Fréttablaðið - 03.12.2010, Síða 33

Fréttablaðið - 03.12.2010, Síða 33
FÖSTUDAGUR 3. desember 2010 3 Rúmlega tuttugu nuddarar munu á sunnudaginn gefa klukkutíma af vinnu sinni og skiptast á að bjóða viðskiptavinum Kringlunnar upp á tíu mínútna herðanudd milli klukkan 13 og 18 til styrktar fjöl- skyldum langveikra barna. „Fimm nuddstólar verða á svæðinu fyrir framan Lyfju og nuddað verður í gegnum fötin svo fólk þarf ekki að óttast að þurfa að vera hálfnakið á almannafæri,“ segir Tinna Pétursdóttir nuddari, sem fékk hugmyndina að fram- takinu og sá um framkvæmdina. „Nuddið kostar 1.500 krónur en fólki er að sjálfsögðu heimilt að hafa framlögin hærri. Allur ágóði af nuddinu rennur óskiptur til Umhyggju – félags til stuðnings langveikum börnum.“ Hvernig kom þessi hugmynd til? „Ég var að hlusta á útvarpið og heyrði þar að einhverjir tón- listarmenn væru að gefa vinnu sína til að styrkja góð málefni,“ segir Tinna. „Þá fór ég að hugsa um að það væri auðvelt fyrir fleiri starfsstéttir að gera það sama. Þótt fólk eigi ekki endilega alltaf peninga afgangs til að gefa þeim sem þurfa eiga allir vinnufram- lag.“ Tinna segir það hafa geng- ið mjög vel að fá nuddara til liðs við sig. „Það voru allir boðnir og búnir að gera allt til að þessi hug- mynd yrði að veruleika. Upphaf- lega ætlaði ég bara að hafa fjóra stóla en viðbrögðin voru svo góð að nú eru þeir orðnir fimm.“ Hvers vegna Umhyggja? „Ég vildi að þessi söfnun kæmi börn- um til góða,“ segir Tinna. „Og þegar ég hringdi í Umhyggju til að segja frá þessu sögðu þau að þetta kæmi sér sérstaklega vel því margir foreldrar langveikra barna hefðu leitað til þeirra um styrki til að geta haldið jólin. Þannig að ég er ofsalega glöð að geta gert þetta fyrir þau. Það er nógu erfitt að vera með langveikt barn þótt peningaáhyggjur bæt- ist ekki þar ofan á. Svo er bara að vona að viðskiptavinir Kringlunn- ar noti sér það að láta nudda stressið úr öxlunum um leið og þeir styrkja þetta góða málefni.“ fridrikab@frettabladid.is Nudda herðar fyrir Umhyggju Óvenjuleg söfnun til ágóða fyrir Umhyggju – félag til stuðnings langveikum börnum – verður í Kringlunni á sunnudag. Ekki eiga allir peninga til að gefa en geta allir gefið vinnuframlag, segir Tinna Pétursdóttir nuddari, sem fékk hugmyndina og stendur fyrir framtakinu. „Ég vildi að þessi söfnun kæmi börnum til góða,“ segir Tinna Pétursdóttir nuddari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fólk þarf ekki að óttast að verða rekið úr fötunum í Kringlunni á sunnudaginn. Í Hússtjórnarskólanum í Reykja- vík verður opið hús á morgun þar sem finna má ýmsar kræs- ingar og handverk. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, sem starfað hefur samfleytt frá árinu 1942, verður að venju með opið hús í lok vetrarannar. Á sýn- ingunni gefur að líta afrakstur nemenda eftir önnina. Í skólanum læra nemendur ýmiss konar handverk, meðal annars vefnað og saum, prjón og hekl og sitthvað um matseld og þrif auk bóknáms. Námið, eins og það er í dag, byggist á einni önn sem metin er til 24 eininga. Skól- inn tekur aðeins við 24 nemendum og verða verk þeirra sýnd á opnu húsi á laugardaginn. Á sýningunni má finna margs konar verk eftir nemendur, eins og hefð gerir ráð fyrir, og einnig verða til sölu veitingar sem nem- endur standa að baki. Sýningin verður í húsakynnum Hússtjórnarskólans að Sólvalla- götu 12 og stendur frá 13.30 til 17 á laugardag. Handverk á opnu húsi Ýmsar kræs- ingar verða á boðstólum. Desembertilboð DIGRANESVEGUR 10 // 200 KÓPAVOGUR // SÍMI 527 2777 // INFO@MYSECRET.IS // WWW.MYSECRET.IS Tilboð á aada í 5 lítra umbúðum í desember Eftir áramót koma nýjar 4 lítra umbúðir fyrir aada drykkinn. Þess vegna bjóðum við nú 5 lítra umbúðirnar á sérstöku tilboðsverði. Tilboðið getur þú nálgast hjá okkur að Digranesvegi 10 í Kópavogi eða hjá sölufulltrúum okkar sem eru að finna á heimasíðu okkar www.mysecret.is Heiða 67 ára „Þessi drykkur hefur gjörbreytt líðan minni. Ég hef þjáðst af slæmri slitgigt, með mikið slit í mjöðmum og hrygg. Eftir að hafa drukkið aada í nokkurn tíma hef ég fundið mikinn mun. Þetta hefur haft þau áhrif að andleg líðan hefur breyst til batnaðar, meltingin og svefninn er orðin betri og vatnsbúskapur líkamans er orðin stöðugur. Þetta er sannkallaður töfradrykkur og allir ættu að prófa hann.” Kolbrún Una – 61 árs „Ég hef verið með of háan blóðþrýsting í nokkuð mörg ár ásamt nokkrum kvillum sem því fylgir, t.d. vökvasöfnun í líkamanum. Eftir að hafa drukkið aada í nokkrar vikur fann ég mun á líkama mínum, ég var bæði léttari og mér leið mun betur.” Fleiri reynslusögur viðskiptavina okkar er að finna á www.mysecret.is Frí heimsending fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudögum og fimmtudögum. NÝTT TILBOÐ4.900 Tilboðið gildir á meðan birgðir endast.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.