Fréttablaðið - 03.12.2010, Side 58

Fréttablaðið - 03.12.2010, Side 58
10 • En platan segir sögu, er það ekki? Arnór: Jú, í rauninni. Tóti er auðvitað með ákveðnar hugmyndir um þema hvers lags. Varðandi textana þá var eitt markmið hjá mér, ég hef engum sagt þetta, en hvert einasta lag átti að fokka mér upp andlega. Þetta er aðallega tekið frá því tímabili þegar ég flutti til Íslands árið 2006 eftir að ég missti pabba minn úr krabbameini. Ég talaði ógeðslega slæma íslensku, og ég geri það enn, en ég var miklu verri þá. Það var skrýtið tímabil og ekki gott, og allir textarnir eru undir áhrifum frá því. Ertu að upplifa þetta tímabil jafn sterkt þegar þið flytjið lögin á tónleik- um eða skánar það með tímanum? Arnór: Það fer bara í hringi og heldur áfram. Og það er aðalspurning plötunnar. Hvenær fer maður út úr þessu? Sér- staklega hafa akústik-tónleikarnir okkar verið erfiðir. Eins og t.d. með lagið Eyes of a Cloud Catcher. Það lag fjallar um augnablikið þegar við vorum að kveðja pabba minn eld- snemma um morguninn þegar hann dó heima hjá okkur. Þegar við tökum lagið akústik breytist það og textinn kemur sterkari í gegn og mér finnst ennþá erfitt að syngja það. Heldurðu að það að syngja lögin aftur og aftur muni hjálpa þér á endanum að takast á við þennan atburð eða gæti þetta jafnvel seinkað því að þú náir andlegum bata? Arnór: Það er virkilega góð spurning. Fyrst var ég á því að þetta yrði bara þerapía fyrir mig og að það gæti ekki verið óhollt að horfast í augu við þetta. En ég var að velta því fyrir mér um daginn hvort mér liði eitthvað betur eftir að vera búinn að syngja þessi lög svona lengi. Ég eiginlega get ekki svarað því á meðan platan er svona nýkomin út. Þú fluttir hingað til lands árið 2006 frá Danmörku, þar sem þú ólst upp. Þekktir þú strákana eitthvað fyrir þann tíma? Arnór: Nei, ég þekkti þá ekki neitt. Ég kynnt- ist þeim ekki fyrr en 2008. Og ég hitti Tóta ekki fyrr en tveimur vikum fyrir Músíktilraunir þegar Boggi (fyrr- verandi bassaleikari sveitarinnar) sendi mér e-mail og spurði hvort ég vildi spila með þeim. Bogga og Kela þekkti ég reyndar aðeins úr FÍH. Boggi var alltaf sofandi og ég var alltaf að horfa á Kela því hann var svo líkur Seth Rogen og Sideshow Bob. Ég stríddi honum á því og ég veit ekki hvort hann hataði mig eða hvað? En svo fékk ég þennan póst frá Bogga og hugsaði: „Ah, gaurinn sem er alltaf sofandi“. Nú varð Keli (trommuleikari) hálfgert andlit sveitarinnar út á við fljótlega eftir að þið unnuð Músíktilraunir, sökum frumlegrar og eftirminni- legrar hárgreiðslu. Hvernig lagðist það í ykkur? Tóti: Burtséð frá hárinu þá er hann einn besti trommari sem ég veit um. Arnór: (Hlær) Við erum nú eiginlega búnir að banna honum að losa sig við hárið enda er þetta ótrúlegt hár. En hann má gjarnan vera andlit sveitarinnar því hann er mjög mikilvægur hluti af tónlistinni. Og svo er hann líka svo jákvæður og hress gaur. Á meðan ég er emó í bakgrunninum og Tóti eitthvað... (nú tekur Arnór furðulega eftirhermu af Tóta sem erfitt er að gera skil í rituðu máli). Nú hef ég tekið eftir því að þeir sem fíla ekki tónlistina ykkar eru samt alltaf til í að gefa ykkur prik fyrir spilamennsku og vandvirkni. Upplifið þið þetta líka? Tóti: Já. Ég passa mig rosalega á því.....nei ég þarf ekki einu sinni að passa mig á því....að þetta verði aldrei eitthvað hljóðfæra „show-off“. Tónsmíðarnar eru númer eitt, tvö, þrjú og fjögur hjá okkur. Ég er með eitt gítarsóló á plöt- unni (hlær). Ég persónulega þoli ekki hljóðfærarúnk og ég veit að strákarnir gera það ekki heldur. Við þurfum ekkert að vera á bremsunni. Arnór: Það er margt við tónlistina sem er flókið að spila, en megnið af þessu finnst mér einfalt að hlusta á. Eruð þið farnir að finna fyrir athygli frá útlöndum? Báðir í kór: Svona hægt og rólega. Arnór: Við erum bara að vinna í þessu. Þetta er sjálfsagt rosalega mikið spurning um heppni. Það er ekkert annað sem við getum gert en að spila eins mikið og við getum og senda efni út og nota hvert tækifæri til þess að fara út og spila. Við erum til dæmis að fara að spila í Danmörku í janúar og Englandi í febrúar. En ef eitthvað gerist þá erum við farnir. Æ, þetta hljómaði kannski svolítið illa. Eins og við værum að fara að beila. En þetta er það sem við viljum allir. Við óskum Agent Fresco til hamingju með plötuna og þökkum kærlega fyrir spjallið. „VIÐ ERUM EIGIN- LEGA BÚNIR AÐ BANNA HONUM AÐ LOSA SIG VIÐ HÁRIГ TVÍBURAR? EKKERT VANDAMÁL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.