Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 03.12.2010, Qupperneq 6
6 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Telur þú starf stjórnlagaþings- ins mikilvægt? JÁ 51,8% NEI 48,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að heimila aukinn innflutn- ing á kjúklingi? Segðu þína skoðun á visir.is Heimsferðir bjóða nú sérstakt jólatilboð! Keyptu gjafabréf fyrir 5.000 kr. en andvirði þess verður 7.000 kr.! Eða keyptu gjafabréf fyrir 10.000 kr. og andvirði þess verður 14.000 kr.! Athugið að tilboðið gildir einungis fyrir upphæðirnar sem eru tilteknar hér að ofan og einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann í bókun. Gjafabréfið gildir einungis á nýjar bókanir. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. Gefðu hlýju og samveru um jólin! Gjafabréf Heimsferða er tilvalin gjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA VIÐSKIPTI Útgerðarfélagið Sam- herji hefur ákveðið að greiða starfsfólki sínu í landi 260 þúsund króna launauppbót í desember til viðbótar við umsamda 46 þúsund króna desemberuppbót. Uppbótin nemur í heildina 320 þúsund krón- um á mann og kostar Samherja í kringum 80 milljónir króna að frátöldum tengdum gjöldum. Þeir sem hafa starfað hjá Sam- herja í ár og meira fá fulla launa- uppbót, aðrir fá helming hennar. Haft er eftir Þorsteini Má Bald- vinssyni, forstjóra Samherja, í tilkynningu að það sé ánægju- efni að geta umbunað starfsfólki með þessum hætti. Þetta er annað skiptið á árinu sem Samherji greiðir starfsfólki sínu launaupp- bót. Samherji hóf í fyrra að gera reikninga sína upp í evrum. Skuld- bindingar félagsins eru að mestu í erlendri mynt og aðeins tæp eitt prósent lána í krónum. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu gera sjö af tíu stærstu útgerðarfélögum lands- ins upp í annarri mynt en krónu. Stjórn Samherja greiddi hluthöf- um fimm milljónir evra í arð vegna afkomu fyrirtækisins í fyrra. Það jafngildir tæpum 767 milljónum króna á gengi gærdagsins. Arð- greiðslur námu rúmum átta hundr- uð milljónum í fyrra. - jab Útgerðin Samherji bætir 260 þúsund króna jólabónus ofan á uppbót starfsfólks: Greiða 80 milljónir í bónusa GERT AÐ FISKI Starfsfólk Samherja sem unnið hefur lengur en í ár hjá fyrirtæk- inu fær 320 þúsund krónur í bónus fyrir jólin. MYND/SAMHERJI LANDBÚNAÐUR „Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega,“ segir Bjarni Harðarson, upplýs- ingafulltrúi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytisins um kröf- ur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. Ráðuneytinu barst formlegt erindi í gær frá Samtökum versl- unar og þjónustu þar sem þess er krafist af Jóni Bjarna- syni landbún- aðarráðherra að hann heimili aukinn innflutn- ing nú þegar og mikilvægt sé að hann sé án aðflutnings- gjalda. Ástæð- an er síendurtek- in tilfelli salmonellusýkinga hjá innlendum framleiðendum sem leiða til skorts á kjúklingi á mark- aðnum. Bjarni segir að mikilvægt sé að hafa í huga að bæði framleið- endur og innflytjendur séu hags- munahópar í málinu og verið sé að afla gagna í ljósi þess. „Nú er verið að skoða birgðastöðu á markaðn- um fyrst og fremst,“ segir Bjarni. „Fyrstu athuganir okkar benda til þess að það séu nægar birgðir og það er byggt á upplýsingum víða að.“ Bjarni segir enn fremur að nefnd sem fjallar um innflutn- ingsmál þurfi að skoða og fjalla um málið áður en ráðuneytið getur tekið ákvörðun. Í nóvember greindust tveir eld- ishópar jákvæðir af salmónellu til viðbótar við þá 27 sem greinst hafa á þessu ári. Þessum hópum þarf að farga og urða fuglana. Einnig hafa greinst þrír sláturhópar til viðbót- ar við þá 18 sem greinst höfðu á árinu. Í Bændablaðinu í gær kom fram að á tveimur og hálfu ári Skoða lækkun tolla á innfluttum kjúklingi Landbúnaðarráðuneyti skoðar hvort endurskoða eigi innflutningskvóta á kjúkl- ingi. Tap framleiðenda vegna sýkinga nemur hundruðum milljóna króna. SVÞ krefja ráðherra um tafarlausa heimild fyrir auknum tollfrjálsum innflutningi. BJARNI HARÐARSON KJÚKLINGAFRAMLEIÐSLA Framkvæmdarstjóri Reykjagarðs segir fyrirtækið ekki ná að anna allri eftirspurn á markaðnum sökum salmonellusýkingar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir tjón fyrirtækisins vegna salmonellusýkinga á þessu ári nema á annað hundrað milljónum króna. „Við náum ekki að skaffa allt sem við gætum skaffað, það er nokkuð ljóst,“ segir Matthías. „Það er verið að framleiða minna magn sem gerir það að verkum að erlendur kjúklingur er fluttur inn, sem er bara ágætt og nauðsynlegt fyrir markaðinn.“ Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir fjárhagslegt tjón fyrirtækisins á þessu ári hlaupa á tugum eða hundruðum milljónum króna. Hann segir fyrirtækið þó ná að anna eftirspurn á markaðnum og vöruskil frá verslunum vegna útrunnins kjúklings á hundruðum kílóa á mánuði. Hundruð milljóna tjón á þessu ári hefði meira en hálfri milljón kjúkl- inga verið fargað. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir að grunur leiki á að sýkingarnar berist til framleið- enda með fóðrinu. Verið sé að nota innflutt sojamjöl í auknum mæli sem prótíngjafa í fóðurframleiðslu og margt bendi til þess að sýkingin dreifist með því. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. sunna@frettabladid.is BRETLAND Milljónir manna komust hvergi og þurftu að fresta ferð- um sínum þegar loka þurfti flug- völlum og tafir urðu á lestarsam- göngum víðs vegar um Evrópu vegna snjóa og kulda í gær. Í Danmörku voru íbúar á sunn- anverðu Sjálandi hvattir til að halda sig heima, og komust raun- ar hvergi vegna fannfergis. Snjór lá yfir nánast öllu Þýska- landi í gærmorgun og þurftu tugir manna að sofa í lestar- vögnum í Frankfurt og Leipzig vegna þess að öll hótel urðu yfir- full eftir að fresta þurfti lestar- ferðum. Loka þurfti flugvellinum í Prag í Tékklandi í fyrrinótt og í Pól- landi fór frostið niður í 26 stig, sem er nánast óþekkt á þessum árstíma. Í Belgíu mynduðust samtals um 600 kílómetra langar umferðar- teppur og í norðanverðu Frakk- landi sátu þúsundir ökumanna fastir í bílum sínum. Veðurfræðingar spá áfram- haldi á snjókomunni næstu daga. - gb Snjór og kuldar tefja enn samgöngur víðs vegar í löndum Evrópu: Milljónir urðu strandaglópar FERÐAST Á SKÍÐUM Í Cherbourg í Frakk- landi smellti þessi vegfarandi skíðum undir fæturna og komst léttilega leiðar sinnar. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþingis hefur lagt fyrir landbún- aðar- og sjávarútvegsráðuneyt- ið að fara að stjórnsýslulögum vegna umsókna um innflutning á landbúnaðarvörum. Fyrirtæki eitt kvartaði til umboðsmanns í ágúst þegar liðin voru tvö ár og fjórir mánuð- ir án þess að ráðuneytið svaraði umsókn um leyfi til að flytja inn egg frá Svíþjóð. Umboðsmaður segir málsmeðferð ráðuneytisins ekki samrýmast málshraðareglu stjórnsýslulaga. - gar Ósk um eggjainnflutning: Ráðuneyti tafði mál í yfir tvö ár KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.