Fréttablaðið - 03.12.2010, Side 80

Fréttablaðið - 03.12.2010, Side 80
36 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34 Íþróttaleikhúsið kl. 14 Gunnhildur Sigurjónsdóttir les ljóð úr bók sinni „Í faðmi dagsins“. Unglingadeild Leikfélags Kópavogs sýnir leikritið „Beðið eftir græna kallinum“. Græna kannan kl. 15 Tónleikar: Hafdís Huld flytur frumsamin og skemmtileg lög. Minnum á Jólamarkað Sólheima í Kringlunni 4. og 5. desember! Laugardagurinn 4. desember Vala - verslun og listhús Kl. 14.30 – 18 // Um helgar kl. 14 – 17 Kaffihúsið Græna kannan Um helgar kl. 14 – 17 Ingustofa – Samsýning vinnustofa Kl. 9 – 17 // Um helgar kl. 14 – 17 Opnunartímar á Aðventudögum Nýtt leikverk eftir Jón Atla Miðasalan er opin virka daga frá kl. 13-15 Sími: 527 2100 www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík Tom Waits Tribute Mojito3. DESMIÐNÆTURSÝNING! 23:30 3.DES 4.DES 4.DES Vesturport & Rás 2 kynna The Bad Livers & The Broken heart Band AUKATÓNLEIKAR KL. 23:30 kl. 20 kl. 22:30 Jónas Sig. Jólarósir Tónleikar Snuðru og Tuðru 5.DES 7.DES Augastein – Á senunni Ævintýrið um 12.DES kl. 14 OG 16 NÆSTA VIKA: MIÐNÆTURSÝNING 10.DES 36 menning@frettabladid.is Bækur/ ★★★ Doris deyr Kristín Eiríksdóttir Kjötbær Kristínar Eiríksdótt- ur bar með sér ferskan blæ inn í íslenskan bókmenntaheim þegar hann kom út árið 2004, og næstu bækur hennar tvær, Húð- lituð auðnin 2006 og Annarskon- ar sæla 2008, viðhéldu ferskleik- anum. Doris deyr er á svipuðum nótum hvað efni og lífssýn varðar en hér er mun þroskaðri höfundur að verki og vinnubrögðin agaðri. Doris deyr er safn tíu smásagna og er sögusviðið dreift um hálfa heimsbyggðina, frá Kanada til Íslands til Kólumbíu til Istanbúl með viðkomu við Niagarafoss- ana, á Gíbraltar, Spáni og fleiri stöðum. Sögurnar tengjast ekki innbyrðis en umfjöllunarefnið er ávallt hið sama; einsemd mann- eskjunnar í veröldinni, leitin að lífsfyllingu í formi ástar, vin- áttu, ferðalaga, eiturlyfja, áfeng- is eða kynlífs. Leit sem ekki ber nokkurn árangur því manneskjan er alltaf ein á flótta sínum undan sjálfri sér og tengingin við annað fólk í besta falli tálsýn, í versta falli banvæn. Söguhetjur flestra sagnanna eru ungar konur, ósáttar við sjálf- ar sig og umhverfið, í stöðugri leit eftir viðurkenningu og samastað í tilverunni. Konur sem þrá að vera einhverjum einhvers virði en óttast um leið þá frelsisskerð- ingu sem það felur í sér. Í sögunni Þrjár hurðir er söguhetjan eldri kona sem fann sinn samastað en komst að því að ekki heldur þar var griðland að finna. Í þeim þremur sögum þar sem söguhetj- an er karlkyns er svipað uppi á teningnum; gjáin á milli fólks er óyfirstíganleg. Örsjaldan tekst að brúa hana, en alltaf aðeins stutta stund, svo tekur einmanaleikinn aftur yfirhöndina og leitin hefst að nýju. Allar eru sögurnar góðar. Vel byggðar og vel skrifaðar og lýsa veruleika sem við þekkjum öll, jafnvel þótt sögusviðið sé fjar- læg lönd eða undirjarðnesk vit- und manneskjunnar. Kristín hefur fullt vald á smásagnaform- inu og textinn er meitlaður og fágaður. Næstum of fágaður á köflum og undirrituð stóð sig að því að sakna ungæðislegs ofsans sem einkenndi Kjötbæinn. Meira að segja ofbeldið og órarnir eru hér fágaðri og óhugnaðurinn sem oft kraumar undir yfirborðinu beislaðri. Þroskinn er á kostnað hömluleysisins, sem eðlilegt er, og útkoman ekki eins kraftmik- il. Það er þó alveg ljóst að með þessari bók stígur Kristín fram sem fullþroskaður höfundur sem hefur mikið fram að færa bæði í efni og stíl og verður spennandi að lesa skáldsöguna sem sam- kvæmt þroskakúrfu rithöfunda hlýtur að koma frá henni næst. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Vel byggðar og vel stílaðar smásögur sem undirstrika einstæða sýn Kristínar á eðli þess að vera manneskja. Djöfullegra en lífið sjálft Hallgrímspassía, tónlist við Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar eftir Sigurð Sæv- arsson, er komin út á sam- nefndum hljómdiski. Verkið tileinkar hann minningu afa síns sem kvaddi þennan heim með sálma Hallgríms á vörunum. Sigurður helgar útgáfuna minn- ingu afa síns, Skúla Oddleifsson- ar, sem tengist minningu hans um Passíusálmana órofa böndum. Í bæklingi sem fylgir hljómdiskn- um lýsir Sigurður því hvernig hann man afa sinn standandi við glugga, hlustandi á útvarpsmess- una, og alvarleikanum sem fylgdi þegar Passíusálmar Hallgríms voru lesnir á föstunni. „Stemningin í kringum upplest- ur Passíusálmana var mjög sterk í minningunni,“ segir Sigurð- ur. „Mörgum árum síðar sat ég við dánarbeð afa á sjúkrahúsinu. Daginn sem hann dó þuldi hann upp Passíusálmana eins og upp úr svefni. Að hann skyldi helga síð- ustu andardrætti sína sálmunum hafði mikil áhrif á mig og varð til þess að ég ákvað að gera tónlist við þá.“ Passíusálmar Hallgríms Pét- urssonar eru miklir að umfangi og segist Sigurður hafa nálgast þá eins og kvikmyndaleikstjóri sem ætlar að gera bíómynd eftir ein- hverju stórverki bókmenntanna. „Ég gerði mér strax grein fyrir því að ég yrði að skera niður með það að markmiði að fanga anda sálmanna og þannig að sagan héldist óslitin. Ég sleppti því ákveðnum pörtum úr sálmunum sem skipta kannski ekki öllu máli til að maður haldi þræði í verk- inu. Ég bar þessa aðlögun mína meðal annars undir kirkjunnar menn og það var almenn ánægja með þetta; að minnsta kosti ekk- ert sem ég sleppti sem þeir töldu að mætti alls ekki sleppa. Þetta var því dálítið eins og ég ímynda mér að sé að vinna handrit byggt á öðru verki, þar sem maður þarf að velja og hafna.“ Hallgrímspassía er fráleitt fyrsta tónverkið sem samið er við sálma Hallgríms Pétursson- ar. Hvers vegna höfðar það svona sterkt til tónskálda? „Ég veit það ekki en þegar ég fór að vinna með sálmana og rýna í þá opnaðist algjörlega nýr heim- ur fyrir mér. Þetta er svo tíma- laus klassík að hún talar algjör- lega til manns hér og nú. Þetta er kannski eins og með Shakespeare, sem er í stöðugri endurnýjun í ólíkum formum fyrir nýjar kyn- slóðir. Ég vonast að minnsta kosti til að þetta verk verði til þess að vekja áhuga einhverra á Passíu- sálmunum.“ Verkið var hljóðritað á tveimur dögum í Hallgrímskirkju í mars síðastliðnum. Á disknum nýtur Sigurður meðal annars liðsinnis kammerkórsins Schola Cantorum, Caput-hópsins, Harðar Áskelsson- ar orgelleikara og Jóhanns Smára Sævarssonar, bróður tónskálds- ins, sem syngur fyrir Hallgrím. „Upptökurnar gengu mjög vel enda var valinn maður í hverju rúmi. Tæknin er orðin svo góð nú til dags og þetta er svo mikið fag- fólk að sárafáar tökur þurfti til ná þessu.“ Hallgrímspassía var frumflutt árið 2007 og flutt aftur síðast- liðna páska. Sigurður vonast til að verkið verði flutt erlendis áður en langt um líður. „Ég er að undirbúa kynningar- pakka til að senda út. Opnasti geir- inn í þessum bransa er kórageir- inn; kórarnir eru alltaf að leita að nýjum verkum til að flytja og það er ágætt að byrja að kynna verkið fyrir þeim. Passíusálmarnir hafa verið þýddir á nokkur tungumál, til dæmis dönsku, norsku, þýsku og ensku. Það þyrfti að vísu að slípa þýðingarnar aðeins til þannig að þær falli betur að tón- verkinu.“ bergsteinn@frettabladid.is HLJÓMAGANGUR PÍSLARGÖNGUNNAR SIGURÐUR SÆVARSSON Segir Passíusálmana eiga stöðugt erindi við okkur, rétt eins og önnur stórvirki bókmenntanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Elísabet V. Ingvarsdóttir hönn- unarsagnfræðingur fjallar um íslenska húsgagna- og vöruhönn- un í fyrirlestri á Hönnunarsafni Íslands á sunnudag. Elísabet mun í fyrirlestrin- um segja frá þeirri kynslóð manna sem fyrst komu að utan úr sérhæfðu námi sem mennt- aðir hönnuðir og tengja þeirra tíma við samtímann. Skoðað- ir verða möguleikar og vonir þessara frumkvöðla í atvinnu- sköpun í samhengi við þá mögu- leika og vonir sem ört stækkandi hópur íslenskra hönnuða stendur frammi fyrir í dag, meðal annars í ljósi niðurstaðna úr nýrri rann- sókn á hagrænu gildi skapandi greina á Íslandi. Fyrirlestur Elísabetar hefst klukkan 14. Húsgagna- hönnun í sögulegu ljósi JÓLIN KOMA Í ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Jóladagskrá Þjóðminjasafns Íslands hefst á sunnudag klukkan 14. Pollapönkararnir spila fyrir krakkana. Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn kíkja í heimsókn og spjalla við börnin um íslenska jólasiði. Á Torginu er sýningin Sérkenni sveinanna, en þar má sjá jólahús með gripum sem tengjast jólasveinunum, auk ratleikja og annarra uppákoma. Aðgangur er ókeypis.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.