Fréttablaðið - 03.12.2010, Page 54

Fréttablaðið - 03.12.2010, Page 54
 3. DESEMBER 2010 FÖSTUDAGUR6 ● dagur rauða nefsins Af hverju tekurðu þátt í Degi rauða nefsins? Af því að dagar Bláa nefsins eru of margir og langir fyrir minn minnsta bróður. Hvernig myndir þú lýsa eigin nefi? Bein, brjósk og stórt skinn- þykkildi með tveimur götum fyrir loftinntak og útblástur. Innra borðið er mjög æðaríkt og hárugt en stundum kemur rauð bóla á ytra borðið sem jafnframt er kjörlendi svonefndra fílapensla. Tekur þú í nefið? Ég tek flesta í nefið í borðtennis enda æfði ég íþróttina af kappi ungur maður. Neftóbak hefur skaðleg áhrif á heilsuna. Ungmenni landsins ættu að forðast þann forna fjanda. Ertu með munninn fyrir neðan nefið? Ehh …já!? Hvers konar spurning er þetta? Það vita það allir að munnurinn er á enninu hahaha … Hvað fær þig til að stökkva upp á nef þér? Dónalegt fólk í umferðinni. Þoli það ekki. Sérstaklega ekki jeppadólga. Tek heljarstökk upp á nefið á mér í stöku tilfellum. Hefurðu nef fyrir góðu gríni? Ég held það, en veit það ekki fyrir víst. Aldrei að vita? eða hahaha, jú er það ekki?. Syngurðu með þínu nefi? Það kemur fyrir að nef mitt byrji að syngja nánast upp úr þurru en ég verð sjálfsagt seint talinn mikill söngmaður, jafnvel aldrei. Rignir stundum upp í nefið á þér? það er helst að maður sofni úti á túni að það rigni ofan í það en það er svo óþægilegt að það varir varla nema augnablik. Hverju er þér helst núið um nasir? Að ég sé gleyminn á hluti og hafi ekkert vit á peningum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Af hverju tekurðu þátt í Degi rauða nefsins? Þetta er einstakt málefni sem allir vilja leggja lið – þar á meðal ég. Hvernig myndir þú lýsa eigin nefi? Ákaflega klassískt nef :) Tekur þú í nefið? Nei – ekki nein efni – ég klíp stundum í nefið á mér! Ertu með munninn fyrir neðan nefið? Já – beint fyrir neðan. Hvað fær þig til að stökkva upp á nef þér? Ekki margt – sem betur fer. Hefurðu nef fyrir góðu gríni? Ég vona það – það er mitt aðalstarf! Syngurðu með þínu nefi? Já – núna eru það jólalög. Rignir stundum upp í nefið á þér? Einstaka sinnum – ég reyni samt að beina nösunum niður á við og horfa beint fram. Hverju er þér helst núið um nasir? Af fjölskyldunni: Að tína alltaf öllu og gleyma áríðandi tímasetningum! EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Af hverju tekurðu þátt í Degi rauða nefsins? Fyrst og fremst af því að nefið fer mér svo vel! Svo finnst mér líka mikilvægt að leggja mitt af mörkum til að börn sem búa við hræðilegar aðstæður eigi einhverja von. Ég hef verið heimsforeldri í nokkur ár og hyggst vera áfram um ókomna tíð. Hvernig myndir þú lýsa eigin nefi? Mjög fallegt íslenskt kartöflunef. Premium. Tekur þú í nefið? Ekki síðan ég brá búi og flutti á mölina. Ertu með munninn fyrir neðan nefið? Já! Hvað fær þig til að stökkva upp á nef þér? Ég er svo óíþróttamannslega vaxin að mér hefur aldrei tekist að stökkva upp á nef mér. Aukheldur sem ekki er hægt að bjóða fallegu íslensku kartöflunefi upp á slíkt. Hefurðu nef fyrir góðu gríni? Já ég hef lag á að þefa uppi gott grín hvar sem er og hvenær sem er. Gott grín gulli betra! Syngurðu með þínu nefi? Já. Eingöngu. Rignir stundum upp í nefið á þér? Ekki í seinni tíð. Ekki mikið. Hverju er þér helst núið um nasir? Púðri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Af hverju tekurðu þátt í Degi rauða nefsins? Af því að það er frábært að geta komið fólki til hjálpar, fyrir utan hvað það er gaman að vinna með öllu þessu skemmtilega fólki. Hvernig myndir þú lýsa eigin nefi? Húðlitaður rani með tveimur götum framan á. Tekur þú í nefið? Nei, ég læt nefið á mér í friði yfirleitt. Ertu með munninn fyrir neðan nefið? Já, og ég er þekktur fyrir að geta ekki haldið kjafti. Hvað fær þig til að stökkva upp á nef þér? Óréttlæti og miskunnarleysi. Já, og söngvarar sem hafa ekkert að segja en elska röddina í sér. Hefurðu nef fyrir góðu gríni? Já, ég hlæ eins og tittlingur allan daginn. Syngurðu með þínu nefi? Já, að hluta til. Rignir stundum upp í nefið á þér? Já, en mér er vorkunn með það vegna þess að ég er hæfileikaríkari en allir sem ég þekki. Hverju er þér helst núið um nasir? Að ég sé með munninn fyrir neðan nefið, að ég syngi með mínu eigin nefi og að það rigni stundum upp í nefið á mér.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kynnar kvöldsins Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur sem Kiddi, vann við lag Dags rauða nefsins í ár, sem Retro Stefson á heiðurinn að. En Kiddi hefur áður komið þar við sögu. „Það var leitað til mín fyrst þegar við í Baggalúti gerðum lagið fyrir Dag rauða nefsins. Þá gerðum við lagið Brostu og það er spil- að annað slagið, sérstaklega á þessum tíma árs. Þá ákváðum við að fara á stúfana og tala við nokkra fræga Íslendinga.“ Hver og einn var fenginn til að syngja smá lagstúf í viðlagið. Kiddi segir öðruvísi að semja lag fyrir ein- hvern sérstakan atburð. „Þegar við erum beðnir um að semja lög sérstaklega reynum við að tengja þau ekki beint við efnið og minnast helst ekki á það í laginu. Til dæmis sömdum við lag í tilefni af áttræðisafmæli Vigdísar Finnbogadóttur og það lag heitir einfaldlega Gjöf. Þar er hvergi minnst á Vigdísi, þótt það sé að sjálfsögðu um hana. Þau í Retro Stefson gera þetta öðruvísi og tengja lagið beint við efnið, en þetta er alveg frábært lag hjá þeim. Hljómsveitir eins og Retro Stefson kom- ast kannski betur upp með það, því textarnir hjá okkur eru berari og það yrði jafnvel hallærislegra ef við færum þessa leið.“ Hann segir verkefnið vera hvort tveggja í senn, bæði skemmtilegt og erfitt. „Maður þarf að setja sig í ákveðið samhengi og semja lag sem að passar við.“ Að sögn Kidda finnst honum lítið mál að aðstoða við upptökur á laginu. „Ég rek stúdíó í Hafnarfirði, Hljóðrita, og get þar af leiðandi hjálpað eitthvað til. Það er svo lítið mál fyrir mig að hjálpa með því að aðstoða við upptökur og gefa nokkra stúdíótíma. Þegar kemur að þessu, þá er jólatörnin alveg búin og allar jólaplöturnar eru komnar út. Þá hefur maður loks alveg nægan tíma fyrir eitthvað svona.“ Þegar Kiddi rifjar upp upptökurnar á laginu Brostu er honum meðal annars minnisstæður allur hamagangurinn sem varð til í kringum verkefnið. „Ég fór út um allar trissur að hitta á hina og þessa. Til dæmis heimsótti ég Latabæ og hitti þar fyrir Magnús Scheving á hlaupum.“ Af öðrum má síðan nefna Unni Birnu Vilhjálmsdóttur og Siv Friðleifsdóttur. „Flestir komu í stúdíóið til mín en svo þurfti maður líka að fara heim til einhverra að taka það upp.“ - gh Bæði erfitt og skemmtilegt verkefni ÞORSTEINN BACHMANN GUÐLAUG ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Vinningarnir í símaleiknum eru: MENNINGARPAKKI: Miðar á tvær leiksýningar í Borgarleik- húsið Bækur frá Forlaginu Út að borða á Fiskfélagið Andvirði 86.000 kr. JÓLAPAKKI: Sími frá Vodafone Gjafakort frá Miðborginni okkar Andvirði 275.000 kr. HEILSUPAKKI: Tvö árskort í Baðstofuna Laugum Útivistarfatnaður frá Zo On Andvirði 410.000 kr. HNAKKAPAKKI: Bókin Lífsleikni eftir Gillzenegger Mánaðarbirgðir af Hámarki Brúnkumeðferð frá snyrtistofunni Gyðjunni Ómetanlegt til fjár en vænlegt til vinsælda FERÐAPAKKI: Ferð fyrir tvo til Tyrklands með Heimsferðum Andvirði 500.000 kr. SÍMALEIKUR Á DEGI RAUÐA NEFSINS Meðan á þættinum stendur verður staðið fyrir svokölluðum símaleik. Fólki er boðið að hringja inn í söfnunarnúmerið 907-1900 þar sem sjálfkrafa eru dregnar 1.900 krónur af símreikningi fólks til styrktar UNICEF. Með því að hringja flyst viðkomandi í pott sem dregið er úr fimm sinnum í útsendingunni, eða einu sinni á hverjum klukkutíma. Guðmundur Kristinn Jónsson vann við lag Dags rauða nefsins í ár. Retro Stefson á heiðurinn að því.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.