Faxi

Volume

Faxi - 01.04.2006, Page 41

Faxi - 01.04.2006, Page 41
hvar laukurinn er geymdur í skipim)?" „Laukur, laukur!” öskrar skipstjórinn.' „Viltu fara strax og segja kokknum að hann verði kjöldreginn ef að sjáist laukur í súpunni.” Magnús hrökk- last til baka og segir kokknum frá undirtektum skipstjórans. „Þetta er allt í lagi, Maggi minn”, segir kokkurinn um leið og hann sýnir honum 3 stóra lauka sem hann tók með að heiman. „Þess- ir laukar fá að krauma í súpunni þangað til hún verður borin á borð. þá tek ég þá og hendi þeint út um kýraugað. Þá sér hann aldrei neinn lauk og verður ánægður með súpuna." Magnús skildi nú hvernig í öllu lá og hafði gaman af öllu santan. Það er skemmst frá að segja, að þegar skip- stjórinn var búinn að kýla á sér vömbina í hádeg- mu, en samt búinn að finna að ýmsu, td. kartöflur ofsoðnar, kjöt ofsoðið o.fl. þá kom hann fram í eldhús og segir: „Koksi, helvíti var súpan góð hjáþér.” „Já,” svarar koksi, „laukur er undirstaða góðrar matargerðar.” „Ég sá engan lauk,” svar- aði skipstjórinn og fór upp í brú, en kokkurinn kveikti sér í vindli og brosti út í annað. Hafsteinn Guðnason. FAXI 41

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.