Faxi

Volume

Faxi - 01.04.2006, Page 6

Faxi - 01.04.2006, Page 6
Breytt og bætt aðstaða í Samkaup strax við Hringbraut Verulegar endurbætur hafa að undanfömu farið fram á verslunni Samkaup strax við Hringbraut 55 í Keflavík. Breytingamar eiga að vera til hag- ræðis fyrir viðskiptamenn og starfsfólk. Þær fela m.a. í sér að skipt var út hillukerfum verslunarinnar þannig að hilluplássið eykst og mun rýmra verður í kringum rekkana. Þá var skipt um grænmetis- og kjötkæla og nýr frystikælir tekinn í notkun fyrir til- búna rétti og annað þessháttar. Haukur Benedikts- son verslunarstjóri segir, að með þessu hafi allar aðstæður í versluninni breyst til hins betra og við- skiptavinir hafi látið í ljós ánægju sína með þessi viðbrigði. Kaffihorn verslunarinnar spillir ekki fyrir ánægjunni en þar geta viðskiptavinir sest nið- ur og fengið sér kaffisopa í ró og næði. Að auki hefur öll verlsunin verið málið og lýsing endumýj- uð. Alls starfa um 20 manns í Samkaup strax við Hringbraut, þar af um 15 í hlutastarfi. 6 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.