Faxi

Årgang

Faxi - 01.04.2006, Side 37

Faxi - 01.04.2006, Side 37
Njarðvíkingar íslandsmeistarar í AUt síðasta íslandsmót var lið UMFN í toppbaráttunni og þegar upp var staðið hampaði liðið hinum eftirsótta lslandsmeistarabikar í þrettánda sinn. Einar Árni Jóhannsson, hinn ungi þjálfari liðsins mcð Gunnar Þorvarðarson sér við hlið, hafði allan veturinn augun á þessum titli sem ekki liafði fallið Njarðvíkingum í skaut síðustu fjögur árin. Og það verður að segja það að þegar UMFN er annars vegar þá eru fjögur ár langur tími. Lið Njarðvíkinga í vetur var mjög vel mannað. Friðrik Stefánsson, Brenton Birmingham, Jeb Ivey, Guðmundur Jónsson, Jóhann Á. Olafsson, Egill Jónasson, Halldór R. Karlsson. Þessir leikmenn hafa leitt leikmannahóp Njarðvíkur í vetur og vildu eflaust flest lið hafa þessa kappa innanborðs. Friðrik er óumdeilanlega besti miðherji landsins um þessar mund- ir, Brentoner frábær í vörn og sókn þegar sá gállinn er á honum, Jeb er einn af betri erlendu leikmönnunum sem leika hér um þessar mundir, Guðmundur á oft slíkar rispur að hann getur gjörbreytt gangi leikja, Egill hefur einstakt lag á að blokka skot andstæðinganna og Jóhann Á. er einn af efnilegustu yngri leik- mönnum landsins. Það er því eng- in furða að liðinu hafi gengið vel í vetur. Það kom aftur á móti á óvart hverj- ir voru andstæðingar Njarðvíkinga körfu í þrettánda skipti þegar kom að úrslitarimmu Islands- mótsins. Það voru ekki margir sem höfðu spáð því að lið Skallagríms yrði í því hlutverki en það fór nú samt þannig. Undir öflugri stjórn Vals Ingi- mundarsonar bar liðið sigur á hinu sterka liði Keflavfkur og komst þar með í úrslit gegn UMFN sem bar sigur úr býtum á móti KR í und- anúrslitum. Urslitarimman fór skemmtilega af stað í Njarðvfk þar sem heima- menn unnu með 89 stigum gegn 70. I öðmm leiknum á heimavelli Skallagríms í Borgarnesi bám heimamenn sigurorð af Njarðvík á sannfærandi hátt, skomðu 87 stig á móti 77 stigum Njarðvíkinga. Eftir þessa ágætu mótstöðu. Borgnesinga tóku Njarðvfkingar málin í sínar hendur og léku til sig- urs í tveimur næstu leikjum, fyrst í Njarðvík með 107 stigum gegn 76 og síðan í Borgarnesi með 81 stigu móti 60. Til hamingju með sigurinn Njarðvíkingar! HH FAXI 37

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.