lífeyris- sjóðina og Framtakssjóðinn um kaup þeirra á hlutafé bankans. Finnbogi sagði að ekki yrði opinberað hverjir leiti til Fram- takssjóðsins þegar ekkert verði úr viðskiptunum. - jab Finnbogi leggur ekkert til MP: Kaupa ekki hlut í bankanum FINNBOGI JÓNSSON DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að láta stúlku sem þá var þrettán ára hafa við sig samræði. Þetta gerðist á þáverandi dvalar- stað mannsins. Rannsókn málsins hófst að frumkvæði foreldra stúlkunnar í mars 2010. Sama dag var tekin skýrsla af manninum. Játaði hann þar brot sitt. Sátt tókst um bótakröfu stúlkunnar á hendur manninum og greiddi hann henni 600 þúsund krónur. - jss Tólf mánuðir á skilorði: Hafði samræði við þrettán ára MEXÍKÓ, AP Þótt litlar líkur séu á að samkomulag takist á sextándu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó um að draga úr útblæstri gróður- húsalofttegunda, þá hafa Bandaríkjamenn og Kín- verjar að mestu náð saman um það hvernig eftirliti með útblæstri verður háttað. Ráðstefnan, sem hófst í byrjun vikunnar og stend- ur út næstu viku, er framhald á loftslagsráðstefn- unni í Kaupmannahöfn fyrir ári, en henni lauk eins og svartsýnisraddir höfðu spáð, nefnilega án árang- urs að mestu. Nokkrir embættismannafundir hafa verið haldnir síðan þá, að því er virðist með þeim árangri að and- rúmsloftið er töluvert skárra en í fyrra, að minnsta kosti milli Bandaríkjamanna og Kínverja, sem hafa í það minnsta ekki verið jafn uppteknir af því að skiptast á gagnkvæmum ásökunum. Lokatakmark ráðstefnuhaldanna er að ná nýjum loftslagssamningi, sem tekur við af Kyoto-bókun- inni þegar gildistími hennar rennur út árið 2012. - gb Tveggja vikna loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Mexíkó: Styttist í samninga um eftirlit LOFTSLAGSRÁÐSTEFNAN Í CANCUN Fólk á gangi fyrir utan ráðstefnuhöllina. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 4° -9° -2° -5° -1° 0° 0° 21° 2° 11° 6° 18° -9° -4° 13° -2°Á MORGUN Fremur hægur vindur um mest allt land. SUNNUDAGUR Fremur hægur vindur um mest allt land. -2 -1 -3 -5 -60 0 -3 -3 -4 -4 -3 -4 -5 -3 -4 -3 -1 -4 -12 4 10 4 3 3 5 4 6 10 6 13 7 0 HELGIN Það verður nokkuð bjart veður á land- inu um helgina en þó má búast við að þykkni upp þegar líður á morgun- dag en létti svo aftur til seinnipart sunnudags. Það hlánar um tíma allra vestast annars verður áframhald- andi frost. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 02.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,8894 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,47 116,03 180,45 181,33 152,32 153,18 20,438 20,558 18,880 18,992 16,617 16,715 1,3712 1,3792 176,89 177,95 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR s: 528 2000 Sígild ævintýri með geisladiskum Flipar á hverri opnu! Þau mistök urðu í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, á miðvikudag að fullt nafn viðmælanda féll út. Sá heitir Haraldur Bergsson og er hann framkvæmdastjóri Next á Íslandi. LEIÐRÉTTING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.