Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 24
FORSÍyREIN SAMEINING SJÚKRflHUSfl_
Olgar undir
Það ólgar undir niðri vegna sameiningar Landsþítalans
og Sjúkrahúss Reykjavíkur í eitt sjúkrahús; Landspítala-
Háskólasjúkrahús. Olgan snýst m.a. um stjórnun og
stöðuveitingar, uppsagnir og endurráðningar og ítök
Háskólans. Stjórnendum, sem sagt hefur verið upp og
færðir til í störfum, þykir að sér vegið. Þá þykirýmsum
sem framtíðarsýn stjórnenda hins nýja sjúkrahúss sé
ekki skýr. Eða eins ogþað er orðað: „Þegar við bætist að
bílstjórinn er ekki alltafmeð það á hreinu hvert ekið er
gerirþað vandamálið enn stærra. “Rætt er um ávinn-
ing stórrekstrar og að komist verði hjá tvöföldun kostn-
aðar við kaup á sérhæfðum tæknibúnaði og að sérhæfðu
starjsfólki verði sömuleiðis ekki skipt á marga staði. En
hvað með gömlu góðu samkeppnislögmálin, eiga þau
ekki við þegar sjúkrahús eru annars vegar? Hefur aldrei
verið metingur á milli sjúkrahúsa - sjúklingum til góðs?
Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson
Magnús Pétursson, sem áður starfaði í fjármálaráðuneyt-
inu, hefur tekið að sér að stýra því stóra verkefni að
sameina Landspítalann og Sjúkrahús Reykjavíkur og
endurskipuleggja starfið svo úr verði vel rekið fyrirtæki. For-
senda þess að farið var í að sameina sjúkrahúsin tvö, í kjölfar
þess að Borgarspítali og Landakot sameinuðust, voru miklir
rekstrarerfiðleikar, ekki síst á Borgarspítala. Ríkið og Reykja-
víkurborg sömdu um sameininguna og var Magnús ráðinn for-
stjóri 1999. „Það lágu fyrir álit bæði innlendra og erlendra sér-
fræðinga um að skynsamlegast væri að sameina spítalana í
heild og sér í lagi smáar sérgreinar sem til væru á báðum stöð-
um,“ segir Magnús. „Það var talið hagkvæmt rekstrarlega og
faglega var það talið skila mun meiri árangri en að reka tvær
samsvarandi deildir eða sérgreinar á sitt hvorum spítalanum.“
Sviðsstjórar valdir Þann 1. okt. 2000 voru valdir sviðsstjórar
yfir hvert af 11 sviðum Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Sviðun-
um er stjórnað af tveimur sviðsstjórum, þ.e. sviðsstjóra lækn-
inga og sviðsstjóra hjúkrunar. „Sameiginlega bera sviðsstjórar
ábjTgð á stjórnun og rekstri sviðsins. Þeir koma úr röðum
stjórnenda sjúkrahúsanna og eru valdir til Jjögurra ára í senn.
Sviðsstjórar eru yfirmenn hvers sviðs og þar með yfirmenn yf-
irlækna í stjórnunarlegu tilliti. Yfirlæknar í sérgreinum bera
aftur á móti faglega ábyrgð á því að lækningar séu eins og þær
geta bestar verið.“
Yfirlæknar deildu hart á þessa skipan og töldu vald sitt og
sviðsstjóra skarast nokkuð og vildu fá úr því skorið hverjir
væru raunverulegir yfirmenn deildanna; héldu m.a. um það
fjölsóttan fund. Stærsta sviðið veltir um 2,4 milljörðum króna
árlega og starfsmenn eru milli fimm og sex hundruð svo þarna
er gríðarlega umfangsmikill rekstur sem líkja má við allstórt
fyrirtæki.
Forystan valin Víða þar sem farið var að sameina sérgreinar
kom upp sú staða að tveir eða fleiri yfirlæknar voru að störfum.
Stöður voru auglýstar og yfirlæknum sagt upp og hefur mikil
ólga legið undir og hún stundum sést opinberlega. Læknum
þykir að sér vegið og telja margir að betra sé að hafa óbreytt
ástand og sama ijölda yfirmanna þótt deildir séu sameinaðar.
„Það er ekki vænlegt að mínu mati að hafa marga yfirmenn yfir
hverri sérgrein eða deild," segir Magnús. Með einhverjum
hætti þarf að velja menn til forystu og ákveðið var að segja
ýmsum yfirmönnum upp og auglýsa nýjar stöður. Þar sem aug-