Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Síða 68

Frjáls verslun - 01.04.2001, Síða 68
STJÓRNUN OGSTMFSMANNAMÁL Gaman í vinnunni Imjög mörgum fyrirtækjum eru skrifstofur hannaðar í svokölluðu opnu rými, án skilrúma eða veggja á milli fólks. Víðast hvar þar sem opið rými hefur verið tekið upp gengur eitt yfir alla og enginn er með skrifstofu hvort sem um er að ræða almenna starfsmenn, milli- stjórnendur eða æðsta stjórnanda. Lítil fundarherbergi eru gjarnan not- uð þegar fólk þarf að tala í einrúmi, hvort sem er í síma eða á fundum. Þegar stjórnendur eru aðgengilegri eins og gerist í opnu rými skapast frjálslegra vinnuumhverfi. Erlendis eru dæmi um að starfsmenn jafnt sem yfirmenn sjáist þjóta eftir löngum göngum á hlaupahjólum, sem ekki einungis flýta fyrir ferðum þeirra, heldur gera einnig ferðina á milli staða í fyrirtækinu mun skemmtilegri. Skemmtilegt vinnuumhverfi komið til að vera í Bandaríkjun- um er það almenn skoðun rannsóknarmanna og stjórnenda í fyrirtækjum að sú þróun að gera vinnustaði vinalega og skemmtilega muni ekki ganga til baka. Þessi fyrirtæki halda ekki einungis betur í starfsfólk heldur er allt að helmingur nýrra starfsmanna tilkominn vegna ábendinga frá núverandi starfsfólki. Þetta hefur ekki einungis í för með sér lægri kostnað við að finna nýja starfsmenn heldur einnig lægri starfsmannaveltu, sem sparar mikið fé í tengslum við nýráðn- ingar og nýliðaþjálfun. Starfsfólk sem hefur gaman af vinn- unni er auk þess afkastameira og meira skapandi. Auðveldara er að skapa skemmtilegan vinnustað í nýjum, smærri fyrir- tækjum með jákvæðu kraftmiklu fólki en í stórum og eldri fyrirtækjum þar sem fyrirtækjamenningin á sér langa hefð, þó að þar með sé auðvitað ekki sagt að ekki sé hægt að ná ár- angri í slíku umhverfi. Hláturinn lengir lífið Þetta er ekki bara orðatiltæki heldur sýna rannsóknir að hláturinn hefur mikil áhrif á líkamsstarf- semina. Vissir þú eftirfarandi...? 1. Meðalleikskólabarn hlær eða brosir 400 sinnum á dag. Sú tala lækkar í aðeins 15 sinnum á dag við 35 ára aldur. 2. Fólk brosir aðeins 35% af þeim tíma sem það álítur sig brosa. 3. Hlátur gerir það að verkum að ákveðin endorfín losna í líkamanum, sem eru 10 sinnum áhrifameiri en verkjalyfið morfín og valda vellíðan hliðstætt og eftir að líkaminn hef- ur reynt á sig. 4. I hvert sinn sem hlegið er brennir líkaminn 3,5 hitaein- ingum. 5. Við hlátur eykst súrefnisupptaka líkamans, sem hefur áhrif á endurnýjun frumna. Þar að auki hækkar sársauka- þröskuldur, ónæmiskerfið styrkist og streita minnkar. Bandarísk rannsókn sem gerð var á meðal 737 stjórnenda leiddi í ljós að 98% þeirra réðu frekar starfsmenn sem höfðu kímnigáfu en þá sem voru sneyddir henni. Önnur rannsókn sýndi að 84% stjórnenda töldu starfs- menn sem voru með góða kímnigáfu sinna starfi sínu betur en þeir sem höfðu litla sem enga kímnigáfu. Rannsóknir sýna að starfsfólk sem hlakkar til að fara í vinnuna er trygg- ara fyrirtækinu ásamt því að forföll- um og veikindadögum fækkar. Sterk tengsl eru milli ánægju starfsfólks og ánægju viðskiptavina enda hafa þjónustukann- anir leitt í Ijós að viðhorf viðskiptavina til fyrirtækisins batnar á sama tíma og starfsmönnum líður betur í starfi sínu. Rann- sóknarmönnum ber saman um að starfsmenn sem hafa gam- an af vinnunni þjáist síður af streitu, vinni betur saman þ.e. starfsandinn sé betri, séu meira skapandi og afkasti meiru. Sem dæmi þá jókst salan um 9,9% á einum ársíjórðungi í bókaverslun í Bandaríkjunum í kjölfar ráðgjafar á sviði vinnu- umhverfis eftir langt tímabil þar sem salan hafði staðið í stað. Hvað er unnt að gera til að gera vinnustaðinn skemmtilegri? Þegar skipuleggja á uppákomur á vinnustöðum skiptir máli að velta fyrir sér hvað höfði til starfsfólksins. Skiptir þar miklu kynjaskipting, aldur hópsins og áhugamál, svo eitthvað sé nefnt. Matt Weinstein er aðalfrumkvöðullinn í Bandaríkj- unum á sviði breytinga til betri vega á vinnustöðum og hug- myndasmiður Fun at Work Day í Bandaríkjunum, sem hald- inn er 5. apríl ár hvert. Tilgangur þessa dags er að vekja fólk til meðvitundar um mikilvægi þess að starfsfólk hafi gaman af fleiru í vinnunni en þeim verkefnum sem fyrir það eru lögð. Weinstein hefur skrifað margar bækur, s.s. Managing to Have Fun, Fifty Ways to Work Less, Play More, and Earn More (ásamt Luke Barber) og Work like Your Dog, sem er nýjasta bók hans. Hann hefur rekið fyrirtækið Playfair í Kali- forníu frá árinu 1978. Hjá honum starfa 25 ráðgjafar sem að- stoða yfir 400 fyrirtæki ár hvert við að finna hugmyndir til að bæta fyrirtækjamenningu í takt við áhugasvið starfsmann- anna. Dæmi um hugmyndir Weinstein fyrir skjólstæðinga sína: 1) Cable & Wireless Optus í Sidney, Ástralíu nefndu hæðir í skrifstofubyggingunni eftir starfsmönnum. Á hverri hæð var skilti með mynd af starfsmanninum og smá greinar- gerð um hann og starf hans. 2) Útibú Sprint símafyrirtækisins í Kansas City í Bandaríkj- unum breytti Fun at Work Day í stranddag. Hvítum sandi var komið fyrir í fyrirtækinu, suðræn tónlist leikin og Þarsem starjsfólk verstærstum hluta dagsins í vinnunni er mikilvægt ab því þyki ekki einungis gaman að starfi sínu heldur njóti einnig menningarinnar innan fyrirtækisins ogþess félagslíjs sem þar er í boði. Ad gera vinnustaði vina- lega og skemmtilega getur verið ein leið til að halda í hæft starjsfólk. Eftir Þórunni Elvu Guðjohnsen 68
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.