Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2010, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 03.12.2010, Qupperneq 22
22 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR er vinstri sinnaður en ég tel mig vera hægra megin. Hann er mjög trúaður en ég er gjör- samlega trúlaus. Hann er á móti Evrópusam- bandinu en ég er það ekki. En þó við séum ósammála um margt þá er hann besti vinur minn. Það hvað við erum ólíkir hjálpar okkur líka í þættinum því við setjumst bara niður, jafnvel óundirbúnir, og þá verður til eitthvað kemistrí. Það er algjör draumur að fá að gera þennan þátt. Í mínum huga er þetta nánast annað rokkstjörnumeik.“ Með þátt á ÍNN Frosti er einnig farinn að færa sig yfir á aðra miðla því hann heldur úti þættinum Undir feldi sem fjallar um Evrópusambandið. „Við Heimir Hannesson, sem gerir þennan þátt með mér, vorum sammála um að ESB-umræð- an væri á skelfilega lágu plani og okkur lang- aði til þess að leggja okkar lóð á vogaskálarn- ar til að bæta úr því. Í rauninni hefur engin umræða verið um Evrópusambandið á Íslandi og ef hún hefur átt sér stað hafa það einung- is verið reyksprengjur sem eru notaðar til að þyrla upp ryki í augun á fólki. Það er ekki verið að tala um kosti eða galla aðildar held- ur einhver algjör aukaatriði. Samt er þetta stærsta hagsmunamál Íslands frá stofnun lýð- veldisins. Það er fínt að fá aðstöðu á ÍNN til að gera þennan þátt og svo er hann líka aðgengi- legur á netinu. Þetta þjónar algjörlega hug- sjónum okkar Heimis.“ En vill Frosti að Ísland gangi í ESB? „Ég hef ekki alveg tekið afstöðu til þess og mun aldrei gera það fyrr en samningurinn er kom- inn á borðið. En Íslendingar þurfa alvarlega að hugsa breytingar á stjórnkerfinu og stjórn- arháttum. Og við þurfum líka að taka upp nýjan gjaldmiðil, það er kristaltært. Það getur verið að krónan sé að vinna aðeins með okkur núna en það er ekki séns að hún geti gagn- ast okkur til framtíðar. Ég ætla ekki að búa í þessu landi ef krónan á að fylgja okkur næstu þrjátíu árin. Evran er nærtækust af mörgum ástæðum, meðal annars út af því að mest af utanríkisviðskiptum okkar er í evrum og svo eru þjóðirnar í Evrópu sögulegir og menning- arlegir nágrannar okkar. Ég hef því ekki séð neitt ennþá sem kollvarpar þeirri hugmynd að við getum gengið í Evrópusambandið. En sem fyrr segir kemur það ekki í ljós fyrr en samn- ingurinn er á borðinu.“ Tónlistargyðjan ekki horfin Frosti klárar BA-gráðuna í stjórnmálafræði í vor og hyggur á frekara nám. „Það kemur bara í ljós á næstunni hvað ég geri. Ég nenni ekki að ákveða það langt fram í tímann. Ég er enn þokkalega ungur og á eftir að upplifa margt áður en ég fer að skjóta niður rótum og setjast í háhelgan stein. Draumurinn er að fara eitthvert erlendis með kærustunni, í meira nám og taka inn strauma frá ólíkum stöðum.“ Hvað með gítarleikarann Frosta. Er hann dauður? „Nei, nei. Ég hef alltaf rosalega gaman af að hlusta og semja músík. Undan- farið hef ég bara verið á fullu í öðru. Tón- listargyðjan hefur því ekki fengið nægilega athygli en mig grunar að um leið og það fer að hægjast um hjá mér þá gæti ég tekið upp gítarinn á ný.“ Frosti ber þess glöggt merki að hann hafi verið í rokkhljómsveit. Viðhorfið, fasið og ekki síst tattúveraðir handleggir bera þess glöggt vitni. Af öllu því sem hann hefur reynt er ekk- ert sem hann sér eftir? „Nei, ég held ég geti alveg fullyrt það strax. Ef svo væri er það ekki þess virði að pæla í. Ég get alltaf bætt mig og er alltaf að þroskast en einhver bernskubrek verða aldrei neitt meira en það.“ S amstarf okkar fimmmenning- anna var eiginlega komið í þrot löngu áður ég og Bassafantur- inn hættum. Eftir á að hyggja byrjuðu hlutirnir að ganga illa um leið og þeir byrjuðu að ganga vel,“ segir Frosti Logason, fyrrverandi gít- arleikari rokksveitarinnar Mínuss og einn umsjónarmanna útvarpsþáttarins Harma- geddon á X-inu. Frosti sagði skilið við félaga sína í Mínus þegar frægðarsól sveitarinnar skein sem hæst. Sveitin vann Músíktilraunir árið 1999 og gaf í kjölfarið út plötuna Jesus Christ Bobby sem var vel tekið af breska rokktíma- ritinu Kerrang. Þegar platan Halldór Laxness kom út árið 2003 má segja að sveitin hafi sleg- ið í gegn, hún fékk fimm stjörnur í Kerrang og vakti gríðarlega athygli erlendis. „Við vorum að vinna með einu plötufyrir- tæki í Bandaríkjunum, einu í Bretlandi og einu hérna á Íslandi. Það var mikið að gerast hjá okkur og fullt af fólki að vinna í kringum okkur sem í sumum tilfellum sáði kannski ein- hverjum fræjum sundurlyndis. Ég segi ekki að þetta hafi verið eins og grískur harmleikur en það fór kannski að blossa upp tortryggni og öfundsýki á milli okkar þegar hlutirnir fóru að ganga vel en samt ekki nógu vel,“ segir Frosti. „Halldór Laxness varð einhvers konar bomba í Bretlandi. Við fengum ótrúlega mikið að gera og túruðum út um allt – þarna rættist í raun draumur sérhvers drengs. En það gerðist svo mikið hjá okkur á skömmum tíma, hver tónleikaferð átti sína sögu með sínum hápunktum og lágpunkt- um. Það var óneitanlega lýjandi og reyndi mjög á vináttuna. Þetta var mikil samvera og menn fóru að pirra sig hver á öðrum.“ Rússibanareið Frosti segir að tímabilið á eftir hafa verið eins konar rússíbanareið – í garð hafi gengið gríðarlega skemmti- legur tími en um leið hafi stundum allt verið á suðupunkti innan sveit- arinnar. „Þegar við tókum svo upp næstu plötu, The Great Northern Whale Kill, var sambandið orðið nokkuð slitið. Menn hittust nánast eingöngu þegar þurfti að taka nauð- synlegar æfingar eða spila á tónleik- um. Samverustundir þess utan voru orðnar ansi fáar. Eftir að platan kom út heyrði ég í raun ekkert í strákun- um í nokkra mánuði og fór bara að hugsa um aðra hluti. Skoðaði hvaða nám ég vildi fara í og svoleiðis. Þegar við síðan loks hittumst aftur til að ræða málin lagði ég það til að við myndum bara setja sveit- ina í algert salt. Mér datt í hug að þannig gæti áhuginn kannski kviknað aftur seinna meir og við gætum séð til með framhaldið. Það vildu hinir hljómsveitarmeðlimirnir hins vegar ekki.“ Niðurstaðan varð því sú að Frosti og Þröst- ur bassaleikari yfirgáfu sveitina. „Þá var ég líka búinn að innrita mig í háskólann og hafði að einhverju öðru að snúa. Ég fann að það væri fínt að ljúka þessum kafla þarna.“ Frosti segir að þó að á ýmsu hafi gengið hjá sveitinni hafi það ekki verið neitt drama þegar hann hætti. „Við höfum oft tekist á en við slóg- umst ekki í þetta skiptið,“ segir hann og hlær. „Ég held að það sé annars eðlilegt að það sjóði upp úr hjá svona kraftmiklum ungum mönn- um. Það gerðist líka oft. Öll þessi nærvera, í allan þennan tíma, í litlum sveittum rútum. Það var samt allt í lagi. Við elskuðumst og höt- uðumst eins og bræður.“ Voru bannaðir í Hafnarfirði Margar sögur fóru á kreik um sveitina, ekki síst eftir að hljómsveitarmeðlimir töluðu held- ur frjálslega um eiturlyf og fóru niðrandi orðum um konur í viðtali við erlent tímarit. „Við vorum í viðtali við eitthvert erlent blað og vorum beðnir að nefna tólf staði í Reykja- vík og hvers vegna þeir væru áhugaverðir. Við töluðum meðal annars um Bæjarins bestu og sögðum að þar væru bestu pylsurnar og þess háttar. Síðan þegar einhver nefndi skemmti- staðinn Vegamót, sem mér fannst ekki alveg nógu kúl að tengja Mínus við, þá greip ég fram í og sagði að þar gætu menn fengið tott fyrir línu af kóki. Þetta var nú sett fram í gríni en þegar blaðið kom út tóku íslenskir fjölmiðl- ar þetta upp. Máni [samstarfsmaður Frosta á X-inu og fyrrverandi umboðsmaður Mínuss] ákvað að nýta sér þetta mál út í ystu æsar. Hann blés þetta mál eiginlega út frekar en hitt. Þetta var eiginlega bara grín sem vatt svona upp á sig. Í kjölfarið var okkur meðal annars bannað að spila í nokkrum grunnskól- um landsins,“ segir Frosti. Sneri sér að stjórnmálum Þegar Frosti hætti í Mínus tók stjórnmála- fræðin í Háskóla Íslands við en hann hafði alltaf haft ákveðinn áhuga á stjórnmálum. „Pólitík er bara blanda af hugsjónum og hags- munum. Þegar ég keypti mér svo fyrstu íbúð- ina árið 2006 fóru hlutir eins og verðtrygging og skattar allt í einu að skipta máli og þá fór þessi áhugi að vinda upp á sig.“ Það er óhætt að segja að Frosti hafi tekið stjórnmálafræðina með trompi. Hann tekur virkan þátt í félagslífinu, var um skeið for- maður Politicu, félags stjórn- málafræðinema, og bauð sig fram í stúdentapólitíkinni. „Ég var töluvert eldri en hinir krakkarnir í stjórnmálafræð- inni og þekkti engan þarna. Ég taldi því gott að kynnast öllum nemendunum til að halda í við námið og til að geta skipst á glósum, þetta voru svona prakt- ísk hagsmunaatriði fyrir mig,“ segir Frosti og hlær. „Þegar ég var settur á lista hjá Vöku var ég í raun bara að þreifa fyrir mér og sjá hvernig stúdentapólitíkin virkaði. Ég komst fljótlega að því að hún er alveg jafn viðbjóðsleg og pólitíkin er á Alþingi. Sama sandkassa- og Morfísstemning- in. Menn eru ekki ósammála um neitt sem máli skiptir, eru bara hver í sínu liðinu til þess að ríf- ast um það, að því er virðist, hver eigi að stjórna.“ Hefði kosið Vilmund Frosti kemur úr Garðabæ, vígi Sjálfstæðisflokksins, og bauð sig fram fyrir Vöku, félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta. Það liggur því beinast við að spyrja hvort hann sé hægri sinnaður. „Ég er frjálslyndur og aðeins hægra megin við miðju jú. Ég vil sem minnst ríkisafskipti en viður- kenni þó að þau eru nauðsynleg á ákveðnum stöðum. Minn guðfaðir í pólitík er ábyggilega Vilmundur Gylfason. Ef hann væri á lífi og í framboði í dag myndi ég ábyggilega styðja þann flokk. Ég get hins vegar ekki stutt Sjálf- stæðisflokkinn í dag. Það er ekki fræðilegur möguleiki. Það er talað um að flokkurinn sé að berjast fyrir einstaklingsfrelsi en í raun er þetta bara hagsmunaklíka í sinni grófustu mynd. Þetta er rótgróin spillt hagsmunaklíka sem verður mjög erfitt að breyta og býst ekki við að það sé hægt að bjarga honum. Frekar þurfum við annan hægriflokk.“ Annað rokkstjörnumeik Frosti heldur úti útvarpsþættinum Harma- geddon með Þorkeli Mána Péturssyni sem er hans besti vinur og fyrrverandi umboðsmaður Mínuss. Máni er afar vinstrisinnaður, stofn- aði meðal annars Búrhval, félag ungs Alþýðu- bandalagsfólks í Garðabæ. Nafngiftin var til komin vegna þess að búrhvalir eru einu dýrin sem éta kolkrabba. „Máni er ólíkur mér að mörgu leyti. Hann Sneri baki við rokkdraumnum Kristján Frosti Logason var gítarleikari í rokkhljómsveitinni Mínus en hætti þegar sveitin var á barmi heimsfrægðar. Í samtali við Fréttablaðið segir hann frá því af hverju hann hætti í rokkinu og skipti yfir í stjórnmálafræði, föðurmissinum og besta vininum. Frosti var 22 ára þegar hann missti föður sinn í bílslysi í janúar árið 2001. Hann segir að það hafi haft töluverð áhrif á hann. „Það var mikið sjokk þegar það gerðist. Ég upplifði mig náttúrulega bara enn þá sem einhvern strákgutta á þeim tíma og mér fannst pabbi vera svona æðri vera sem ég hélt að yrði alltaf til staðar. Það var því mjög undarlegt þegar honum var kippt í burtu einn morguninn. Það var mikið sjokk og ég lamaðist í stuttan tíma á eftir. Tíminn vinnur samt bara með manni í svona tilfellum og svona lífsreynsla getur hert mann. Eftir standa svo bara góðar minningar og ég er þakklátur fyrir að hafa átt góðan föður sem lagði sig fram við að leggja mér lífsreglurnar.” Missti pabba sinn 22 ára Kristján Hjálmarsson kristjan@frettabladid.is FÖSTUDAGSVIÐTALIÐföstudagu r Kristján Frosti Logason, útvarpsmaður og fyrrverandi gítarleikari í Mínus ROKKARINN Samband þeirra Mínusliða er ekki mikið í dag. „Við erum ekkert að hringjast á eða eitthvað þannig. Við eigum ekki margt sameiginlegt. Ég hef allt önnur áhugamál en þeir. En það er enginn óvinskapur og við hittumst bara þegar við hittumst,“ segir Frosti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ég segi ekki að þetta hafi verið eins og grískur harmleikur en það fór kannski að blossa upp tortryggni og öfundsýki á milli okkar…
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.