Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 53

Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 53
ÖRYGGIÐ fl NETINU tækisins finnst ekki á Netinu," segir hann og bætir við að þetta geti reynst mjög alvarlegt fyrir fyrirtækin. „Microsoft fyrirtækið fær t.d. um 60 milljónir heimsókna á dag og þess vegna var mjög alvarlegt þegar fyrirtækið datt úr sambandi í heilan sólarhring í endaðan janúar vegna þess að þeir hönnuðu DNS kerfið sitt á rangan hátt. Það er ekkert smá mál fyrir svona fyrirtæki," segir Pétur. - Hvað með aðrar öryggisveilur? „Það eru til aðrar öryggisveilur í ýmsum stýrikerfum en það sem var svo sérstakt við þessa villu og gerði hana að einni al- varlegustu öryggisveilu sem hefur komið upp á Netinu frá upphafi var hversu margir nota þennan hugbúnað. Aðrar vill- ur eru bundnar við vélategundir og útgáfur af stýrikerfum og þær ná kannski bara til örfárra notenda á Netinu. Þessi DNS villa varðaði svo marga,“ svarar hann. Miðstýringin er kostur Ástand DNS uppsetningar hjá fyrir- tækjum er að mati Péturs almennt séð frekar slæmt en þó er ástandið heldur betra hér á landi en víða erlendis. I Banda- ríkjunum hefur yfir helmingur fyrirtækja eina eða fleiri villur í sinni DNS uppsetningu en á íslandi er þetta hlutfall ekki nema um 30 prósent. „Það er vegna þess að hér höfum við svo mikla miðstýringu. Hér er ekki eins mikið frelsi í skrán- ingu á lénum þannig að það er meira eftirlit með hvernig fyrirtækin skrá sig á Netinu.“S!l Hvað er Menn og mýs? Hugbúnaðarfyrirtækið Menn og mýs er ellefu ára gam- alt. Það hefur um 200 milljóna króna veltu á þessu ári og er í eigu tveggja einstaklinga, þeirra Péturs Pétursson- ar og Jóns Georgs Aðalsteinssonar, að 76% og íslenska hugbúnaðarsjóðsins sem á rúmlega 20% hlut. Starfsemi fyrirtækisins fer að 99,9% fram erlendis, við sölu á DNS hugbúnaði, ráðgjöf, þjónustu og kennslu. Hjá fyrirtæk- inu starfa 21 maður í þremur löndum, Sviss, Bandaríkj- unum og á íslandi. „Við erum eitt af örfáum fyrirtækjum í heiminum sem sérhæfa sig á þessu sviði," segir Pétur Pétursson framkvæmdastjóri. Hann líkir nafnamiðluninni við pípulögn í húsi. „Við erum að verða píparar í heimsklassa sem leysum vandamál út um allan heim og framleiðum besta hug- búnaðinn, tæki og tól, fyrir pípulagningamennina og kennum pípulagnir. Nýlega vorum við t.d. með námskeið í Austin í Texas, í San Francisco og París." Fyrirtækið ertil húsa að Þóroddsstöðum við Skógarhlíð í Reykjavík. Tíminn er e Tíma- og viðverukerfi Hugar kki afstæður (Sýnir viðveru og fjarveru starfsmanna svo sem orlof og veikindi Jteiknar nákvæmlega vinnutíma skv. skilgreíndum reiknireglum J?ýr yfir öflugri vaktaskráningu og fjölbrevttri skýrslugerð (Getur skilað gögnum til flestra launakerfa (Dflugt tæki til að skrá verkþætti og fylgjast með launakostnaðí J’rautrevnt hjá hundruðum fyrirtækja og stofnana H U G U R www.hugur.is *El540 3000 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.