Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 74

Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 74
Tal auglýsingin er svolítið öðruvísi - til að mynda tekin í einni samfellu en ekki klippt. Hvað kostar að gera sjónvarpsauglýsingu? Kostnaður við sjónvarpsauglýs- ingu getur hlaupið frá nokkur hundruð þúsundum til milljóna- tuga. Erlendis eru framleiddar 30 sekúndna sjónvarpsauglýsingar sem kosta meira en 90 mínútna íslensk bíómynd," segir Rafn Rafnsson fram- leiðslustjóri hjá Hugsjón. „Þessi kostnaður liggur hins vegar alltaf á borðinu áður en ráðist er í framleiðsl- una. Viðskiptavinur okkar veit ná- kvæmlega hvað hann fær og hvað það kostar því við sendum ekki bakreikninga. Sjónvarpsaug- lýsingar eru kostnaðarsamar eins og öll kvikmyndagerð. Það kostar einnig töluvert að birta auglýsingarnar í sjónvarpi og kvikmyndahúsum en ástæða þess að sjónvarpsauglýsingar eru yfirleitt framleiddar er sú að þær eru langsterkasti auglýs- ingamiðillinn. Um það eru allir markaðssérfræðingar heims- ins sammála. Samspil lifandi mynda og tónlistar er sterkasti kokkteillinn á markaðnum, blanda sem ekki býðst í öðrum rniðlum." Erfiður samanburður Eins og áður sagði er verð sjónvarpsauglýsinga mjög mismunandi. „Það er alltaf erfitt að bera saman epli og appelsínur" segir Rafn, „en hér eru framleiddar sjónvarpsaug- lýsingar fýrir um það bil 200 þúsund krónur og upp úr. Dýr sjónvarpsauglýs- ing á íslenskan mælikvarða væri á bil- inu 6 til 10 milljónir. Millidýr auglýsing væri upp á 4 til 6 milljónir. Sennilega er algengasti verðflokkur sjónvarps- auglýsinga á bilinu 2 til 4 milljónir." Kostnaður við gerð sjónvarpsauglýs- inga ræðst af nokkrum þáttum. „Oft þarf mikinn flölda fólks við upptökur. Það er algengt að á tökustað séu 15-20 manns að vinna; leikstjóri, leikarar, framleiðslustjóri, stílistar, búningahönn- uðir, farðari, myndatökumenn, ljósa- menn, hljóðmaður og aðstoðarfólk," segir Rafn, „þá eru tækin sem notuð eru við upptökur og eftírvinnslu mjög dýr. Eftírvinnsla er oft flók- in og tímafrek og þá þarf að gera ráð fyrir kostnaði við hljóð- vinnslu, þul og tónlist en sá þáttur getur verið umtalsverður.“ Tónlistin dýr Tónlistin er veigamikill þáttur í sjónvarpsaug- lýsingum. Tónlist úr safni getur kostað 10 til 20 þúsund krón- Húsasmiðjuauglýsingin og auglýsing Happdrættis HÍ teljast með dýrustu auglýsingum hér á landi og falla í flokkinn 3-5 milljónir. Sennilega er algengasti verðflokkur sjón- varpsauglýsinga á bilinu 2 til 4 milljónir. Dýrar auglýsingar á íslenskan mæli- kvarða kosta á bilinu 4 til 6 milljónir. Rándýr sjónvarpsauglýsing fyrir íslenskt fýrirtæki væri á bilinu 6 til 10 milljónir. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson 74

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.