Fréttablaðið - 03.12.2010, Page 12
3. desember 2010 FÖSTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Engin ástæða er til
þess að lögreglumenn hér á landi
verði vopnaðir rafbyssum, að
mati ríkislögreglustjóra. Hann
vill þó heimila sérsveitarmönn-
um að beita slíkum vopnum í til-
raunaskyni, að því er fram kemur
í skýrslu embættisins um ofbeldi
gegn lögreglumönnum.
Alls voru 108 ofbeldisbrot fram-
in gegn lögreglumönnum á síðasta
ári. Fram kemur í skýrslunni að
heldur hafi dregið úr fjölda brota
af þessu tagi. Árið 2008 voru brot-
in 118 talsins, og 120 árið 2007.
Í skýrslu ríkislögreglustjóra er
bent á að á Norðurlöndunum hafi
aðeins lögreglan í Finnlandi tekið
upp notkun á rafbyssum. Í Banda-
ríkjunum og Kanada, þar sem raf-
byssur hafa verið hvað mest not-
aðar, hafa tæplega 300 látist af
þeirra völdum.
„Sé tekið mið af þessum þáttum
og því að brotum hefur ekki fjölg-
að umtalsvert á Íslandi, fækkað ef
eitthvað er, þá er það mat ríkislög-
reglustjóra að slík tæki eigi ekki
að taka í almenna notkun á Íslandi.
Hins vegar sé vert að kanna hvort
ofbeldisbrot
gegn lög-
reglumönnum
voru framin á
síðasta ári.
108
Vill að sérsveitin fái
að beita rafbyssum
Ríkislögreglustjóri telur ástæðulaust að vopna venjulega lögreglumenn með
rafbyssum. Telur þó rétt að heimila sérsveitinni að beita vopnunum í tilrauna-
skyni. Ofbeldisbrotum gegn lögreglu fækkar milli ára samkvæmt nýrri skýrslu.
LÖGREGLUMAÐUR Fái íslenska sérsveitin að bera rafbyssur við skyldustörf mun hún feta í fótspor hollenskra sérsveitarmanna, en
tilraun þeirra með notkun vopnanna hefur staðið frá því á síðasta ári, þegar þessi mynd var tekin. NORDICPHOTOS/AFP
Lögreglumönnum hefur fækkað umtalsvert milli ára og eru þeir nú 662
talsins, að því er fram kemur í skýrslu Ríkislögreglustjóra. Það er svipaður
fjöldi og árið 2008, en í fyrra voru þeir 712 talsins. Skýrðist fjölgun milli
ára af fjölda nema sem útskrifuðust úr lögregluskólanum. Árið 2007 voru
lögreglumenn 712 talsins.
Alls eru nú 480 íbúar í landinu fyrir hvern lögreglumann. Árið 2007 voru
432 íbúar á hvern lögreglumann.
Í skýrslu Ríkislögreglustjóra kemur fram að lögreglan sé „komin að þol-
mörkum“ vegna fækkunar lögreglumanna. Verði þeim fækkað frekar sé það
líklegt til að draga verulega úr öryggi þeirra.
Lögreglan komin að þolmörkum
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
2
8
7
7
Farsíminn
hluti af
Símavist
FYRIRTÆKI
Í Símavist eru farsímar hluti af IP símkerfinu
og er greitt fast mánaðar gjald á
hvern notanda.
Við erum sérfræðingar í rekstri símkerfa
Öll símtö
l
innan fyr
irtækis á
0 kr.
Það er
800 4000 • siminn.is
VIÐSKIPTI Forsvarsmenn íslenska
fyrirtækisins Arctic Trucks hafa
skrifað undir fjögurra ára ramma-
samning við norska og sænska her-
inn, með möguleika á framlengingu
til næstu tíu ára, um framleiðslu á
jeppum frá fyrirtækinu.
Samningurinn felur einnig í sér
heildarlausnir varðandi ökutækin,
þar með talda þjálfun ökumanna,
viðhaldsþjónustu, viðgerðir og vara-
hluti. Arctic Trucks tók þátt í útboði
á verkinu og varð niðurstaðan ljós
í gær.
„Við erum afar stolt af því að fá
þetta verkefni,“ segir Örn Thomsen,
framkvæmdastjóri Arctic Trucks í
Noregi. Hann segir samkeppnina
á þessum markaði mikla og því sé
það stór áfangi að undirrita slíkan
samning.
Fyrsta pöntunin sem fyrirtækið
afgreiðir er 53 brynvarin ökutæki,
en samningurinn er upp á 130 millj-
ónir norskra króna, eða tæplega tvo
og hálfan milljarð íslenskra króna.
Arctic Trucks gerir tveggja milljarða samning við norska og sænska herinn:
Afgreiða 53 brynvarin ökutæki
ARCTIC TRUCKS Félagið afgreiðir 53 bíla
í fyrstu pöntun.
sérsveitin eigi að prófa frekar
þessi tæki og hafa sem hluta af
sínum staðalbúnaði tímabundið,“
segir í skýrslunni.
Verði almennum lögreglumönn-
um heimilað að bera rafbyssur og
beita þeim gæti það leitt til þess að
byssurnar yrðu notaðar sem tæki
til að kalla fram hlýðni fólks, líkt
og reynsla Bandaríkjamanna hefur
leitt í ljós, segir í skýrslunni.
„Slíkt myndi leiða til lakara
trausts til lögreglunnar og gera
henni þar með erfiðara fyrir við
að leysa þau verkefni sem henni
er ætlað í samfélaginu,“ segir
þar.
Ríkislögreglustjóri telur ekki
þörf á að breyta reglum um búnað
lögreglumanna til að þeir geti
borið rafbyssur og beitt þeim.
brjann@frettabladid.is