Fréttablaðið - 03.12.2010, Side 31

Fréttablaðið - 03.12.2010, Side 31
 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Mjúkir liðir þykja kvenlegir en til að ná þeim náttúrulegum ætti að varast að nota of mikið af efnum þegar hárið er krullað. Varist einnig að nota of mjótt krullujárn því þá verða liðirnir of mjóir og þéttir. Til að ná sem bestri útkomu þarf að áætla nokk- uð mikið hár í hvern lokk. Spinningkennarinn Birgir Örn Birgisson heldur því statt og stöðugt fram að hann hafi fund- ið upp á vinsælu ostasalati sem margir hafa eflaust bragðað í saumaklúbbum og veislum síð- ustu misseri. „Ég fullyrði að það var ég sem fann upp á þessu sal- ati. Aðrir hafa hins vegar reynt að eigna sér uppskriftina með misgóðum árangri,“ segir hann staðfastur. Birgir segir salatið fyrir alvöru sælkera. „Það er vissulega ekki fitusnautt en þeir sem eru dug- legir að mæta í spinning geta leyft sér að borða það á tyllidög- um. Aðrir verða að láta bragð- vondan duftsjeik duga.“ Það kemur ekki á óvart að Birgir Örn er mikill keppnis- maður og vill ná árangri í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur verið hugsi yfir frétt- um af fólki sem býr við kröpp kjör og segir ljóst að erfiðir tímar séu fram undan hjá mörgum. Hann langaði til að leggja sitt af mörkum og stóð fyrir góðgerða- spinning í World Class allan síð- asta mánuð. Birgir hóf söfnunina á hundrað þúsund króna framlagi og jöfnuðu eigendur World Class þá upphæð. Flutningsfyrirtækið Nesfrakt bætti sömu upphæð við og safnaðist auk þess dágóð upp- hæð í bauka í spinningtímum hjá Birgi. Upphæðin hljóðar nú upp á í kringum fjögur hundruð þúsund krónur og mun Birgir í samvinnu við Sr. Guðrún Karlsdóttur, sóknarprest í Grafarvogskirkju, koma fénu í hendurnar á fátæk- um barnafjölskyldum á Íslandi sem hver um sig fær 30-50 þús- und krónur fyrir jólin. vera@frettabladid.is Ostasalat fyrir þá sem mæta reglulega í spinning Birgir er mikill keppnismaður og með því að standa fyrir góðgerða-spinningtímum tókst honum að safna um fjögur hundruð þúsund krónum sem munu renna til fátækra barnafjölskyldna fyrir jólin. Hér er hann ásamt unnustunni Maríönnu Pálsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 1 piparostur 1 mexíkóostur 1 mjúkur hvítlauksostur 1 paprika (eftir smekk) 1 dós sýrður rjómi 1dl majones vínber (eftir smekk) púrrulaukur (valkvætt) 2 pakkar af Tuc Orginal kexi Skerið ostana niður í litla bita og blandið þeim saman við rjómann og majónesið. Skerið paprikuna, vínber- in og púrrulaukinn niður og hrærið vel saman. Best er að gera salatið daginn fyrir neyslu. OSTASALAT BIRGIS Birgir Örn Birgisson fullyrðir að hann eigi heiðurinn að ostasalati sem margir kannast við. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Verð 8.290 kr. Tilboð mánudaga-miðvikudaga 7.290 kr. Jólahlaðborð b d b18. nóvem er - 30. esem er Hið óviðjafnanlega jólahlaðborð Perlunnar er hafið. Það borgar sig að panta borðið þitt strax – enda eitt vinsælasta jólahlaðborð á landinu! Skötu- og jólahlaðborð Perlunnar Þorláksmessa, í hádeginu Nýárskvöldverður 1. janúar 2010 Gefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf! Það borgar sig að panta skötuna snemma! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.