Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2010, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 03.12.2010, Qupperneq 46
6 • „Ég keypti fyrsta hljóðgervilinn minn þegar ég var í menntaskóla 1985. Ég fór frekar seint að vesen- ast í tónlist. Ætli ég hafi ekki verið sautján ára þegar ég keypti fyrsta hljóðgervilinn minn, það var Roland Juno 2. Það hefur verið minn uppá- haldshljóðgervill og ég hef notað hann sem aðalsánd í öðru hverju Gus Gus lagi,“ segir Biggi Veira úr hinni vinsælu hljómsveit Gus Gus. „Það var pólýfónískur „synthi“ sem kostaði ekki beint svakalega mikið en var nú samt slatti á sínum tíma. Svo bættust græjurnar við frekar hægt framan af.“ Biggi hefur alla tíð verið mikill græjukarl enda tekið upp fjölda platna með Gus Gus undanfarin fimmtán ár. Safnplata með bestu lögum sveitarinnar er einmitt ný- komin út með skemmtilegri mynd af Bigga sjálfum á umslaginu sem var tekin þegar hann var fimmtán ára. Þegar Biggi var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni með kunningja sínum Begga var hljómsveitin Soft Cell í miklu uppáhaldi og síðar meir sólótónlist forsprakkans Marc Alm- ond. Saman stofnuðu þeir Beggi hljómsveitina T-World. „Ég hafði mikið dálæti á trommuheiladiskói en ég var ekkert orðinn mjög græjumikill á þessum tíma. Ég átti hljóðgervil sem hét Roland JD 800 en það var ekkert að koma út úr honum sem mig langaði og þá fékk ég mér Roland TR 808. Það er goðsagnakenndur trommuheili úr rappinu sem var líka notaður á upphafs árum house-tónlistar. Ég gat líka keypt mér Yamaha CS-30 sem er frábær mono-hljóðgervill. Þessi skipti voru ein af mínum betri græjuákvörðunum. Síðan frétti ég af ARP 2600-hljóðgervli sem var búinn að liggja í geymslu í mörg ár. Ég fékk hann lánaðan og var með hann í næstum því tíu ár áður en ég keypti hann loksins. Hann hefur verið notaður fyrir bassasándið í Believe, Moss og Need In Me og einnig sem sólósánd í Believe,“ útskýrir Biggi. Hann nefnir einnig Doepfer- hljóðgervlakerfið sem hann keypti undir lok tíunda áratugarins í gegn- um þýskt fyrirtæki og bætti síðan mikið við kerfið 2006. Þetta er græja þar sem hver hluti hljóðgervilsins er sjálfstæður og var eina hljóðfærið sem var notað í endurhljóðblöndun Gus Gus af lagi Bjarkar, Hunter. Biggi er aðallega hrifinn af eldri græjum en festi þó nýlega kaup á Universal Audio Quad flex hljóðkorti. Með því getur hann loksins hljóð- blandað alfarið inni í tölvunni. Gus Gus er þessa dagana að vinna við næstu plötu sína, sem fylgir í kjölfar 24/7 sem kom út í fyrra. „24/7 var „minimal“ og undir teknóáhrifum. Hún var dálítið dimm en samt með björtum yfirtóni. Á nýju plötunni er meiru blandað saman og grúvin eru líka að koma aðeins til baka,“ segir Biggi, spennt- ur fyrir verkefninu. Daníel Ágúst verður aðalsöngvarinn og einhverjir gestasöngvarar koma við sögu. Urður Hákonardóttir, fyrrverandi söngkona Gus Gus, hjálpar til við bakraddir og fleira. freyr@frettabladid.is GUS GUS MAÐURINN BIGGI VEIRA ER MIKILL GRÆJUNÖRD: FYRSTI HLJÓÐGERVILLINN Í ÖÐRU HVERJU LAGI UMVAFINN GRÆJUM Grjænördinn og Gus Gus maðurinn Biggi Veira umvafinn tækjum og tólum í hljóðverinu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GRÆJUR Í UPPÁHALDI HJÁ BIGGA ARP 2600 Frábær „þriggja oscillatora monosynthi“ fyrir bassasánd og sólósánd. Yfirleitt stilltur hjá mér með einn „oscillator“ á fimmundinni. Hefur aðeins gefið eftir fyrir Doepfernum núna í seinni tíð. Roland TR-808 og Roland TR-909 Keypti TR-808 1992 og TR-909 1994. Mikið notaðir á fyrstu fjórum plötun- um. Lagið Is Jesus Your Pal er bara TR-808. Minna notaðir eftir að ég kom mér upp safni af Doepfer Per- cussive sándum. Doepfer A-100 Modular system Höfum mikið notað per- cussive-sánd á síðustu þremur plötum, Attent- ion, Forever og 24/7. Er einnig ábyrgur fyrir öllum bassa- sándum á 24/7. Roland - Juno 2 Fyrsti synthinn, keyptur 1985. Hálf „analogue polýfónískur“. Hefur verið í mjög miklu uppáhaldi alla tíð. Not- aður fyrir orgel í Ladyshave, píanó í Call of the Wild og Moss, strengi í Anthem, Purple, Call of the Wild og Add this Song og fyrir aðal „synth“ í David. GRÆJURJólaskap Handhæg upptökut æki frá Zoom á frábæru v erði! Zoom H4n kr. 48.900- Zoom Q3 kr. 59.000- Zoom H1 kr. 19.800- Zoom H2 kr. 35.800- Þér er í lóf a lagið að taka up p Hjá okkur fæ rðu faglega þjó nustu, byggða á þ ekkingu og áratuga reynslu. við erum komin í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.