Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 88
44 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Marshall Mathers eða Emin- em er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna og verð- ur að teljast sigurstrangleg- ur í nánast öllum flokkum. Ung stirnið Justin Bieber á sigurinn vísan í nýliðavalinu. Mikið var um dýrðir þegar tilnefn- ingar til Grammy-verðlauna voru tilkynntar í beinni útsendingu CBS- sjónvarpsstöðvarinnar frá sérstök- um Grammy-tónleikum. Listamenn á borð við Katy Perry tróðu upp en rapparinn fyrrverandi og núver- andi leikarinn, LL Cool J, var kynn- ir kvöldsins. Sem var við hæfi því annar rappari, Eminem, var stjarna kvöldsins. Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna, þar á meðal fyrir plötuna Recovery og lagið Love the Way You Lie sem hann syng- ur ásamt Rihönnu. Endurkoman er Eminem bæði sæt og söguleg því tíu ár eru liðin síðan hann sigraði heim- inn með Marshall Mathers LP og slagarann The Real Slim Shady. Eminem er ekki eini listamað- urinn sem getur borið höfuðið hátt eftir að tilnefningarnar voru kunn- gjörðar. Nýliðinn Bruno Mars getur til að mynda vel við unað en hann fékk sjö tilnefningar og stórstjörnur á borð við Lady Gaga og Jay-Z voru tilnefndar til sex verðlauna, Jay-Z meðal annars fyrir hið frábæra lag Empire State of Mind sem hann syng- ur ásamt Aliciu Keys. Í þessum hópi er einnig kántrítríóið Lady Antebell- um sem hefur selt yfir þrjár millj- ónir eintaka af plötu sinni Need You Now. Meðal þeirra sem hlutu fimm tilnefningar má nefna gítarhetjuna Jeff Beck, rapparann B.o.B og sál- argoðsögnina John Legend. Athygli vekur að rokkdúóið The Black Keys fékk fjórar tilnefningar fyrir sína sjöttu plötu Brothers en hingað til hefur sveitin ekki verið áberandi á Grammy-hátíðinni. Nýliðavalið hefur verið spennandi undanfarin ár en flestir eru sann- færðir um að undrabarnið og tán- ingsskrímslið Justin Bieber verði hlutskarpastur. Hvað verður kemur í ljós 13. febrúar þegar Grammy-verð- launin verða afhent á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. freyrgigja@frettabladid.is Endurkoma Eminem fullkomnuð MIKIÐ UM DÝRÐIR LL Cool J var kynnir á tilnefningarhátíð Grammy-verðlaunanna sem sýnd var í beinni útsendingu á CBS- sjónvarpsstöðinni og bregður hér á leik ásamt spjallaþáttastjórnandum Craig Ferguson. Miðasala á Hróarskelduhátíðina í Danmörku sem verður haldin 30. júní til 3. júlí á næsta ári er hafin. Af því tilefni var tilkynnt að bandaríska rokksveitin Kings of Leon myndi stíga þar á svið. Áður höfðu metalhundarnir í Iron Maiden boðað komu sína. Miðasala á Hróarskeldu fer nú öll fram á heimasíðunni Rosk- ilde-festival.dk. Forsvarsmenn hátíðarinnar ákváðu að selja aðgöngumiða einungis í gegnum heimasíðu sína til að bjóða gest- um upp á nýjung sem var prufu- keyrð í fyrsta sinn í ár. Þá gátu gestir pantað sér tjaldsvæði um leið og þeir keyptu miða sína. Kings spilar á Hróarskeldu KINGS OF LEON Rokkararnir stíga á svið á Hróarskelduhátíðinni næsta sumar. Bandaríski leikstjórinn Quent- in Tarantino var vígður inn í hinn þekkta Friar´s-klúbb fyrir skömmu. Þar var hann „grillað- ur“ af vinum sínum, þar á meðal leikstjóranum Eli Roth, sem gerði ítrekað grín að leikstjóranum við mikil hlátrasköll viðstaddra. Roth hæddist að líkamsburðum Tar- antinos og vildi einnig meina að hann væri með fótablæti á alvar- legu stigi. Grínistinn Jeff Ross minntist á hátt enni leikstjórans og vildi meina að hægt væri að sýna þar næstu kvikmynd hans. Á meðal gesta þetta kvöld voru leikkonurn- ar Uma Thur- man og Sarah Silverman, Brett Ratner og „grill“ meistar- inn Samu- el L. Jack- son. Tarantino grillaður QUENTIN TARANTINO VINSÆLT TRÍÓ Lady Antebellum hefur tekið ameríska kántrímarkaðinn með trompi en tríóið eru tilnefnt til sex Grammy-verðlauna. SIGURVEGARI Eminem snýr aftur með stæl, hann er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna. Meðal þeirra sem tróðu upp á Grammy voru Katy Perry og Stevie Wonder. „Þarna verður stórskotaliðið úr poppinu í ár,“ segir Einar Bárðarson athafna- og umboðsmaður, en 30. desember verða haldnir stórtónleik- ar í Háskólabíói til styrktar Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna. Þetta verður þrettánda árið í röð sem Einar heldur þessa tónleika en allt frá árinu 1998 hafa tónlistarmenn og hljómsveitir gefið vinnu sína til að safna fyrir málefnið. „Það er alltaf jafn gaman hvað þetta frábæra fólk tekur vel í þessa bón mína um að koma og spila.“ Ein af þeim hljómsveitum sem boðað hafa komu sína er stúlknabandið The Charl- ies, en stúlkurnar hafa ekki áður komið fram undir því nafni hérlendis. „Ég flutti inn guðdæt- ur mínar frá Bandaríkjunum,“ segir Einar og hlær, en Einar var að sjálfsögðu umboðs- maður þeirra þegar þær mynd- uðu Nylon. Aðrir sem koma fram á tónleikunum eru Dikta, Skítamórall, Buff, Friðrik Dór, Pollapönk, Hvanndalsbræður, Ingó, Íslenska sveitin Jónsi og Sálin hans Jóns míns, en sú síðastnefnda hefur komið fram á öllum styrktartónleikum Ein- ars til þessa. Miðasala á tónleikana hefst í dag kl. 10.00 á midi.is. - ka Stórskotalið á styrktartónleikum ÞRETTÁNDU TÓNLEIKARNIR Einar Bárðarson hefur haldið tónleika til styrktar Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna frá árinu 1998. Glamúrpían Katie Price hefur verið sett í sex mánaða ökubann í Bretlandi eftir að hún játaði að hafa ekið of hratt á Land Rover- bifreið sinni. Price, sem einnig er þekkt undir nafninu Jordan, ók á 134 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn var 113. Lög- maður hennar hélt því fram að Price hefði verið að flýja ágenga ljósmyndara en dómarinn gaf ekki mikið fyrir þau rök; sagði að ljósmyndararnir fylgdu í henn- ar lífi. Þetta er fjórða ökubrot fyr- irsætunnar á rúmum tveimur árum. Auk þess að missa ökurétt- indin var Price gert að greiða eitt þúsund pund í sekt. Lögmaður hennar lýsti því yfir að hún uni dómnum. Katie Price missir prófið ÖKUÞÓR Katie Price hefur verið svipt ökuréttindum í hálft ár. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.