Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 60

Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 60
VERSLUN HÖNNUN OG TÍSKfl Á íslandi eru engar stórar saumastofur og það gengur ekki að fá t.d. buxurnar úr drögtunum fyrst og jakkana sex vikum seinna. Því var það að við fórum til Tékklands þar sem við komumst í samband við verksmiðjur sem framleiða fyrir okkur. að senda efnin frá framleiðanda til verksmiðjanna,“ segir Val- gerður. „Þetta fyrirkomulag hentar okkur vel og sparar okk- ur talsverða vinnu í að leita uppi vefnaðarvöruframleiðendur." Tilraun til útflutnings Þær stöllur fundu fyrir áhuga útlend- inga á fötunum og ákváðu að reyna fyrir sér erlendis. Fóru á sýningu og var vel tekið.Við vildum fara þá leiðina að opna eigin verslanir erlendis og geta þannig haft meiri stjórn á því hvernig varan væri kynnt ásamt því að vera komin með sýn- ingarglugga og byggja þannig merkið upp. En þegar til átti að taka reyndist ekki vera áhugi hjá fjárfestum til að setja upp verslanir og því hættu þær við það í bili að opna Spaks manns spjarir erlendis. „Við lærðum gífurlega af þessu og margt af því nýtist okk- ur vel,“ segir Björg. „Ur því okkur tókst ekki að opna búð í París, Róm eða London, þá ákváðum við að flytja okkur í Bankastrætið og verða sýnilegri erlendum ferðamönnum," bætir Valgerður við. „Það verður spennandi að sjá sumarið þar sem mikilli aukingu ferðamanna hefur verið spáð.“ Aldurslaust fólk Fötin frá Spaks manns spjörum eru nær aldurslaus, þó svo markhópurinn sé konur á aldrinum 20-45 ára. „Aldur er orðið svo teygjanlegt hugtak - hann sést ekki lengur á fólki.,“ segir Björg. „Við erum að upplifa það núna að sjá “aldurslaust" fólk á borð við Tinu Turner. Fólkið á elli- heimilinu notar strigaskó, jogginggalla og aðrar flíkur sem fyrir nokkrum árum mátti bara sjá á ungu fólki þannig að það verður spennandi að sjá hvernig x-kynslóðin sem alin er upp við tískufatnað frá barnsaldri klæðir sig á elliheimilinu. Úrval- ið í fatnaði er miklu meira en það hefur nokkurn tíma verið og það hvernig fólk klæðir sig fer miklu frekar eftir karakter en aldri og því hvernig fötin fara á viðkomandi. Tískan er orðin miklu víðfemari og hægt að spila hana meira eftir eyranu. Við gætum þess að flíkurnar séu góðar í sniðum og passi á konurnar og okkar markmið er að hver kona sem gengur héðan út sé nægilega flott til að vekja at- hygli og vera um leið gangandi auglýsing fyrir Spaks manns spjarir.“ SD KODAK DC 3800 og myndirnar lifna við! Frábær upplausn, mikil skerpa og notendavænt viðmót sem aðeins fæst með KODAK. Vélin hefur 2 milljónir pixla, sem hentar mjög vel til auglýsinga- og bæklingagerðar og úprentunar mynda upp í 21x30 (A4). 2X Stafrænt Zoom. Linsan er 33 mm með Ijósop 2.8. Vélin er einstaklega lítil og nett. Með vélinni fylgir USB kortalesari. KODAK DC 4800 er ein fjölhæfasta stafræna myndavélin sem komið hefur frá KODAK. Hvort sem bú ert að taka myndir fyrir vefinn eða í auglýsinga- og oæklingagerð hefur KODAK DC 4800 alla þá kosti sem til parf. Vélin hefur 3.1 milljón pixla upplausn sem tryggir hómarksgæði í stærri útprentanir. Vélinni fylgja 2 minniskort, 16 og 32 MB ásamt góðri tösku. Kodak 60

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.