Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 37

Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 37
ust sumarið 1997. Dóttir þeirra er Helena Ýr Wessman, f. 21. október 1998. Menntun Róbert lauk stúdentsprófi frá MS vorið 1989. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingur (Cand. Oecon.) frá Háskóla íslands 1993. Ferill Forstjóri Delta frá 1999. Róbert starfaði hjá Samskipum 1993-1999 og gegndi þar ýmsum stjórnunarstörfum. Hann var innheimtusljóri 1993-1994, deildarstjóri útflutningsdeildar 1994 1998 og framkvæmdastjóri Bischoff Group 1998-1999. Hann sat í stjórnum ýmissa dótturfé- laga lýrirtækisins 1997-1999. Róbert var stunda- kennari i stærðfræði við viðskiptafræðideild Há- skóla íslands 1992-1993. Persóna Róbert er kappsfullur keppnismað- ur, einbeittur og heiðarlegur, sem kemur beint fram, en getur verið tapsár. Hann hlustar á rök annarra og tekur tillit til fólks. Hann er skemmtilegur á mannamótum, góður vinur vina sinna, léttur og þægilegur, afar metnaðar- gjarn enda kom fljótlega í ljós á menntaskólaár- unum að hann ætlaði sér stóra hluti í viðskipta- lífinu, bæði vegna þess að hann talaði opinskátt um það og vegna þess hve mikið kapp hann lagði á námið. Hann hefur látið vinnuna hafa al- gjöran forgang í lífi sínu síðustu árin og því misst nokkuð sambandið við gamla félaga. Á Samskipsárunum var hann undir miklu álagi og var stundum svo stressaður og þreytulegur að vinum hans stóð ekki á sama. Tíminn hjá Delta hefur hins vegar verið honum góður og í kjölfarið er yfirbragðið mun léttara. Róbert Wessman, forstjóri Delta, hefur góða yfirsýn, er fljótur að skilja aðalatriði frá aukaatriðum og skipulagður í starfi. Hann kemur beint fram, segir skoðanir sínar hreint út en hlustar þó á rök annarra og tekur tillit til og leitar til sinna samstarfs- og undirmanna. Myndir: Geir Ólafsson Stjórnandi Róbert er ungur, óþolinmóður og metnaðarfullur leiðtogi sem hefur tekist að sanna sig í starfi sem forstjóri Delta, að sögn Ottós Björns Olafssonar, fv. stjórnarformanns. Nokkurra efasemda gætti innanhúss þegar hann var ráðinn en hann hefur náð miklum árangri í rekstri fyrirtækisins og hefur í dag áunnið sér virðingu og vinsældir meðal starfsmanna. Hann þykir góður stjórnandi. Hann er sagður hafa innleitt nýj- an stjórnunarstíl innan fyrirtækisins, t.d. með vikulegum og mánaðarlegum fundum helstu stjórnenda og millistjórnenda þar sem farið er yfir stöðuna. Starfsemi Delta miðast öll við það að setja sér markmið og ná þeim og þykir sú stefna hafa skilað mjög góðum árangri. Sjálfur er Róbert ákafur, kappsamur, ein- beittur og duglegur forstjóri sem er fljótur að ganga í verkin og vinnur langan vinnudag. Sagt er að hann sé kröfuharður en geri aldrei meiri kröfur til annarra en sjálfs sín. Hann er sagð- ur virkur forstjóri og sanngjarn maður sem gott sé að vinna íýr- ir. Hann gefur samstarfsmönnum sínum svigrúm og umboð til að vinna verkin en fýlgist vel með og ætlast til að þeir beri ábyrgð á verkum sínum. Hann hefur góða yfirsýn, er fljótur að skilja aðalatriði frá aukaatriðum og er vel skipulagður í starfi sínu. Sem stjórnandi kemur hann beint fram, hefur ákveðnar skoðanir og segir þær hreint út, tekur rökum þeirra sem hafa meiri fagþekkingu en hann sjálfur og tekur tillit til og leitar til sinna samstarfs- og undirmanna. í samtali við Björn Aðal- steinsson, forstöðumann markaðssviðs, kemur fram að Róbert leggi mikið upp úr skýrri verkaskiptingu og eftirfylgni. Hann fylgist vel með, sé vel sýnilegur og aðgengilegur fyrir alla starfsmenn. Hann sé sér fyllilega meðvitaður um gildi hins fé- lagslega þáttar og sé venjulega hrókur alls fagnaðar þegar eitt- hvað er um að vera hjá starfsfólkinu. Gallar Kostir manna geta stundum talist til galla. Þannig þyk- ir Róbert stundum full tilætlunarsamur og kröfuharður á sjálfan sig og sína samstarfsmenn og smámunasamur, vill vita óþarf- lega mikið þegar honum nægir kannski að vita niðurstöðuna. Hann vinnur mjög mikið, þó það hafi minnkað heldur síðustu misserin, og virðist hið mikla vinnuálag hafa að einhveiju leyti komið niður á félagslegum tengslum hans og áhugamálum. Ahugamál Tónlistin var helsta áhugamál Róberts í æsku en hann spilaði á trompet frá níu ára aldri í sjö ár, þar af var hann í tvö ár í FÍH. Önnur áhugamál voru íþróttir, svo sem skíði, langhlaup, júdó, sund og frjálsar íþróttir. í dag ver hann frítíma 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.