Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 70

Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 70
Þungun er Fyrirhugaðar barneignir FEIMNISMflL VIÐ RflDNlNGflR eru viðkvæmt umrœðuefni sem flestir forðast að ræða í ráðningar- Stjórnendur hljóta þó að velta fyrir sér hversu lengi nýráðnir starfsmenn haldast þar til kemur að barnsburðarleyfi og jafnvel hvort borgi sig að þjálfa upp starfsmann efhann hverjursvo á braut innan nokkurra missera. Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Eflaust er mismunandi hvað menn eru opnir fyrir þessari umræðu hjá fyrirtækjum. Það er gangur lífsins að konur eignist börn þannig að menn hljóta að gera ráð fyrir slíku. Ég þekki ekki dæmi þess að konur séu spurðar um barneignir í ráðningarviðtölum og veit ekki til þess að það sé mikið gert. I eina skiptið sem ég hef rætt þessa hluti við kvenmann var þegar ég fyrirhugaði að senda konu í þjálfunar- búðir til Ameríku vegna verkefnis sem átti að standa yfir í meira en eitt ár. Viðkomandi var á góðum aldri, barnlaus og í sam- búð og því fannst mér eðlilegt að ræða þetta opinskátt við hana. Það endaði með því að konan var send til Ameríku, kom til baka og kláraði verkefnið. Hún varð síðan ólétt fljótlega eftír það,“ segir Ólafur Jón Ingólfsson, starfs- mannastjóri hjá Sjóvá-Almennum. Má ekki spyrja... Þunganir og fyrirhugaðar barneign- ir eru feimnismál í íslensku atvinnulífi, sem flestír forð- ast að nefna, umræðan er viðkvæm og sjaldan uppi á borðinu - nema þá helst í lokuðum hópi stjórnenda. Starfsmannastjórar kannast þó vel við þessa um- ræðu því að hún kemur upp öðru hvoru í þeirra hópi og þar eru skoðanir skiptar. Ólafur Jón kenn- ir starfsmannastjórnun við Endurmenntunarstofn- un Háskólans og kemur inn á þessa umræðu í sinni kennslu. „Þar hefur fólk í atvinnulífinu tjáð sig um málið og telur að ekki megi leggja þessa spurningu fyrir umsækjendur. Það er viðhorf út af fyrir sig. En ég hef verið mjög opinn fyrir þessu. Það er starfsregla hjá okkur að tala strax út um málin og fá umræðuna strax upp á borðið ef þörf krefur. Ég hef ekki áhyggjur af barneignum við ráðningar og slíkt kemur ekki inn sem nein for- senda við ráðningar hjá okkur. Ég hef ráðið tíl starfa konu, sem ég hef beðið eftír meðan hún var í barnsburðarleyfi," segir hann. Spurningar á borð við framtíðarfyrirætlanir í barneignum eru lífseigar og ljóst að þær koma fyrir í ráðningarviðtölum en skoðan- ir eru skiptar um það hversu algengar þær séu. Katrín S. Óladótt- ir, ráðningarstjóri hjá PwC, segir að spurningar af þessu tagi hafi verið talsvert algengar fyrir fimm til tíu árum en þeim hafi farið fækkandi á síðustu árum og heyri tíl undantekninga í dag. „Ég er mjög mikið í ráðningarviðtölum með stjórnendum fyrirtækja og ég verð mjög lítið vör við að spurt sé um þetta. Ég held að það sé liðin tíð. Menn spyija jafnt konur sem karla um framtíðarfyrirætl- anir og hafa þá ýmislegt í huga, t.d. framhaldsnám, þvi að þeir gera sér grein fyrir að þeir geta misst fólk af ýmsum ástæðum,

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.