Fréttablaðið - 03.12.2010, Síða 8
8 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
Humar2000 kr.kg
Skötuselur
Sjáumst eldhress
á eftir.
Skatan er klár í slaginn
Skelflettur Humar5900 kr.kg
2890 kr.kg
Reginn ehf. dótturfélag Landsbankans hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf
Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í fasteignafélaginu Reginn
A3 ehf. Félagið á 7 fasteignir sem eru að meginhluta leigðar undir
smásölurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Félagið er með 24 leigusamninga
við 19 leigutaka. Heildarfjöldi útleigðra fermetra er um 7.800.
Söluferlið hefst formlega með þessari auglýsingu og er opið öllum
áhugasömum fjárfestum sem standast hæfismat og sýnt geta fram á
fjárfestingargetu umfram 350 milljónir króna.
Unnt er að nálgast allar frekari upplýsingar um söluferlið, félagið og
önnur gögn, þar með talið trúnaðaryfirlýsingu og eyðublað fyrir fjárfesta,
á vefsíðu Landsbankans, landsbankinn.is, frá klukkan 15.00 þann
23. nóvember 2010.
Frestur til að skila inn bindandi tilboðum rennur út klukkan 16.00
mánudaginn 20. desember 2010.
Reginn ehf. er sértækt dótturfyrirtæki Landsbankans sem fer með
eignarhald bankans á fasteignum eða hlutafé fasteignafélaga sem
líklegt er að bankinn eigi um einhvern tíma. Stofnun Regins og starfsemi
félagsins er einn þáttur í þeim víðtæku ráðstöfunum sem Landsbankinn
beitir við fjárhagslega endurskipulagningu atvinnufyrirtækja. ENN
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
4
5
8
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
Fasteignafélagið
Reginn A3 ehf. til sölu
STJÓRNSÝSLA „Það þarf ekki sér-
fræðing til að sjá að það er
óeðlilegt að ein manneskja taki
ákvörðun um útgáfu allra ættleið-
ingarleyfa á Íslandi“, segir Vig-
dís Ó. Sveinsdóttir, lögfræðing-
ur Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ),
sem fór fram á það fyrr á þessu
ári að dómsmála- og mannrétt-
indaráðuneytið kannaði stjórn-
sýslu Áslaugar Þórarinsdóttur,
sýslumanns í Búðardal. Tilefnið
var breytt vinnulag hennar við
meðferð umsókna um ættleiðing-
ar eftir hrunið og hert eftirlit með
fjárhag umsækjenda.
Sýslumaður sendi umsækjendum,
sem eru í endurnýjunarferli með
forsamþykki til ættleiðingar, bréf
fyrr á þessu ári. Þar kemur fram að
hún hafi farið þess á leit við barna-
verndarnefndir sveitarfélaganna
að farið verði vandlega yfir núver-
andi eigna- og skuldastöðu umsækj-
enda. Sama eigi við um hugsanleg-
ar breytingar á öðrum högum fólks,
eins og hvort viðkomandi hafi enn
vinnu. Ástæðan er hrunið og áhrif
þess á fjárhag einstaklinga og fjöl-
skyldna.
Vigdís sendi athugasemdir til
dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd
ÍÆ fyrr á þessu ári. Telur ÍÆ að
vinnulag sýslumanns fari í bága
við helstu meginreglur stjórnsýslu-
réttar og beri vott um „afar bága
stjórnsýsluhætti af hálfu sýslu-
manns.“ Í athugasemdunum kemur
fram að sýslumaður óskaði eftir
því við umsækjendur að þeir skil-
uðu skattframtali fyrir árið 2009
áður en framtalsfrestur var liðinn,
og afgreiðslu umsókna var frestað
á meðan. Heimildir Fréttablaðsins
herma að þetta sé aðeins eitt dæmi
þess að Áslaug gangi hart fram
og geri kröfur sem enga stoð eigi
í lögum og reglum. Hefur hún til
dæmis sett það fyrir sig að umsækj-
endur búi í leiguhúsnæði, sem hefur
tafið afgreiðslu umsóknar.
Sýslumaður sendi ráðuneytinu
álit sitt á málflutningi ÍÆ þegar
eftir því var leitað. Í stuttu máli
hafnar hún öllu sem kemur fram
í erindi ÍÆ og segir það lýsa „með
alvarlegum hætti bæði vankunnáttu
og skorti á skilningi á þeim lögum,
reglum og alþjóðlegu samningum
um ættleiðingar sem sýslumanni
ber að fara eftir.“
Í svarbréfi ráðuneytisins til ÍÆ
segir að ekkert sé við stjórnsýsluna
að athuga, hún sé bæði lögmæt og
vönduð.
Vigdís telur meðferð ráðuneyt-
isins með ólíkindum og málinu sé
hvergi nærri lokið af hálfu ÍÆ.
svavar@frettabladid.is
Skattaskýrsla
lengdi bið
eftir barni
Sýslumaðurinn í Búðardal hefur eftir bankahrunið
hert eftirlit með fjárhag þeirra sem vilja ættleiða
barn. Íslensk ættleiðing gagnrýnir störf sýslumanns
sem er einráður þegar kemur að ættleiðingum.
FRÁ KÍNA Flest börn sem eru ættleidd af íslenskum foreldrum koma frá Kína. Um
hundrað eru á biðlista hérlendis. MYND/GETTY
LÖGREGLUMÁL Sumir þeirra tíu ein-
staklinga sem lögregla yfirheyrði
vegna stórfellds ólöglegs niður-
hals efnis í fyrrakvöld og gærdag
eru grunaðir um að hafa fengið
greitt fyrir dreifingu þess.
Ekki liggur fyrir í hvaða formi
greiðslurnar voru, samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins, en
það er einn þáttur málsins sem
lögregla rannsakar nú.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu gerði níu húsleitir í fyrradag
vegna málsins, sjö á Akureyri og
í nágrenni og tvær á höfuðborg-
arsvæðinu.
Tíu piltar á aldrinum 15 til 20
ára eru grunaðir um aðild að mál-
inu. Þeir voru yfirheyrðir í fyrra-
kvöld og einhverjir þeirra aftur
í gær.
Hald var lagt á margar tölv-
ur og tölvubúnað auk þess sem
marijúana, um 80 grömm, fannst
í einu húsanna.
Rannsókn málsins hefur stað-
ið yfir um nokkurt skeið. Upp-
haf þess má rekja til kæru sem
Samtök myndrétthafa lögðu fram
og sneri að ólöglegu niðurhali og
dreifingu höfundarréttarvarins
efnis af netinu.
Efnið sem um er að ræða er
fyrst og fremst kvikmyndir og
sjónvarpsþættir.
Rannsókn málsins miðar vel en
mikið verk er fram undan við að
fara yfir tölvubúnaðinn sem tek-
inn var. - jss
Lögregla yfirheyrði tíu pilta vegna stórfellds ólöglegs niðurhals efnis af netinu:
Grunaðir um að þiggja greiðslur
HÖFUNDARRÉTTARBROT
Lögregla á eftir að rannsaka innihald
tölvubúnaðar sem tekinn var hjá
piltunum.
Það þarf ekki sér-
fræðing til að sjá
að það er óeðlilegt að ein
manneskja taki ákvörðun um
útgáfu allra ættleiðingarleyfa.
VIGDÍS Ó. SVEINSDÓTTIR
LÖGFRÆÐINGUR ÍÆ
1 Hvað heitir fyrirtækið sem vill
flytja inn eitt þúsund rafmagns-
jeppa?
2 Hversu mikið verður greitt í
aðgangseyri að Frostrósum og
Jólagestum Björgvins samkvæmt
áætlun Fréttablaðsins?
3 Hvaðan kemur Jóladagatal
barnanna í ríkissjónvarpinu í þetta
sinn?
SVÖR
1. Northern Lights Energy. 2. 300 millj-
ónir króna. 3. Frá Noregi.
Tryggjum öllum börnum
gleðileg jól
Taktu þátt í Pakkajólum Bylgjunnar
við jólatréð í Smáralind
Við óskum öllum gleðilegra jóla
Au
gl
ýs
in
ga
sím
i
VEISTU SVARIÐ?