Faxi

Årgang

Faxi - 01.04.2006, Side 10

Faxi - 01.04.2006, Side 10
i 0r annál Lionsklúbbs Keflavíkur: Starfið og sagatt í hnotskurn Allmörg ár eru síðan Ingvar Guðmundsson, kennari og Lionsfélagi, byrjaði að skrifa annál Lionsklúbbs Keflavíkur með stuttum úrdráttum úr fundargerðum klúbbsins. Ingvar segir að tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið sá að gera sögu hans aðgengilegri þeim féiögum, sem gjarnan vildu líta yfir farinn veg. Enginn vafi er á því að fleirum mun þykja hann eftirtek- tarverður og heimildagildi hans fyrir sögu og menningu byggðarlagsins er ótvírætt. Annállinn er allmikill að vöxtum eða rúmlega 50 blaðsíður. Ingvar hefur cinnig tekið saman mjög gott og merkilegt félagatal þar sem fínna má stutt æviágrip og niyndir af nær öllum félögum klúbbsins frá upphafi starfsins. Hér verður getið helstu atburða í sögu klúbbsins. Stofnfundur klúbbsins var haldinn 30. júní í Sjálfstæðishúsinu. Þar afhenti Magnús Kjaran Tðmasi Tómassyni formanni klúbbsins stofn- skránaog kvaddi til sem votta þá Bjarna Alberts- son Lionsklúbbi Keflavíkur og Ólaf Sigurðsson frá Lionsklúbbi Akraness, en hann var gestur klúbbsins ásamt Albert Guðmundssyni. Á stofnfundinum voru þeim Tómasi Tóm- 1. starfsár: 1956 - 1957 Fyrsti fundur Lionsklúbbs Keflavíkur var hald- inn 7. apríl 1956 og hófst fundurinn kl.3 í Sjálf- stæðishúsinu. Forgöngu um stofnun klúbbsins hafði Albert Guðmundsson úr Lionsklúbbnum Þór í Reykjavík. Stofnendur voru alls 16. Alexander Magnússon, Arent Claessen, Arn- björn Ólafsson, Ásmundur Friðriksson, Bjarni Albertsson, Benedikt Jónsson. Böðvar Pálsson, Haukur Helgason, Hilmar Pétursson, Hregg- viður Bergmann, Hörður Guðmundsson, Ingvar Guðmundsson, Jóhannes Einarsson, Marteinn J. Árnason, Ólafur Þorsteinsson og Tómas Tóm- asson. Fyrstu gestir klúbbsins voru þeir Magnús Kjar- an, umdæmisstjóri, Njáll Símonarson, umdæm- isritari og Albert Guðmundsson. Flutti Njáll Símonarson erindi um Lionshreyfinguna og Lionsfélagar cí leið íperusölu úr gamla Sjálfstœðishúsinu. Frá vinstri og upp tröppur: Vilhjálmur Albert Guðmundsson flutti hinum nýstofnaða Þórhallsson, Einar Stefánsson, Jón H. Jónsson og Garðar Pétursson. Fremst til hœgri: Sigurður E. klúbbi ámaðaróskir. Þorkelsson. 10 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.