Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 83

Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 83
ark um. „Eitt af því sem þarf að huga miklu betur að við TEKTÚR hönnun húsa er val á gleri,“ segir Jón Olafur. „Það margborgar sig að kaupa gler sem dregur úr birtu sól- arljóssins og útilokar hitann vel og auk þess að ganga úr skugga um að það standi undir væntingum.“ Þegar gengið er um húsið eru háar hurðir og glerveggir fyrir skrifstofum áberandi. Gler- ið er sandblásið og mismunandi mynstur á því. Þessir glervegg- ir gefa húsinu skemmtilegan blæ og létt yfirbragð. A milli hús- anna er hægt að ganga m.a. eftir þakinu og þar hefur verið far- in sú leið að byggja glerbyggingu. I henni er timburgólf og nota- legt er að ganga á milli og horfa yfir voginn. 31] Gult leikur með bláu TÖlvudreifing er í húsinu nr. 27 við Stórhöfða og hefur þar neðstu hæðina til umráða undir lager og verkstæði en þriðju hæðina fyrir söluskrifstofur og aðra starfsemi. Tölvudreifing er í eigu Tæknivals, Aco, Opinna kerfa, Viggós H. Viggóssonar og Kristjáns Olafssonar. Innanhúsarkitekt er Erling G. Petersen. Fyrirtækið var á Krókhálsi 5a svo ekki var farið langt þegar ljóst varð að fyrirtækið óx um 3040% á ári og húsnæðið dugði engan veginn og flutti það á Stórhöfðann í janúar sl. „Við vorum búnir að ákveða að mestu hvernig við vildum hafa húsnæðið og arki- tektinn útfærði þær hugmyndir okkar í samvinnu við okkur,“ seg- ir Viggó H. Viggósson, framkvæmdasljóri Tölvudreifingar. „Hér vinna nú 23 starfsmenn en við gerum ráð fyrir því að það muni Hjá Tölvudreifingu. Móttakan er opin, med bogadregnu borði. Hœgt er að fara út á þakið um dyrnar í endanum. fjölga nokkuð og því er vel rúmt um alla ennþá. Rýmið er hálfop- ið og það hentar okkur ágætlega en þó höfum við lokað inn í sölu- deildina frá afgreiðslunni til að skapa frið þar inni. Viggó segir blátt vera einkennislit fyrirtækisins en arkitektinn hafi ákveðið að nota hann fremur sem áherslulit en aðallit og það skilar sér vel. Annars er grár litur sá sem mest er af en hann venst vel og þykir þægilegur að vinna með. Hurðir eru úr rauðri eik og á gólfum er linolelum dúkur að mestu, þó er parket í fundarher- bergi. Fundarborðið er samsett úr minni einingum og segir Viggó það gert svo auðvelt sé að breyta fundarherberginu á skömmum tíma í skólastofu ef á þurfi að halda, því námskeiða- hald af ýmsu tagi fer fram hjá fyrirtækinu sem hefur umboð fyrir Microsoft á Islandi. 33 Byggingaraðilar Stórhöfða 21-39 völdu VELFAC ál/tréglugga í öll húsin! Kostir VELFAC eru m.a. Létt viðhald Fallegt útlit Háeinangrað gler Langur ábyrgðartími Örugg afhending Hagstætt verð Stórhöfði 21-39 t Ide\ Sundaborg 7-9 104 Reykjavik sími 5688104 fax 5688672 idex@idex.is Leitið upplýsinga og tilboða í sima 568 8104 83

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.