Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 22
EFNAHAGSMÁL GENGI KRONUNNflR „Þjóðarsátt" á Vinnumarkaði Á árunum í kringum 1989 gerðu Islendingar svonefnda þjóðarsátt um að koma verðbólgunni niður. Kjarninn í þjóðarsáttínni var að allir launþegar sýndu þol- inmæði gagnvart þegar fram komnum verðhækkunum - en gegn þvi að fyrirtæki gusuðu ekki ókomnum verðhækkunum út í verðlagið. Þjóðarsáttín náðist vegna þess að fólk mat það meira að halda vinnunni en fara í hart! Fyrirtækin mátu það sömuleiðis meira að lifa af en setja sér háleitar kröfur um hagn- að. Á þessum tíma var ekki kominn virkur hlutabréfamarkaður á Islandi. Minni hagnaður fyrirtækja vegna gengistaps Hér er fullyrt að gengislækkun krónunnar, sem gusað sé út i verðlagið, gangi út á að flytja fé frá almenningi - í gegnum lækkun raunlauna - tíl fyrirtækja. En hvernig má það þá vera að hvert fyrirtækið af öðru sýni þá um þessar mundir versnandi afkomu og útskýri það m.a. með gengistapi á síðasta ári? Þau hafa ekki verið nægi- lega snögg að hækka verðið og tekið skellinn þar með á sig. En skoðum þetta betur. Gengisfall kemur ekki öllum fyrirtækjum á innanlandsmarkaði tíl góða. Fyrir það fyrsta fer það eftír því í hversu mikilli samkeppni viðkomandi fyrirtæki er og ekki síð- ur hversu skuldugt það er. Fyrirtæki, t.d. iðnfyrirtæki sem er skuldugt og neyðist til að hækka verð vöru sinnar vegna geng- istaps af erlendum lánum, getur hæglega tapað sölu til annars nemur. Ef gengistap, sem „leysist úr læðingi“ á næstu tíu árum, er allt gjaldfært á sama ári, vaknar sú spurning hvort ekki þurfi þá líka að færa með einhverjum hættí þær viðbótartekjur í fram- tíðinni sem gengislækkunin aflar. En samkvæmt hagfræðinni er „eign“ eitthvað sem gefur af sér tekjur í framtíðinni. Eignfærsla gengistaps samræmist hins vegar ekki gerð verðbólgureikn- ingsskila þar sem eignir eru endurmetnar samkvæmt verðlags- forsendum. Ef gengismunur yrði einnig eignfærður telja endur- skoðendur að um ofmat eigna gætí orðið að ræða og það sé í andstöðu við almenn varkárnissjónarmið. Víða í nágrannaríkj- um okkar, þar sem verðbólgureikningsskilum er ekki beitt, er sá háttur hafður á að fyrirtæki eignfæri gengistap vegna lána og af- skrifi það á nokkrum árum í takt við niðurgreiðslu lánsins. Frjáls gjaldeyrisviðskipti Helsta breytingin, sem orðið hefur á gjaldeyrisviðskiptum Islendinga á undanförnum árum, er sú að þau eru núna ftjáls. Fullt frelsi komst á í flármagnsflutningum í ársbyijun 1995 og vaknaði þá strax sú spurning hvort ekki yrði um meira útstreymi gjaldeyris að ræða en innstreymi. Því var þá svarað af hálfu Ijármálafyrirtækjanna að hærri raunvextir hér á landi en erlendis kæmu í veg fyrir Jjárflótta og leiddu tíl aukins innstreymis. Sú hefur ekki orðið raunin. Gjaldeyrisviðskiptí þjóð- arinnar fara fram á millibankamarkaði Seðlabankans. Hann tók formlega til starfa um mitt árið 1993. Breytingar voru gerðar á Gengisfellingar ganga út á að flytja fé frá almenningi til fyrirtækja. Fyrirtækin standa þá í heildina séð betur á eftir - og almenningur óbeint með því að atvinna styrkist og fleiri eygja von um vinnu, en á lægri raunlaunum. innlends fyrirtækis sem skuldar lítíð. Velji það þá leið að hækka ekki verð vöru sinnar myndast tap sem gengistapinu nemur. Staða þess gagnvart innfluttum vörum hefur engu að síður styrkst og ætti það fyrir vikið að fá aukna sölu í magni og geta þannig dregið úr gengistapinu. Mjög skuldug fyrirtæki eru raunar alltaf veikari fyrir í samkeppninni - hvort sem gengið fell- ur eða ekki. Fyrirtæki, sem selja eingöngu erlendar vörur og eru með lán sín í erlendri mynt, eru upp við vegg; geta ekkert annað gert en að hækka verð vörunnar þegar gengi krónunnar lækkar, ella verða þau fyrir stórfelldu gengistapi sem dregur úr þeim vígtennurnar á skömmum tíma. Þessi fyrirtæki sýna gengistap í ársreikningum sínum núna. Þau hafa einfaldlega ekki verið nógu snögg að bregðast við. Þau hafa hugsanlega verið búin að selja vöruna þegar að gjalddaga kom erlendis - en veltuhraði birgða hjá mörgum fyrirtækjum er í kringum 60 dag- ar. Það er því augljóslega illt í efni hafi gengið hrapað tveimur dögum fyrir gjalddaga vörukaupanna. Það sama er uppi á ten- ingnum vegna afborgana af erlendum lánum ef gengið hrapar skömmu fyrir gjalddaga afborgana. Ætti að „eignfæra" gengistap af lánum? Hægt er að velta því fyrir sér hvort gjaldfæra eigi gengistap af erlendum lánum strax, eða hvort dreifa eigi tapinu á liftíma lánsins, t.d. tíl 10 ára. Geng- istap af afborgun láns er auðvitað strax bókfært. En hafi skuldastabbinn - sem er tíl 10 ára - allur hækkað um t.d. 200 millj- ónir vegna gengishraps krónunnar verður að horfa svolítíð í gegnum slíkt tap þegar staða fyrirtækisins er metín eftir slika gjaldfærslu. Hvað ef t.d. engin afborgun hefur farið fram af lán- inu og gengishrapið á eftir að ganga aftur tíl baka? Yarðandi út- flutningsfyrirtæki gæti önnur hugleiðing verið á þá leið að geng- isfelling skapi að öllu jöfnu meiri tekjur en skuldahækkuninni honum um mitt ár 1997 þegar tekin var upp viðskiptavakt, þ.e. viðskiptabankarnir urðu viðskiptavakar með gjaldeyri. Veltan á gjaldeyrismarkaðnum er margföld á við fjárlög ríkisins sem og viðskiptí með hlutabréf á Verðbréfaþingi. Gjaldeyrismarkaðurinn er stærsti markaður á Islandi en þykir samt ekki nægilega djúp- ur að matí margra. Velta síðasta árs var 768 milljarðar. Það sem af er þessu ári hefur veltan þar verið 405 milljarðar (þ.e. 18. maí sl.). Metviðskiptí voru á markaðnum „svarta miðvikudaginn“ 2. maí sl. þegar þau urðu yfir 36 milljarðar. Framvirkir gjaldeyrissamningar Með tílkomu aukins frelsis í gjaldeyrisviðskiptum hefur notkun framvirkra gjaldeyrissamn- inga aukist verulega á síðustu árum. I framvirkum gjaldeyris- samningi er ákveðið í dag verð á gjaldeyri tíl afhendingar og greiðslu á ákveðnum degi í framtíðinni. Vissulega hljóta allir að spytja sig hvort góður stjórnandi í fyrirtæki, sem er í miklum við- skiptum við útlönd, geti ekki forðast gengistap með því að láta fjármálastjóra sinn einbeita sér að gerð framvirkra gjaldeyris- samninga tíl „að tryggja" a.m.k. innkaupaverðið í stórinnkaup- um. Það sem aftrar sjálfsagt mönnum frá þvi að gera framvirka samninga í meira mæH er kostnaðurinn við þá. Menn meta þá stöðuna svo að ódýrara sé að taka skellinn þegar gengið hrapar en að gera stöðugt kostnaðarsama framvirka samninga. En hvort sem krónan er ónýt eða ekki þá verða allir jafn hissa þegar gengi hennar lækkar. Raunar getur gengi „ónýts gjaldmið- ils“ aldrei orðið annað en lágt og farið lækkandi. En menn skyldu gefa framleiðni framleiðsluþáttanna tveggja - vinnuafls og ljár- magns - meiri gaum, hæfileika þjóðarinnar tíl að framleiða ódýrt og hagkvæmt og standast öðrum þjóðum snúning í þeim elhum. Þangað til, á meðan þjóðin eyðir stöðugt meiri gjaldeyri en hún aflar, getur risið á gömlu góðu krónunni aldrei orðið hátt! BIi 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.