Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 62

Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 62
Fagmennska, metnaður og árangur - Þekkingarsmiðjan aðstoðar einstaklinga við að ná árangri í starfi með markvissri þjálfun: Viltu gera betur? Leiðir að árangri í starfi geta verið margar en eitt er víst að án réttrar færni og lagni ná menn ekki langt. Krafan um fag- mennsku vex og viðskiptavinir vilja gæði. Það er ekki nóg að vera góður ef hinir eru betri, þeir bestu fara lengra. Lykilspurning- in er: Viltu gera betur það sem þú ert gera, getur þú náð meiri ár- angri? Markmið Þekkingarsmiðjunnar er að auka færni einstak- linga í atvinnulífinu með námskeiðum, fyrirlestrum og faglegri þjálfun. Þekkingarsmiðjan býður upp á sérsniðin og stöðluð nám- skeið, einkaþjálfun, fyrirlestra og ráðstefnur fyrir stjórnendur, sérfræðinga og aðra starfsmenn fyrirtækja. „□II okkar námskeið eru byggð á traustum, fræðilegum grunni þar sem notaðar eru bestu kenningar og aðferðir hverju sinni og viður- kennd mælitæki. Unnið er markvisst og námið byggt upp samkvæmt áhrifaríkum námsaðferðum um leið og það er gert hagnýtt, lifandi og skemmtilegt. Blandað er saman fyrirlestrum og persónulegum æf- ingum. Með virkri þátttöku, litlum hópum og hagnýtum verkefnum stuðla námskeiðin markvisst að því að auka hæfni og þekkingu þátt- takenda. Mikil áhersla er lögð á opið andrúmsloft og umræður um námsefnið og vinnustaðinn. Þannig verða námskeiðin persónulegri og gagnlegri en það skilar sér í betri frammistöðu þátttakenda. Hjá Þekkingarsmiðjunni starfa þjálfarar sem eru sérfræðingar á ýmsum sviðum og aðrir sérfræðingar eru kallað- ir til eftir því sem þörf krefur. Vinnuferlið á námskeiðunum er nákvæmlega skilgreint til að tryggja hámarksárangur. Upphaf námskeiðanna felst í mælingu og sjálfsskoðun. Þ.e.a.s. þátttakendur fá mat á viðeigandi hæfni, þ.m.t. styrkleikum og veikleikum, með tilliti til árangurs. Til að hjálpa þeim að meta eigin færni er stuðst við viðurkennd próf og einnig umsagn- ir frá samstarfsmönnum. Næsta skrefið er að láta reyna á færnina sem tekin er fyrir. Hlutverk þjálfarans er að benda á það sem vel fór og það sem hefði mátt gera betur. Eftir hvern hlutverkaleik er síðan skoðað hvernig gekk og hvað menn geta gert til að gera enn betur. Þessi aðferðafræði skilar sér í betri árangri viðskiptavina okkar," seg- ir Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarsmiðjunnar. „Við leggjum áherslu á að allir þátttakendur taki virkan þátt í nám- skeiðunum og því höfum við takmarkaðan fjölda á hverju námskeiði. í stórum hópum er þátttakan oft ekki nógu mikil, m.a. vegna þess að sumir tjá sig ekki mikið og fjöldinn hefur einnig þær takmarkanir að ekki allir geta komist að. Við viljum byggja á þjálfun og virkri þátttöku og höfum hópana litla til að allir taki virkan þátt. Eitt af því sem við erum stoltust yfir er að árangur okkar er mælanlegur. í starfi okk-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.