Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 18

Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 18
EFNAHAGSMflL GENGl KRÓNUNNflR Uff,allir verða alltaf Þjóðin eyðir stöðugt meiri gjaldeyri en hún aflar - en samt verða allir alltafjafn hissa þegargengi krónunnar lækkar. Hrap hennar undanfarna mánuði er alvarlegt áfall ogpegar við bætist bæði sálræn og raunveruleg kreppa hjá mörgum vegna hrunsins á hlutabréfamarkaðnum erpetta eins og að bæta gráu ofan á svart. Tvennt blasir við á næstu mánuðum; laun munu lækka að raunvirði eða pað verður atvinnuleysi. Eftír Jón G. Hauksson Myndir: Geir Olafsson að verða allir alltaf jafn hissa þegar gengi krónunnar lækkar. Engu að síður býr krónan við stöðuga ágjöf og á hún á brattann að sækja. Stöðugur viðskiptahalli þýðir að þjóðin eyðir meiri gjaldeyri en hún aflar. Verðbólga er hér Hagvöxtur á íslandi 2,0% 2,0% Spá Spá 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Ljósi punkturinn í öllu svartnættinu er að það verður áfram hagvöxtur á Islandi nœstu árin og að ekki ber enn á atvinnuleysi þótt mjög hafi slegið á eftirsþurn eftir vinnuafli í landinu. meiri en í nágrannalöndunum og vextir 5 til 6 prósentustigum hærri. Þá hafa laun hækkað umfram verðlag undanfarin ár og mun hraðar en erlendis. Hráefni til iðnaðar er dýrara. Skattar á atvinnulífið eru meiri en erlendis. Framleiðni ijármagns er minna. Fjárfestar flýja utan með hluta af ijármagni sínu og hafa á örfáum árum komið sér upp yfir 186 milljarða króna auðlegð í erlendum verðbréfum á meðan erlendir ijárfestar fúlsa nánast við Islandi og eiga aðeins um 7 milljarða í ís- lenskum verðbréfum. Síðast en ekki síst er gjaldeyrismarkað- urinn frjáls og þar geta milljarðar króna skipt um hendur dag- lega - og þau viðskipti ein og sér sveiflað gengi krónunnar upp og niður eftir því hvernig vindar framboðs og eftirspurn- ar blása þann daginn. „Svarti miðvikudagurinn“ Engu að síður kemur alltaf langt „úff‘, eins og gerðist „svarta miðvikudaginn“ 2. maí sl. þegar gengi krónunnar lækkaði um rúm 6% í metviðskiptum á gjaldeyr- ismarkaði. Þessi lækkun gekk síðan til baka næstu daga á eftir en engu að síður blasir við að gengi krónunnar hefur hrapað um 14% frá áramótum og um nær 26% síðustu tólf mánuðina. Bandaríkja- dalur var td. 75 krónur í byijun júni í iýrra, núna er hann i kring- um 100 krónur. Það er 33% hækkun og er „gengisfellingar- sprengja" sem ekki hefúr afsprungið, svo sótt sé í orðalag forsæt- isráðherra um sveiflur krónunnar. Þvi hefur verið velt upp hvers vegna miðvikudagurinn 2. maí varð svona „kolsvartur“ - að fram kom svona rosaleg þörf viðskiptabankanna á að kaupa gjaldeyri sem íyrir vikið hækkaði í verði. Neíht hefúr verið slæmt útlit í sjó- mannaverkfalli þennan dag og minnkandi innstreymi gjaldeyris vegna verkfallsins - sem og fram komnar upplýsingar um að kvóti næsta fiskveiðiárs kunni að verða minni en vonir stóðu til. Enn- fremur að fyrsta dag maí- og nóvembermánaðar sé gjalddagi af gömlum erlendum lánum frá Fiskveiðisjóði, sem öll eru í erlendri mynt, og til að geta greitt af þeim hefði þurft að kaupa gjaldeyri. Loks hefur verið nefnt að iýrirkomulagið sé þannig á gjaldeyris- markaðnum að viðskiptavakarnir, bankarnir, hafi skuldbundið 18

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.